Fáir læknar áminntir vegna vanrækslu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 25. mars 2014 07:00 Í Danmörku er hægt að fá upplýsingar um áminningar lækna en það er ekki heimilt á Íslandi á grundvelli upplýsingalaga. fréttablaðið/vilhelm Á síðastliðnum sex árum hafa fimmtán heilbrigðisstarfsmenn fengið áminningu frá landlækni og þar af tíu læknar. Ástæða áminninga var í flestum tilfellum áfengis- og/eða lyfjamisnotkun. Þrisvar hefur læknir verið sviptur starfsleyfi í kjölfar áminningar á þessu tímabili, í einu tilfelli var svipting takmörkuð við ávísun ávanabindandi lyfja og í tveimur tilfellum var það vegna vanrækslu eða brota á starfsskyldum. Það eru einu tilfellin af þessum fimmtán sem tengjast vanrækslu eða atvikum sem valda sjúklingum heilsutjóni. Aftur á móti barst landlækni á árinu 2012 á annað hundrað formlegra kvartana vegna meintrar vanrækslu, mistaka eða ótilhlýðilegrar framkomu við veitingu heilbrigðisþjónustu.Dagrún hálfdánardóttir, lögfræðingur hjá embætti landlæknis, segir ekki alltaf áminnt þótt mistök hafi orðið í starfi.Mynd/aðsendDagrún Hálfdánardóttir er lögfræðingur hjá Embætti landlæknis. Aðspurð hvort áminningar til lækna séu ekki fáar samanborið við fjölda kvartana, segir hún ekki alltaf áminnt þótt mistök hafi orðið í starfi. „Komist landlæknir að þeirri niðurstöðu að starfsmanni hafi orðið á mistök í starfi kemur til greina að veita starfsmanni tilmæli, áminna hann, svipta hann starfsleyfi eða gera ekkert. Hvert mál er rannsakað í þaula og mistökin eða vanrækslan getur verið smávægileg eða atvik átt sér eðlilegar skýringar,“ segir Dagrún. Þegar einstaklingar höfða skaðabótamál vegna heilsutjóns við læknismeðferð er mál höfðað gegn heilbrigðisstofnuninni, ekki einstökum starfsmanni. Jafnvel þótt sök starfsmanns sannist hefur sakfelling engar afleiðingar fyrir viðkomandi. Dagrún segir landlækni sjá um eftirlitið með starfsmönnunum og taka ákvarðanir um afleiðingar út frá eigin rannsókn á hverju máli. Í Danmörku geta sjúklingar leitað sér upplýsinga um hvort læknar hafi verið áminntir af heilbrigðisyfirvöldum. Slíkt er ekki heimilt á Íslandi á grundvelli upplýsingalaga þar sem litið er svo á að um einkahagsmuni viðkomandi sé að ræða. Tengdar fréttir Heimasíða um andlát eiginmannsins Ástríður Pálsdóttir hefur opnað heimasíðu með öllum gögnum um sjúkralegu og andlát eiginmanns síns og um samskipti sín við starfsmenn heilbrigðiskerfisins vegna málsins. 24. mars 2014 07:00 Þriðjungur fær bætur vegna heilsutjóns Tilkynningum um heilsutjón vegna sjúkdómsmeðferðar hefur fjölgað mikið frá því ný lög tóku gildi árið 2001. Af 110 málum árið 2012 var 91 synjað eða vísað frá. 20. mars 2014 09:16 Skaðabótamál vegna heilsutjóns þung og erfið Mikil sönnunarbyrði, seinleg öflun gagna og lítið læknasamfélag á Íslandi gera málin þung í framkvæmd. 24. mars 2014 07:00 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Fleiri fréttir Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Sjá meira
Á síðastliðnum sex árum hafa fimmtán heilbrigðisstarfsmenn fengið áminningu frá landlækni og þar af tíu læknar. Ástæða áminninga var í flestum tilfellum áfengis- og/eða lyfjamisnotkun. Þrisvar hefur læknir verið sviptur starfsleyfi í kjölfar áminningar á þessu tímabili, í einu tilfelli var svipting takmörkuð við ávísun ávanabindandi lyfja og í tveimur tilfellum var það vegna vanrækslu eða brota á starfsskyldum. Það eru einu tilfellin af þessum fimmtán sem tengjast vanrækslu eða atvikum sem valda sjúklingum heilsutjóni. Aftur á móti barst landlækni á árinu 2012 á annað hundrað formlegra kvartana vegna meintrar vanrækslu, mistaka eða ótilhlýðilegrar framkomu við veitingu heilbrigðisþjónustu.Dagrún hálfdánardóttir, lögfræðingur hjá embætti landlæknis, segir ekki alltaf áminnt þótt mistök hafi orðið í starfi.Mynd/aðsendDagrún Hálfdánardóttir er lögfræðingur hjá Embætti landlæknis. Aðspurð hvort áminningar til lækna séu ekki fáar samanborið við fjölda kvartana, segir hún ekki alltaf áminnt þótt mistök hafi orðið í starfi. „Komist landlæknir að þeirri niðurstöðu að starfsmanni hafi orðið á mistök í starfi kemur til greina að veita starfsmanni tilmæli, áminna hann, svipta hann starfsleyfi eða gera ekkert. Hvert mál er rannsakað í þaula og mistökin eða vanrækslan getur verið smávægileg eða atvik átt sér eðlilegar skýringar,“ segir Dagrún. Þegar einstaklingar höfða skaðabótamál vegna heilsutjóns við læknismeðferð er mál höfðað gegn heilbrigðisstofnuninni, ekki einstökum starfsmanni. Jafnvel þótt sök starfsmanns sannist hefur sakfelling engar afleiðingar fyrir viðkomandi. Dagrún segir landlækni sjá um eftirlitið með starfsmönnunum og taka ákvarðanir um afleiðingar út frá eigin rannsókn á hverju máli. Í Danmörku geta sjúklingar leitað sér upplýsinga um hvort læknar hafi verið áminntir af heilbrigðisyfirvöldum. Slíkt er ekki heimilt á Íslandi á grundvelli upplýsingalaga þar sem litið er svo á að um einkahagsmuni viðkomandi sé að ræða.
Tengdar fréttir Heimasíða um andlát eiginmannsins Ástríður Pálsdóttir hefur opnað heimasíðu með öllum gögnum um sjúkralegu og andlát eiginmanns síns og um samskipti sín við starfsmenn heilbrigðiskerfisins vegna málsins. 24. mars 2014 07:00 Þriðjungur fær bætur vegna heilsutjóns Tilkynningum um heilsutjón vegna sjúkdómsmeðferðar hefur fjölgað mikið frá því ný lög tóku gildi árið 2001. Af 110 málum árið 2012 var 91 synjað eða vísað frá. 20. mars 2014 09:16 Skaðabótamál vegna heilsutjóns þung og erfið Mikil sönnunarbyrði, seinleg öflun gagna og lítið læknasamfélag á Íslandi gera málin þung í framkvæmd. 24. mars 2014 07:00 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Fleiri fréttir Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Sjá meira
Heimasíða um andlát eiginmannsins Ástríður Pálsdóttir hefur opnað heimasíðu með öllum gögnum um sjúkralegu og andlát eiginmanns síns og um samskipti sín við starfsmenn heilbrigðiskerfisins vegna málsins. 24. mars 2014 07:00
Þriðjungur fær bætur vegna heilsutjóns Tilkynningum um heilsutjón vegna sjúkdómsmeðferðar hefur fjölgað mikið frá því ný lög tóku gildi árið 2001. Af 110 málum árið 2012 var 91 synjað eða vísað frá. 20. mars 2014 09:16
Skaðabótamál vegna heilsutjóns þung og erfið Mikil sönnunarbyrði, seinleg öflun gagna og lítið læknasamfélag á Íslandi gera málin þung í framkvæmd. 24. mars 2014 07:00