Innlent

Borgin láni áram til lóðakaupa

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Júlíus Vífill Ingvarsson og aðrir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks vilja fá ákvörðun meirhlutans frá 5. maí breytt.
Júlíus Vífill Ingvarsson og aðrir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks vilja fá ákvörðun meirhlutans frá 5. maí breytt.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja að aftur verði tekið upp það fyrirkomulag að borgin láni einstaklingum allt að 90 prósent af söluvirði byggingarréttar á lóðum. Lánin verði til átta ára. Þá verði sjö prósenta staðgreiðsluafsláttur tekinn upp að nýju.

„Í stað þess að rýmka reglur og auðvelda húsbyggjendum að ráðast í framkvæmdir eru reglurnar þrengdar og dregið úr þjónustu,“ segir Júlíus Vífill Ingvarsson borgarfulltrúi, sem talaði fyrir tillögu sjálfstæðismanna á borgarstjórnarfundi í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×