Gaf Kasparov skartgrip Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 13. mars 2014 09:00 Vel fór á með Garry Kasparov og Jóhannesi. Mynd/Einkasafn „Ég kannast við fólk í Skáksambandi Íslands og fékk að hitta á kallinn. Hann valdi sér hring sem ég gaf honum ásamt lyklakippu úr silfri með mynd af gömlu Íslandskorti,“ segir gullsmiðurinn Jóhannes Ottósson, maðurinn á bak við skartgripamerkið NOX. Hann gaf skákmeistaranum Garry Kasparov hönnun sína enda hefur hann ávallt borið virðingu fyrir honum. „Ég átti ekki margar hetjur þegar ég var yngri en þetta er eitt af nöfnunum sem ég þekkti. Ég er ekkert á kafi í skák en ég hef fylgst með honum reglulega í gegnum tíðina. Hann flutti til Bandaríkjanna fyrir tveimur árum og getur aldrei snúið aftur heim til Rússlands þannig að hann er pólitískur flóttamaður. Það kemur fyrir marga snillinga þegar þeir opna á sér munninn og grýta sér í kerfið. Ég ber mikla virðingu fyrir honum, bæði fyrir það sem hann er sem skákmeistari og líka fyrir það sem hann stendur sem aðgerðasinni,“ segir Jóhannes. Hann segir Kasparov hafa viljað fræðast mikið um land og þjóð sem og hringinn sem hann valdi sér sem er innblásinn af íslensku landvættunum. „Hann var mjög hrifinn af sögunni um íslensku landvættirnar og vildi fá útskýringar á hverjum hring. Hann vildi ekki drekann því hann stendur fyrir austur – hann vildi ekkert úr austri. Það endaði á því að hann valdi örninn sem stendur fyrir vestur. Hann var mjög hrifinn af sögu Íslendinga og spurði mikið. Það var skemmtilegt að ræða við hann. Hann var ekki með neina stjörnustæla og gaf sér tíma til að spyrja út í hlutina þótt hann hefði í nægu að snúast.“ John Grant vill ólmur fá að smíða sína eigin skartgripi hjá Jóhannesi einhvern tímann.Aðspurður hvort þeir félagar hafi tekið skák segir Jóhannes það ekki vera. „Ég held að við hefðum ekki þurft að spyrja að leikslokum í þeirri skák,“ segir hann glaður í bragði. Jóhannes hefur líka komist í kynni við tónlistarmanninn og Íslandsvininn John Grant, sem einnig á hring eftir hann. „Ég var rosalega ánægður þegar ég heyrði að hann væri að þvælast á Íslandi. Ég fór út að borða með honum, hann valdi sér hring og síðan hittumst við síðar á tónleikum í Hörpu. Hann er mjög kúl persóna og bað meira að segja um að fá að koma heim á verkstæðið mitt og smíða eitthvað sjálfur,“ segir Jóhannes sem stefnir á að taka hann á orðinu í nánustu framtíð. „Akkúrat í augnablikinu hef ég ekki mikinn tíma til að leika mér á verkstæðinu,“ bætir Jóhannes við, enda nóg að gera hjá honum að undirbúa sýningu á Hönnunarmars sem fer fram í Hörpu síðustu helgina í mars. „Það verður skemmtilegt samspil þar sem 23 til 25 gullsmiðir taka þátt en þeir eru allir í Félagi íslenskra gullsmíða sem er fagfélag. Þar mun ég sýna risastóran módelhlut úr nýju kvenmannslínunni minni Berg. Ég er að klára línuna núna og óvíst hvenær hún fer í sölu en það verður innan skamms. Ég vil að allt sem kemur frá mér sé 110 prósent. Ef ég er ekki ánægður þá verða viðskiptavinir mínir það ekki heldur. HönnunarMars Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira
„Ég kannast við fólk í Skáksambandi Íslands og fékk að hitta á kallinn. Hann valdi sér hring sem ég gaf honum ásamt lyklakippu úr silfri með mynd af gömlu Íslandskorti,“ segir gullsmiðurinn Jóhannes Ottósson, maðurinn á bak við skartgripamerkið NOX. Hann gaf skákmeistaranum Garry Kasparov hönnun sína enda hefur hann ávallt borið virðingu fyrir honum. „Ég átti ekki margar hetjur þegar ég var yngri en þetta er eitt af nöfnunum sem ég þekkti. Ég er ekkert á kafi í skák en ég hef fylgst með honum reglulega í gegnum tíðina. Hann flutti til Bandaríkjanna fyrir tveimur árum og getur aldrei snúið aftur heim til Rússlands þannig að hann er pólitískur flóttamaður. Það kemur fyrir marga snillinga þegar þeir opna á sér munninn og grýta sér í kerfið. Ég ber mikla virðingu fyrir honum, bæði fyrir það sem hann er sem skákmeistari og líka fyrir það sem hann stendur sem aðgerðasinni,“ segir Jóhannes. Hann segir Kasparov hafa viljað fræðast mikið um land og þjóð sem og hringinn sem hann valdi sér sem er innblásinn af íslensku landvættunum. „Hann var mjög hrifinn af sögunni um íslensku landvættirnar og vildi fá útskýringar á hverjum hring. Hann vildi ekki drekann því hann stendur fyrir austur – hann vildi ekkert úr austri. Það endaði á því að hann valdi örninn sem stendur fyrir vestur. Hann var mjög hrifinn af sögu Íslendinga og spurði mikið. Það var skemmtilegt að ræða við hann. Hann var ekki með neina stjörnustæla og gaf sér tíma til að spyrja út í hlutina þótt hann hefði í nægu að snúast.“ John Grant vill ólmur fá að smíða sína eigin skartgripi hjá Jóhannesi einhvern tímann.Aðspurður hvort þeir félagar hafi tekið skák segir Jóhannes það ekki vera. „Ég held að við hefðum ekki þurft að spyrja að leikslokum í þeirri skák,“ segir hann glaður í bragði. Jóhannes hefur líka komist í kynni við tónlistarmanninn og Íslandsvininn John Grant, sem einnig á hring eftir hann. „Ég var rosalega ánægður þegar ég heyrði að hann væri að þvælast á Íslandi. Ég fór út að borða með honum, hann valdi sér hring og síðan hittumst við síðar á tónleikum í Hörpu. Hann er mjög kúl persóna og bað meira að segja um að fá að koma heim á verkstæðið mitt og smíða eitthvað sjálfur,“ segir Jóhannes sem stefnir á að taka hann á orðinu í nánustu framtíð. „Akkúrat í augnablikinu hef ég ekki mikinn tíma til að leika mér á verkstæðinu,“ bætir Jóhannes við, enda nóg að gera hjá honum að undirbúa sýningu á Hönnunarmars sem fer fram í Hörpu síðustu helgina í mars. „Það verður skemmtilegt samspil þar sem 23 til 25 gullsmiðir taka þátt en þeir eru allir í Félagi íslenskra gullsmíða sem er fagfélag. Þar mun ég sýna risastóran módelhlut úr nýju kvenmannslínunni minni Berg. Ég er að klára línuna núna og óvíst hvenær hún fer í sölu en það verður innan skamms. Ég vil að allt sem kemur frá mér sé 110 prósent. Ef ég er ekki ánægður þá verða viðskiptavinir mínir það ekki heldur.
HönnunarMars Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira