Framsókn með einn borgarfulltrúa og 9,2% fylgi Brjánn Jónasson skrifar 29. maí 2014 06:00 Stuðningur við Framsóknarflokkinn hefur aukist verulega, og virðist flokkurinn öruggur með að ná einum manni í borgarstjórn, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í gær og fyrradag. Framsóknarflokkurinn fengi samkvæmt könnuninni 9,2 prósent atkvæða og einn borgarfulltrúa. Í síðustu könnun Fréttablaðsins, sem gerð var í lok apríl, var flokkurinn með 5,2 prósent atkvæða. Fylgið mældist 5,3 prósent í könnun MMR sem gerð var dagana 20. til 23. maí. Framsóknarflokkurinn fékk aðeins 2,7 prósent atkvæða í síðustu kosningum og hefur því ekki haft borgarfulltrúa þetta kjörtímabil. Flokkurinn hefur verið mikið í umræðunni síðustu daga, eftir að Sveinbjörg B. Sveinbjörnsdóttir, oddviti framboðs Framsóknar og flugvallarvina, lýsti því yfir í samtali við fréttavefinn Vísi á föstudag, 23. maí, að hún vildi afturkalla lóð sem trúfélag múslíma fékk úthlutað í Sogamýri.Könnun Samfylkingin er langstærsti flokkurinn í Reykjavík samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Flokkurinn fær rúman þriðjung atkvæða og sex borgarfulltrúa af fimmtán samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Meirihluti Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar, arftaka Besta flokksins, er ekki í hættu samkvæmt könnuninni, þó valdahlutföllin hafi snúist við. Flokkarnir fá samtals 54,1 prósent atkvæða og níu borgarfulltrúa. Samfylkingin verður þrátt fyrir þetta stökk Framsóknar sigurvegari kosninganna, verði niðurstöður í takt við skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Flokkurinn fær samkvæmt könnuninni 35,5 prósent atkvæða og sex borgarfulltrúa. Staða flokksins hefur stórbatnað frá kosningunum árið 2010, þegar flokkurinn fékk 19,1 prósent og þrjá borgarfulltrúa kjörna. Fylgið hefur aukist verulega frá síðustu könnun, sem gerð var í lok apríl, þegar flokkurinn mældist með 26,6 prósenta fylgi. Björt framtíð mælist með stuðning 18,6 prósenta borgarbúa, en Besti flokkurinn vann kosningasigur með 34,7 prósenta fylgi í síðustu kosningum. Björt framtíð fær samkvæmt þessu þrjá borgarfulltrúa, en Besti flokkurinn náði inn sex fulltrúum í kosningunum 2010. Sjálfstæðisflokkurinn bíður afhroð og tapar þriðjungi af fylginu sem flokkurinn fékk í síðustu kosningum þrátt fyrir að hafa verið í stjórnarandstöðu allt kjörtímabilið. Flokkurinn fær samkvæmt könnuninni 22,2 prósent atkvæða og þrjá borgarfulltrúa, en var með 33,6 prósenta fylgi og fimm borgarfulltrúa í síðustu kosningum. Vinstri græn eru samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 með einn borgarfulltrúa, en hann stendur afar tæpt. Alls segjast 5,8 prósent ætla að kjósa Vinstri græn, en 7,2 prósent studdu flokkinn í síðustu kosningum. Píratar mælast með 7 prósenta fylgi, sem skilar þeim einum borgarfulltrúa. Alls ætla 0,8 prósent borgarbúa að kjósa Dögun, og 0,3 prósent styðja Alþýðufylkinguna.AðferðafræðinHringt var í 2.118 manns þar til náðist í 1.504 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki 27. og 28. maí. Svarhlutfallið var 71 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr Þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til borgarstjórnarkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða einhvern annan flokk? Það er gert í samræmi við aðferðafræði sem þróuð var hjá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Alls tóku 66,3 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Mest lesið „Jákvæðari“ öskur en óttast var í fyrstu Innlent Heimiliskötturinn drepinn við kjallaratröppurnar Innlent Óttaðist um líf sitt Innlent Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Erlent Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Erlent Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlent Ákærður fyrir morð í New York Erlent Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Erlent Ekin niður á skólalóðinni en ekki komin nægjanlega langt í náminu Innlent "Borgin er ekki að veita Bíó Paradís styrk“ Innlent Fleiri fréttir Sex verslanir fá sautján milljónir í ríkisstyrk Gera kröfu um að varaaflsstöðin verði áfram í Vík Landskjörstjórn kemur saman til fundar „Jákvæðari“ öskur en óttast var í fyrstu Óttaðist um líf sitt Ekin niður á skólalóðinni en ekki komin nægjanlega langt í náminu Heimiliskötturinn drepinn við kjallaratröppurnar Börnum fanga er hættara á að lenda í fangelsi Skírðu dóttur sína eftir ósk um frið í heimalandinu Rafmagnið datt aftur út í Vík og komst svo aftur í lag Heidelberg hvergi af baki dottið Vonar að ný stjórn verði komin fyrir jól Íbúar hafna mölunarverksmiðjunni með afgerandi hætti Ný ríkisstjórn fyrir jól? Kærastinn fær áheyrn í Menningarnæturmálinu Ögurstund í Þorlákshöfn í kvöld Laugarneshverfi verður áfram eitt skólahverfi Ríkið þarf að endurgreiða borginni milljónir Tólf ára fangelsi fyrir manndráp á Akureyri Ákærður fyrir að bana dóttur sinni Eldgosinu er lokið Reif í hár konu svo hún féll í gólfið og samdi svo við hana Bilunin á afar erfiðum stað og bærinn áfram keyrður á varaafli Stofnuðu Félag ungra mæðra til að rjúfa félagslega einangrun Fall Assads góðar fréttir fyrir Sýrlendinga og heimsbyggðina alla Vinnuhópar funda eftir hádegi Netsamband komið á Skagaströnd á undan áætlun Kanna með dróna hvort eldgosinu sé lokið Viðræðum haldið áfram og rafmagnslaust í Vík Hundruð sækja um aðstoð í aðdraganda jóla Sjá meira
Stuðningur við Framsóknarflokkinn hefur aukist verulega, og virðist flokkurinn öruggur með að ná einum manni í borgarstjórn, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í gær og fyrradag. Framsóknarflokkurinn fengi samkvæmt könnuninni 9,2 prósent atkvæða og einn borgarfulltrúa. Í síðustu könnun Fréttablaðsins, sem gerð var í lok apríl, var flokkurinn með 5,2 prósent atkvæða. Fylgið mældist 5,3 prósent í könnun MMR sem gerð var dagana 20. til 23. maí. Framsóknarflokkurinn fékk aðeins 2,7 prósent atkvæða í síðustu kosningum og hefur því ekki haft borgarfulltrúa þetta kjörtímabil. Flokkurinn hefur verið mikið í umræðunni síðustu daga, eftir að Sveinbjörg B. Sveinbjörnsdóttir, oddviti framboðs Framsóknar og flugvallarvina, lýsti því yfir í samtali við fréttavefinn Vísi á föstudag, 23. maí, að hún vildi afturkalla lóð sem trúfélag múslíma fékk úthlutað í Sogamýri.Könnun Samfylkingin er langstærsti flokkurinn í Reykjavík samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Flokkurinn fær rúman þriðjung atkvæða og sex borgarfulltrúa af fimmtán samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Meirihluti Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar, arftaka Besta flokksins, er ekki í hættu samkvæmt könnuninni, þó valdahlutföllin hafi snúist við. Flokkarnir fá samtals 54,1 prósent atkvæða og níu borgarfulltrúa. Samfylkingin verður þrátt fyrir þetta stökk Framsóknar sigurvegari kosninganna, verði niðurstöður í takt við skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Flokkurinn fær samkvæmt könnuninni 35,5 prósent atkvæða og sex borgarfulltrúa. Staða flokksins hefur stórbatnað frá kosningunum árið 2010, þegar flokkurinn fékk 19,1 prósent og þrjá borgarfulltrúa kjörna. Fylgið hefur aukist verulega frá síðustu könnun, sem gerð var í lok apríl, þegar flokkurinn mældist með 26,6 prósenta fylgi. Björt framtíð mælist með stuðning 18,6 prósenta borgarbúa, en Besti flokkurinn vann kosningasigur með 34,7 prósenta fylgi í síðustu kosningum. Björt framtíð fær samkvæmt þessu þrjá borgarfulltrúa, en Besti flokkurinn náði inn sex fulltrúum í kosningunum 2010. Sjálfstæðisflokkurinn bíður afhroð og tapar þriðjungi af fylginu sem flokkurinn fékk í síðustu kosningum þrátt fyrir að hafa verið í stjórnarandstöðu allt kjörtímabilið. Flokkurinn fær samkvæmt könnuninni 22,2 prósent atkvæða og þrjá borgarfulltrúa, en var með 33,6 prósenta fylgi og fimm borgarfulltrúa í síðustu kosningum. Vinstri græn eru samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 með einn borgarfulltrúa, en hann stendur afar tæpt. Alls segjast 5,8 prósent ætla að kjósa Vinstri græn, en 7,2 prósent studdu flokkinn í síðustu kosningum. Píratar mælast með 7 prósenta fylgi, sem skilar þeim einum borgarfulltrúa. Alls ætla 0,8 prósent borgarbúa að kjósa Dögun, og 0,3 prósent styðja Alþýðufylkinguna.AðferðafræðinHringt var í 2.118 manns þar til náðist í 1.504 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki 27. og 28. maí. Svarhlutfallið var 71 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr Þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til borgarstjórnarkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða einhvern annan flokk? Það er gert í samræmi við aðferðafræði sem þróuð var hjá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Alls tóku 66,3 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar.
Mest lesið „Jákvæðari“ öskur en óttast var í fyrstu Innlent Heimiliskötturinn drepinn við kjallaratröppurnar Innlent Óttaðist um líf sitt Innlent Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Erlent Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Erlent Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlent Ákærður fyrir morð í New York Erlent Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Erlent Ekin niður á skólalóðinni en ekki komin nægjanlega langt í náminu Innlent "Borgin er ekki að veita Bíó Paradís styrk“ Innlent Fleiri fréttir Sex verslanir fá sautján milljónir í ríkisstyrk Gera kröfu um að varaaflsstöðin verði áfram í Vík Landskjörstjórn kemur saman til fundar „Jákvæðari“ öskur en óttast var í fyrstu Óttaðist um líf sitt Ekin niður á skólalóðinni en ekki komin nægjanlega langt í náminu Heimiliskötturinn drepinn við kjallaratröppurnar Börnum fanga er hættara á að lenda í fangelsi Skírðu dóttur sína eftir ósk um frið í heimalandinu Rafmagnið datt aftur út í Vík og komst svo aftur í lag Heidelberg hvergi af baki dottið Vonar að ný stjórn verði komin fyrir jól Íbúar hafna mölunarverksmiðjunni með afgerandi hætti Ný ríkisstjórn fyrir jól? Kærastinn fær áheyrn í Menningarnæturmálinu Ögurstund í Þorlákshöfn í kvöld Laugarneshverfi verður áfram eitt skólahverfi Ríkið þarf að endurgreiða borginni milljónir Tólf ára fangelsi fyrir manndráp á Akureyri Ákærður fyrir að bana dóttur sinni Eldgosinu er lokið Reif í hár konu svo hún féll í gólfið og samdi svo við hana Bilunin á afar erfiðum stað og bærinn áfram keyrður á varaafli Stofnuðu Félag ungra mæðra til að rjúfa félagslega einangrun Fall Assads góðar fréttir fyrir Sýrlendinga og heimsbyggðina alla Vinnuhópar funda eftir hádegi Netsamband komið á Skagaströnd á undan áætlun Kanna með dróna hvort eldgosinu sé lokið Viðræðum haldið áfram og rafmagnslaust í Vík Hundruð sækja um aðstoð í aðdraganda jóla Sjá meira