Heimsóttu heimili Charlie Chaplin Gunnar Leó Pálsson skrifar 16. maí 2014 08:30 Hér er dúettinn My Bubba í hljóðverinu í Los Angeles en stúlkurnar dvöldu þar í einn mánuð og tóku upp í tólf tíma á dag Mynd/Einkasafn „Þetta var spennandi ferðalag en krefjandi á köflum. Þetta var mikil vinna og við vorum í stúdíóinu í allavega tólf tíma á dag og borðuðum taco í hvert mál,“ segir Guðbjörg Bubba Tómasdóttir, önnur meðlima hljómsveitarinnar My Bubba en sveitin gaf nýverið út plötuna Goes Abroader sem tekin var upp í Los Angeles. Guðbjörg skipar sveitina ásamt hinni sænsku My og hefur hún verið starfrækt í um fimm ár. „Þetta var svakalegt flott stúdíó, sem var meðal annars með skvassvelli. Við spiluðum gjarnan skvass að upptökum loknum,“ segir Guðbjörg. Húsið sem hýsir stúdíóið var upphaflega byggt af stórleikaranum Charlie Chaplin. „Tito Jackson, bróðir Michaels Jackson, bjó svo til stúdíó í húsinu.“Noah Georgeson pródúseraði plötuna en hann hefur getið sér gott orð sem samstarfsmaður Devendra Banhart og Johanna Newsom og dvöldu stúlkurnar í Los Angeles í mánuð. „Við sendum Noah skeyti því okkur langaði svo að vinna með honum og fengum svar og kýldum á þetta,“ bætir Guðbjörg við.Þær spiluðu skvass þegar upptökum lauk á kvöldin. Það er skvasssalur í stúdíóinu.Mynd/Karólína ThorarensenMy Bubba hefur ferðast um heiminn, samið og flutt samtíma þjóðlagatónlist og tekið upp tvær breiðskífur og eina stuttskífu. Þær hafa komið fram á Iceland Airwaves, Hróarskelduhátíðinni og hitað upp fyrir listamenn á borð við Matthew E. White og Nina Persson úr The Cardigans. „Á fyrstu tónleikunum okkar í Kaupmannahöfn kom ítalskur kaffihúsaeigandi til okkar og bauð okkur til Ítalíu að spila. Fljótlega hafði ítalskur bókari samband við okkur og höfum við í raun verið í ævintýraferð síðan eða í um fimm ár,“ útskýrir Guðbjörg. Þær hafa spilað á tónleikum úti um allan heim undanfarin ár. Á fyrstu tónleikunum áttu þær bara þrjú lög og því var hjólað í lagasmíðar fyrir Ítalíutúrinn en síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. „Við ætlum að fagna útgáfu plötunnar í kvöld á tónleikastaðnum Hannesarholti við Grundarstíg og ætlar Snorri Helgason að hita upp.“ Platan Goes Abroader kemur út á vegum Smekkleysu hér á landi en úti um heim allan á vegum dönsku útgáfunnar Fake Diamond. Sökum ævintýra stúlknanna undanfarin ár má líkja plötunni við eins konar heimsreisu. Frekari upplýsingar um sveitina má finna hér og miðasala fer fram á midi.is. Airwaves Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Fleiri fréttir Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Sjá meira
„Þetta var spennandi ferðalag en krefjandi á köflum. Þetta var mikil vinna og við vorum í stúdíóinu í allavega tólf tíma á dag og borðuðum taco í hvert mál,“ segir Guðbjörg Bubba Tómasdóttir, önnur meðlima hljómsveitarinnar My Bubba en sveitin gaf nýverið út plötuna Goes Abroader sem tekin var upp í Los Angeles. Guðbjörg skipar sveitina ásamt hinni sænsku My og hefur hún verið starfrækt í um fimm ár. „Þetta var svakalegt flott stúdíó, sem var meðal annars með skvassvelli. Við spiluðum gjarnan skvass að upptökum loknum,“ segir Guðbjörg. Húsið sem hýsir stúdíóið var upphaflega byggt af stórleikaranum Charlie Chaplin. „Tito Jackson, bróðir Michaels Jackson, bjó svo til stúdíó í húsinu.“Noah Georgeson pródúseraði plötuna en hann hefur getið sér gott orð sem samstarfsmaður Devendra Banhart og Johanna Newsom og dvöldu stúlkurnar í Los Angeles í mánuð. „Við sendum Noah skeyti því okkur langaði svo að vinna með honum og fengum svar og kýldum á þetta,“ bætir Guðbjörg við.Þær spiluðu skvass þegar upptökum lauk á kvöldin. Það er skvasssalur í stúdíóinu.Mynd/Karólína ThorarensenMy Bubba hefur ferðast um heiminn, samið og flutt samtíma þjóðlagatónlist og tekið upp tvær breiðskífur og eina stuttskífu. Þær hafa komið fram á Iceland Airwaves, Hróarskelduhátíðinni og hitað upp fyrir listamenn á borð við Matthew E. White og Nina Persson úr The Cardigans. „Á fyrstu tónleikunum okkar í Kaupmannahöfn kom ítalskur kaffihúsaeigandi til okkar og bauð okkur til Ítalíu að spila. Fljótlega hafði ítalskur bókari samband við okkur og höfum við í raun verið í ævintýraferð síðan eða í um fimm ár,“ útskýrir Guðbjörg. Þær hafa spilað á tónleikum úti um allan heim undanfarin ár. Á fyrstu tónleikunum áttu þær bara þrjú lög og því var hjólað í lagasmíðar fyrir Ítalíutúrinn en síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. „Við ætlum að fagna útgáfu plötunnar í kvöld á tónleikastaðnum Hannesarholti við Grundarstíg og ætlar Snorri Helgason að hita upp.“ Platan Goes Abroader kemur út á vegum Smekkleysu hér á landi en úti um heim allan á vegum dönsku útgáfunnar Fake Diamond. Sökum ævintýra stúlknanna undanfarin ár má líkja plötunni við eins konar heimsreisu. Frekari upplýsingar um sveitina má finna hér og miðasala fer fram á midi.is.
Airwaves Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Fleiri fréttir Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Sjá meira