Blái hnötturinn fer sigurför um heiminn Gunnar Leó Pálsson skrifar 8. maí 2014 09:00 Sagan af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason sett á svið í Danmörku og Póllandi á næstunni. vísir/valli „Þetta er mjög skemmtilegt, það er svo gaman að sjá nýtt „take“ á þessu,“ segir rithöfundurinn Andri Snær Magnason en verkið hans, Sagan af bláa hnettinum verður sett á svið í einu virtasta leikhúsi Danmerkur á næsta leikári, Borgarleikhúsinu í Álaborg. Þá er einnig verið að setja verkið upp í Gdansk í Póllandi þann 17. maí næstkomandi. „Erling Jóhannesson er að leikstýra þessu þar, þetta er samvinnuverkefni í Póllandi,“ bætir Andri Snær við. Hljómsveitin Múm, sem gerði tónlistina við upphaflegu uppsetninguna á verkinu í Þjóðleikhúsinu árið 2001, er að búa til nýja tónlist fyrir uppsetningu Bláa hnattarins í Póllandi. Leikritið hefur fyrir verið sett upp í Toronto, Lahti og Vasa í Finnlandi, Maxim Gorky í Berlín, Lucerne í Sviss og fjöldi áhugaleikhúsa hefur sett verkið upp. Blái hnötturinn er tilnefnd til UKLA-verðlaunanna í Bretlandi en verðlaunin eru ein virtustu barnabókaverðlaun Bretlands. „Ég held að þetta sé eina útlenska bókin sem tilnefnd er.“ Sagan af bláa hnettinum er komin út á 30 tungumálum og enn bætist við tungumálin. Hún kom fyrst út árið 1999. „Í umsókninni minni um Listamannalaunin árið 1998, stendur að ég ætli að skrifa barnabók sem verður endurprentuð í 200 ár,“ segir Andir Snær léttur í lundu. Sagan af Bláa hnettinum er komin út á 30 tungumálum og enn bætist við tungumálin. „Bókin er að koma út á pólsku í næstu viku og þá er hún einnig að koma út á kínversku í Taívan á næstunni. Það er alltaf gaman að koma til Asíu, næsta skref er svo bara að fara gefa bókina út í Norður Kóreu,“ segir Andri Snær og hlær. Bókin er komin út í Kína og í Suður Kóreu. Andri Snær er með mörg járn í eldinum en drög að fjórum verkum eru í bígerð. „Ég er með svona fimm ára áætlun og er með fjögur stór verkefni í pípunum en veit ekki nákvæmlega í hvaða röð þau munu fæðast.“ Menning Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
„Þetta er mjög skemmtilegt, það er svo gaman að sjá nýtt „take“ á þessu,“ segir rithöfundurinn Andri Snær Magnason en verkið hans, Sagan af bláa hnettinum verður sett á svið í einu virtasta leikhúsi Danmerkur á næsta leikári, Borgarleikhúsinu í Álaborg. Þá er einnig verið að setja verkið upp í Gdansk í Póllandi þann 17. maí næstkomandi. „Erling Jóhannesson er að leikstýra þessu þar, þetta er samvinnuverkefni í Póllandi,“ bætir Andri Snær við. Hljómsveitin Múm, sem gerði tónlistina við upphaflegu uppsetninguna á verkinu í Þjóðleikhúsinu árið 2001, er að búa til nýja tónlist fyrir uppsetningu Bláa hnattarins í Póllandi. Leikritið hefur fyrir verið sett upp í Toronto, Lahti og Vasa í Finnlandi, Maxim Gorky í Berlín, Lucerne í Sviss og fjöldi áhugaleikhúsa hefur sett verkið upp. Blái hnötturinn er tilnefnd til UKLA-verðlaunanna í Bretlandi en verðlaunin eru ein virtustu barnabókaverðlaun Bretlands. „Ég held að þetta sé eina útlenska bókin sem tilnefnd er.“ Sagan af bláa hnettinum er komin út á 30 tungumálum og enn bætist við tungumálin. Hún kom fyrst út árið 1999. „Í umsókninni minni um Listamannalaunin árið 1998, stendur að ég ætli að skrifa barnabók sem verður endurprentuð í 200 ár,“ segir Andir Snær léttur í lundu. Sagan af Bláa hnettinum er komin út á 30 tungumálum og enn bætist við tungumálin. „Bókin er að koma út á pólsku í næstu viku og þá er hún einnig að koma út á kínversku í Taívan á næstunni. Það er alltaf gaman að koma til Asíu, næsta skref er svo bara að fara gefa bókina út í Norður Kóreu,“ segir Andri Snær og hlær. Bókin er komin út í Kína og í Suður Kóreu. Andri Snær er með mörg járn í eldinum en drög að fjórum verkum eru í bígerð. „Ég er með svona fimm ára áætlun og er með fjögur stór verkefni í pípunum en veit ekki nákvæmlega í hvaða röð þau munu fæðast.“
Menning Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“