Flottasta hljómsveitarúta landsins tilbúin Gunnar Leó Pálsson skrifar 30. maí 2014 08:30 Brynjar Berg, hljóðmaður Skítamórals, Einar Ágúst söngvari og Viktor Hólm, rótari Skítamórals, voru sáttir við nýtt útlit rútunnar. visir/daníel „Það hefur alltaf verið ákveðin eftirspurn eftir svona rútum og var því ákveðið að kýla á að gera gamla Liner-inn upp,“ segir Pétur Reynisson, annar af eigendum fyrirtækisins Gömlu eðlunnar, sem á rútuna, en ásamt honum á Guðfinnur Sölvi Karlsson, betur þekktur sem Finni, einnig hlut í fyrirtækinu. „Mig langaði alltaf að taka þátt í þessu og bauðst að fara í þetta með Pétri en ég kem í raun bara inn í þetta sem nokkurs konar búst,“ segir Finni. Upphafið á endurbótum á rútunni má rekja til tónleika sem Skítamórall, Á móti sól, Veðurguðirnir og Stuðlabandið héldu til styrktar rútunni en það var í apríl í fyrra. Liner-rútan, sem er í raun eins og lúxushótel á hjólum, kom upphaflega hingað til lands á vegum hljómsveitarinnar Skítamórals. „Við fluttum hana inn árið 1999 frá Þýskalandi og túruðum mikið í henni, svo hafa ýmsar hljómsveitir notað hana síðan,“ segir Einar Ágúst Víðisson, annar söngvara hljómsveitarinnar Skítamórals, um upphafið.Lúxushótel á hjólumSagan segir að hin þýska og goðsagnakennda þungarokksveit, Rammstein, hafi átt rútuna áður en hún kom hingað til lands. „Við fréttum að þetta hefði upphaflega verið rúta sem Rammstein átti, það var ekki verra,“ segir Einar Ágúst léttur í lundu. Rútan hýsir allt að tuttugu manns en svefnpláss er fyrir um níu til tólf manns. Það er allt til alls í rútunni og lítur hún út sem ný í dag en hún er árgerð 1985. „Það eru ekki bara hljómsveitir sem hafa notað rútuna, í gegnum tíðina hefur hún verið notuð í steggjanir og gæsanir, einnig hefur hún verið notuð í kringum kvikmyndabransann. Rútan verður enn í boði fyrir slíkt, þannig að hver sem er getur leigt hana,“ segir Pétur.Rútan heldur af stað í sinn fyrsta túr í dag eftir endurbæturnar með Skítamóral. „Við erum að fara á Patreksfjörð í dag, til Grindavíkur á morgun og svo í Hreðavatnsskála um hvítasunnuhelgina. Við hlökkum mikið til að dvelja í rútunni, það er svolítill tími síðan við túruðum í henni síðast,“ segir Einar Ágúst. Liner-rútan fór í sinn síðasta túr fyrir tveimur árum með Veðurguðina en hefur staðið kyrr síðan og mætir nú tvíefld til leiks. Þeir Pétur og Finni eiga þó einnig aðra fræga rútu sem kallast Eðlan og er árgerð 1967. „Það er líklega þekktasta rútan hér á landi en hún hefur ekki verið notuð lengi. Það getur þó verið að við tökum hana í gegn á næstunni,“ bætir Pétur við. Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Fleiri fréttir „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Sjá meira
„Það hefur alltaf verið ákveðin eftirspurn eftir svona rútum og var því ákveðið að kýla á að gera gamla Liner-inn upp,“ segir Pétur Reynisson, annar af eigendum fyrirtækisins Gömlu eðlunnar, sem á rútuna, en ásamt honum á Guðfinnur Sölvi Karlsson, betur þekktur sem Finni, einnig hlut í fyrirtækinu. „Mig langaði alltaf að taka þátt í þessu og bauðst að fara í þetta með Pétri en ég kem í raun bara inn í þetta sem nokkurs konar búst,“ segir Finni. Upphafið á endurbótum á rútunni má rekja til tónleika sem Skítamórall, Á móti sól, Veðurguðirnir og Stuðlabandið héldu til styrktar rútunni en það var í apríl í fyrra. Liner-rútan, sem er í raun eins og lúxushótel á hjólum, kom upphaflega hingað til lands á vegum hljómsveitarinnar Skítamórals. „Við fluttum hana inn árið 1999 frá Þýskalandi og túruðum mikið í henni, svo hafa ýmsar hljómsveitir notað hana síðan,“ segir Einar Ágúst Víðisson, annar söngvara hljómsveitarinnar Skítamórals, um upphafið.Lúxushótel á hjólumSagan segir að hin þýska og goðsagnakennda þungarokksveit, Rammstein, hafi átt rútuna áður en hún kom hingað til lands. „Við fréttum að þetta hefði upphaflega verið rúta sem Rammstein átti, það var ekki verra,“ segir Einar Ágúst léttur í lundu. Rútan hýsir allt að tuttugu manns en svefnpláss er fyrir um níu til tólf manns. Það er allt til alls í rútunni og lítur hún út sem ný í dag en hún er árgerð 1985. „Það eru ekki bara hljómsveitir sem hafa notað rútuna, í gegnum tíðina hefur hún verið notuð í steggjanir og gæsanir, einnig hefur hún verið notuð í kringum kvikmyndabransann. Rútan verður enn í boði fyrir slíkt, þannig að hver sem er getur leigt hana,“ segir Pétur.Rútan heldur af stað í sinn fyrsta túr í dag eftir endurbæturnar með Skítamóral. „Við erum að fara á Patreksfjörð í dag, til Grindavíkur á morgun og svo í Hreðavatnsskála um hvítasunnuhelgina. Við hlökkum mikið til að dvelja í rútunni, það er svolítill tími síðan við túruðum í henni síðast,“ segir Einar Ágúst. Liner-rútan fór í sinn síðasta túr fyrir tveimur árum með Veðurguðina en hefur staðið kyrr síðan og mætir nú tvíefld til leiks. Þeir Pétur og Finni eiga þó einnig aðra fræga rútu sem kallast Eðlan og er árgerð 1967. „Það er líklega þekktasta rútan hér á landi en hún hefur ekki verið notuð lengi. Það getur þó verið að við tökum hana í gegn á næstunni,“ bætir Pétur við.
Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Fleiri fréttir „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Sjá meira