Of snemmt að segja hvort umfjöllun ljúki fyrir þinglok Brjánn Jónasson skrifar 9. apríl 2014 06:30 Tugir umsagna hafa borist utanríkismálanefnd um tillögur um að slíta viðræðum við ESB eða setja þær á ís segir Birgir Ármannsson, formaður nefndarinnar. Fréttablaðið/GVA Enn er of snemmt að segja til um hvort umfjöllun utanríkismálanefndar Alþingis um tillögur sem liggja fyrir þinginu um slit á aðildarviðræðum við ESB eða að gera hlé á viðræðunum lýkur fyrir þinglok um miðjan maí. „Það liggur fyrir að umfjöllun nefndarinnar lýkur ekki fyrir páska,“ segirBirgir Ármannsson, formaður utanríkismálanefndar. Spurður hvort umfjölluninni muni ljúka fyrir þinglok segir hann allt of snemmt að segja til um það. Frestur til að skila umsögnum um málið rann út í gær. Birgir sagðist í gær ekki vera með nýjustu tölur, en sagðist vita til þess að tugir umsagna hafi borist. Utanríkismálanefnd fjallaði í gær um skýrslu Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands um aðildarviðræður Íslands við ESB, sem kom út á mánudag. Birgir segir nokkra skýrsluhöfunda hafa komið á fund nefndarinnar og aftur sé von á skýrsluhöfundum á fund nefndarinnar síðar í vikunni. „Við áttum mjög ítarlegar og góðar umræður, menn voru ekki sammála um alla hluti, en á hinn bóginn var þessi yfirferð gagnleg fyrir nefndina,“ segir Birgir. Hann segir skýrslu Alþjóðamálastofnunar nýtast eins og önnur gögn sem nefndinni berist. „Margir kaflar eru prýðilegir, og annað hvort fylla upp í eða styðja það sem áður hefur komið fram,“ segir Birgir. „Svo eru aðrir þættir sem ég hef verið gagnrýninn á. Mér finnst skýrsluhöfundar full djarfir að draga ályktanir út frá frekar veikum forsendum,“ segir hann. Spurður hvað hann sé að vísa til nefnir hann annars vegar möguleika á sérlausnum í sjávarútvegi, og hins vegar hugsanlegan ávinning af upptöku evrunnar. Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Sjá meira
Enn er of snemmt að segja til um hvort umfjöllun utanríkismálanefndar Alþingis um tillögur sem liggja fyrir þinginu um slit á aðildarviðræðum við ESB eða að gera hlé á viðræðunum lýkur fyrir þinglok um miðjan maí. „Það liggur fyrir að umfjöllun nefndarinnar lýkur ekki fyrir páska,“ segirBirgir Ármannsson, formaður utanríkismálanefndar. Spurður hvort umfjölluninni muni ljúka fyrir þinglok segir hann allt of snemmt að segja til um það. Frestur til að skila umsögnum um málið rann út í gær. Birgir sagðist í gær ekki vera með nýjustu tölur, en sagðist vita til þess að tugir umsagna hafi borist. Utanríkismálanefnd fjallaði í gær um skýrslu Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands um aðildarviðræður Íslands við ESB, sem kom út á mánudag. Birgir segir nokkra skýrsluhöfunda hafa komið á fund nefndarinnar og aftur sé von á skýrsluhöfundum á fund nefndarinnar síðar í vikunni. „Við áttum mjög ítarlegar og góðar umræður, menn voru ekki sammála um alla hluti, en á hinn bóginn var þessi yfirferð gagnleg fyrir nefndina,“ segir Birgir. Hann segir skýrslu Alþjóðamálastofnunar nýtast eins og önnur gögn sem nefndinni berist. „Margir kaflar eru prýðilegir, og annað hvort fylla upp í eða styðja það sem áður hefur komið fram,“ segir Birgir. „Svo eru aðrir þættir sem ég hef verið gagnrýninn á. Mér finnst skýrsluhöfundar full djarfir að draga ályktanir út frá frekar veikum forsendum,“ segir hann. Spurður hvað hann sé að vísa til nefnir hann annars vegar möguleika á sérlausnum í sjávarútvegi, og hins vegar hugsanlegan ávinning af upptöku evrunnar.
Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Sjá meira