Of snemmt að segja hvort umfjöllun ljúki fyrir þinglok Brjánn Jónasson skrifar 9. apríl 2014 06:30 Tugir umsagna hafa borist utanríkismálanefnd um tillögur um að slíta viðræðum við ESB eða setja þær á ís segir Birgir Ármannsson, formaður nefndarinnar. Fréttablaðið/GVA Enn er of snemmt að segja til um hvort umfjöllun utanríkismálanefndar Alþingis um tillögur sem liggja fyrir þinginu um slit á aðildarviðræðum við ESB eða að gera hlé á viðræðunum lýkur fyrir þinglok um miðjan maí. „Það liggur fyrir að umfjöllun nefndarinnar lýkur ekki fyrir páska,“ segirBirgir Ármannsson, formaður utanríkismálanefndar. Spurður hvort umfjölluninni muni ljúka fyrir þinglok segir hann allt of snemmt að segja til um það. Frestur til að skila umsögnum um málið rann út í gær. Birgir sagðist í gær ekki vera með nýjustu tölur, en sagðist vita til þess að tugir umsagna hafi borist. Utanríkismálanefnd fjallaði í gær um skýrslu Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands um aðildarviðræður Íslands við ESB, sem kom út á mánudag. Birgir segir nokkra skýrsluhöfunda hafa komið á fund nefndarinnar og aftur sé von á skýrsluhöfundum á fund nefndarinnar síðar í vikunni. „Við áttum mjög ítarlegar og góðar umræður, menn voru ekki sammála um alla hluti, en á hinn bóginn var þessi yfirferð gagnleg fyrir nefndina,“ segir Birgir. Hann segir skýrslu Alþjóðamálastofnunar nýtast eins og önnur gögn sem nefndinni berist. „Margir kaflar eru prýðilegir, og annað hvort fylla upp í eða styðja það sem áður hefur komið fram,“ segir Birgir. „Svo eru aðrir þættir sem ég hef verið gagnrýninn á. Mér finnst skýrsluhöfundar full djarfir að draga ályktanir út frá frekar veikum forsendum,“ segir hann. Spurður hvað hann sé að vísa til nefnir hann annars vegar möguleika á sérlausnum í sjávarútvegi, og hins vegar hugsanlegan ávinning af upptöku evrunnar. Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Enn er of snemmt að segja til um hvort umfjöllun utanríkismálanefndar Alþingis um tillögur sem liggja fyrir þinginu um slit á aðildarviðræðum við ESB eða að gera hlé á viðræðunum lýkur fyrir þinglok um miðjan maí. „Það liggur fyrir að umfjöllun nefndarinnar lýkur ekki fyrir páska,“ segirBirgir Ármannsson, formaður utanríkismálanefndar. Spurður hvort umfjölluninni muni ljúka fyrir þinglok segir hann allt of snemmt að segja til um það. Frestur til að skila umsögnum um málið rann út í gær. Birgir sagðist í gær ekki vera með nýjustu tölur, en sagðist vita til þess að tugir umsagna hafi borist. Utanríkismálanefnd fjallaði í gær um skýrslu Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands um aðildarviðræður Íslands við ESB, sem kom út á mánudag. Birgir segir nokkra skýrsluhöfunda hafa komið á fund nefndarinnar og aftur sé von á skýrsluhöfundum á fund nefndarinnar síðar í vikunni. „Við áttum mjög ítarlegar og góðar umræður, menn voru ekki sammála um alla hluti, en á hinn bóginn var þessi yfirferð gagnleg fyrir nefndina,“ segir Birgir. Hann segir skýrslu Alþjóðamálastofnunar nýtast eins og önnur gögn sem nefndinni berist. „Margir kaflar eru prýðilegir, og annað hvort fylla upp í eða styðja það sem áður hefur komið fram,“ segir Birgir. „Svo eru aðrir þættir sem ég hef verið gagnrýninn á. Mér finnst skýrsluhöfundar full djarfir að draga ályktanir út frá frekar veikum forsendum,“ segir hann. Spurður hvað hann sé að vísa til nefnir hann annars vegar möguleika á sérlausnum í sjávarútvegi, og hins vegar hugsanlegan ávinning af upptöku evrunnar.
Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira