Áhorfendur ákveða næsta lag Gunnar Leó Pálsson skrifar 27. mars 2014 19:00 SamSam skemmtir á Café Rosenberg í kvöld. Mynd/Hanna Gestsdótti „Við erum búnar að vera í smá pásu út af Eurovision og höfum saknað strákanna mikið. Það verður gaman að syngja lögin okkar aftur,“ segir söngkonan og fyrrverandi knattspyrnukonan Greta Mjöll Samúelsdóttir, en hún kemur fram ásamt systur sinni, Hófí Samúelsdóttur, og hljómsveitinni þeirra, SamSam, á Café Rosenberg í kvöld. Með þeim leika Guðmundur Reynir Gunnarsson á píanó, betur þekktur sem Mummi, Marínó Geir Lillendahl á trommur, Fannar Freyr Magnússon á gítar og Sigurgeir Skafti Flosason á bassa. SamSam ætlar að leika efni af óútkominni plötu en fyrsta plata sveitarinnar kemur út í haust. Áður hefur bandið gefið út lögin House og Awesome. „Við ætlum að láta áhorfendur á tónleikunum ákveða hvaða lag á að fara í upptökur næst, því við erum svo óákveðnar sjálfar,“ segir Greta Mjöll létt í lundu. Hún söng lagið Eftir eitt lag í Söngvakeppni Sjónvarpsins fyrir skömmu. „Að sjálfsögðu ætlum við að taka slagarann og júrópæjurnar Ásta Björg og Rakel slást í hópinn,“ segir Greta Mjöll. Þær Ásta Björg Björgvinsdóttir og Rakel Pálsdóttir ætla einnig að hita upp með nokkrum frumsömdum lögum og þá ætla Lúxordrengirnir Arnar Jónsson og Edgar Smári Atlason að syngja nokkur lög. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30 og er miðaverð 1.500 krónur. Tónlist Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
„Við erum búnar að vera í smá pásu út af Eurovision og höfum saknað strákanna mikið. Það verður gaman að syngja lögin okkar aftur,“ segir söngkonan og fyrrverandi knattspyrnukonan Greta Mjöll Samúelsdóttir, en hún kemur fram ásamt systur sinni, Hófí Samúelsdóttur, og hljómsveitinni þeirra, SamSam, á Café Rosenberg í kvöld. Með þeim leika Guðmundur Reynir Gunnarsson á píanó, betur þekktur sem Mummi, Marínó Geir Lillendahl á trommur, Fannar Freyr Magnússon á gítar og Sigurgeir Skafti Flosason á bassa. SamSam ætlar að leika efni af óútkominni plötu en fyrsta plata sveitarinnar kemur út í haust. Áður hefur bandið gefið út lögin House og Awesome. „Við ætlum að láta áhorfendur á tónleikunum ákveða hvaða lag á að fara í upptökur næst, því við erum svo óákveðnar sjálfar,“ segir Greta Mjöll létt í lundu. Hún söng lagið Eftir eitt lag í Söngvakeppni Sjónvarpsins fyrir skömmu. „Að sjálfsögðu ætlum við að taka slagarann og júrópæjurnar Ásta Björg og Rakel slást í hópinn,“ segir Greta Mjöll. Þær Ásta Björg Björgvinsdóttir og Rakel Pálsdóttir ætla einnig að hita upp með nokkrum frumsömdum lögum og þá ætla Lúxordrengirnir Arnar Jónsson og Edgar Smári Atlason að syngja nokkur lög. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30 og er miðaverð 1.500 krónur.
Tónlist Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira