Of snemmt að segja hvort umfjöllun ljúki fyrir þinglok Brjánn Jónasson skrifar 9. apríl 2014 06:30 Tugir umsagna hafa borist utanríkismálanefnd um tillögur um að slíta viðræðum við ESB eða setja þær á ís segir Birgir Ármannsson, formaður nefndarinnar. Fréttablaðið/GVA Enn er of snemmt að segja til um hvort umfjöllun utanríkismálanefndar Alþingis um tillögur sem liggja fyrir þinginu um slit á aðildarviðræðum við ESB eða að gera hlé á viðræðunum lýkur fyrir þinglok um miðjan maí. „Það liggur fyrir að umfjöllun nefndarinnar lýkur ekki fyrir páska,“ segirBirgir Ármannsson, formaður utanríkismálanefndar. Spurður hvort umfjölluninni muni ljúka fyrir þinglok segir hann allt of snemmt að segja til um það. Frestur til að skila umsögnum um málið rann út í gær. Birgir sagðist í gær ekki vera með nýjustu tölur, en sagðist vita til þess að tugir umsagna hafi borist. Utanríkismálanefnd fjallaði í gær um skýrslu Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands um aðildarviðræður Íslands við ESB, sem kom út á mánudag. Birgir segir nokkra skýrsluhöfunda hafa komið á fund nefndarinnar og aftur sé von á skýrsluhöfundum á fund nefndarinnar síðar í vikunni. „Við áttum mjög ítarlegar og góðar umræður, menn voru ekki sammála um alla hluti, en á hinn bóginn var þessi yfirferð gagnleg fyrir nefndina,“ segir Birgir. Hann segir skýrslu Alþjóðamálastofnunar nýtast eins og önnur gögn sem nefndinni berist. „Margir kaflar eru prýðilegir, og annað hvort fylla upp í eða styðja það sem áður hefur komið fram,“ segir Birgir. „Svo eru aðrir þættir sem ég hef verið gagnrýninn á. Mér finnst skýrsluhöfundar full djarfir að draga ályktanir út frá frekar veikum forsendum,“ segir hann. Spurður hvað hann sé að vísa til nefnir hann annars vegar möguleika á sérlausnum í sjávarútvegi, og hins vegar hugsanlegan ávinning af upptöku evrunnar. Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Enn er of snemmt að segja til um hvort umfjöllun utanríkismálanefndar Alþingis um tillögur sem liggja fyrir þinginu um slit á aðildarviðræðum við ESB eða að gera hlé á viðræðunum lýkur fyrir þinglok um miðjan maí. „Það liggur fyrir að umfjöllun nefndarinnar lýkur ekki fyrir páska,“ segirBirgir Ármannsson, formaður utanríkismálanefndar. Spurður hvort umfjölluninni muni ljúka fyrir þinglok segir hann allt of snemmt að segja til um það. Frestur til að skila umsögnum um málið rann út í gær. Birgir sagðist í gær ekki vera með nýjustu tölur, en sagðist vita til þess að tugir umsagna hafi borist. Utanríkismálanefnd fjallaði í gær um skýrslu Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands um aðildarviðræður Íslands við ESB, sem kom út á mánudag. Birgir segir nokkra skýrsluhöfunda hafa komið á fund nefndarinnar og aftur sé von á skýrsluhöfundum á fund nefndarinnar síðar í vikunni. „Við áttum mjög ítarlegar og góðar umræður, menn voru ekki sammála um alla hluti, en á hinn bóginn var þessi yfirferð gagnleg fyrir nefndina,“ segir Birgir. Hann segir skýrslu Alþjóðamálastofnunar nýtast eins og önnur gögn sem nefndinni berist. „Margir kaflar eru prýðilegir, og annað hvort fylla upp í eða styðja það sem áður hefur komið fram,“ segir Birgir. „Svo eru aðrir þættir sem ég hef verið gagnrýninn á. Mér finnst skýrsluhöfundar full djarfir að draga ályktanir út frá frekar veikum forsendum,“ segir hann. Spurður hvað hann sé að vísa til nefnir hann annars vegar möguleika á sérlausnum í sjávarútvegi, og hins vegar hugsanlegan ávinning af upptöku evrunnar.
Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira