Segja fordæmalausar blekkingar vera í frumvarpi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 10. mars 2014 07:00 Til að áhafnir flugvéla fái aðgangsheimild að haftasvæði flugverndar þurfa þær að hljóta jákvæða umsögn Ríkislögreglustjóra eftir bakgrunnsathugun embættisins. vísir/valli Íslenskir atvinnuflugmenn mótmæla því að Ríkislögreglustjóri fái auknar heimildir til að afla persónuupplýsinga við bakgrunnsathuganir á flugáhöfnum í umsögn um frumvarp innanríkisráðherra. „Með fyrirhugaðri lagasetningu er gengið lengra í öflun persónuupplýsinga en getur talið eðlilegt. Með þessum heimildum er hægt að svipta flugmenn atvinnu sinni með ómálefnalegum sjónarmiðum. Slíkt verður ekki látið óátalið,“ segir Sindri Sveinsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) um umsögn félagsins. Frumvarpið er nú til umfjöllunar hjá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Verði það að lögum fær ríkislögreglustjóri auknar heimildir til að kanna fjárhagsleg mál og einkamál fyrir rétti. Í umsögn FÍA segir meðal annars að í frumvarpinu sé leitast við að renna lagastoð undir hina ólögmætu og ómálefnalegu upplýsingaöflun Ríkislögreglustjóra og það að frumkvæði embættisins eins og komi ítrekað fram í athugasemdum með frumvarpinu. Samt sem áður hafi Persónuvernd úrskurðað að ekki væri lagastoð fyrir upplýsingaöfluninni vegna réttarins til friðhelgi einkalífs og atvinnufrelsis. Einnig segir í umsögninni að lagabreytingatillögur sem lagðar eru til og samdar af embættismönnum ráðuneytisins, séu rökstuddar fyrir Alþingi og alþjóð með fordæmalausum blekkingum.Sindri Sveinsson, framkvæmdastjóri FÍA, vill vita hvaða alþjóðlegu reglugerðir er verið að vísa til í frumvarpinu.Vísir/aðsendBlekkingarnar sem FÍA vísar til er sá rökstuðningur að breyta þurfi lögunum á grundvelli alþjóðlegra krafna um flugvernd. En FÍA spyr til hvaða alþjóðlegu krafna sé verið að vísa og hvers vegna þær kröfur séu ekki viðhafðar í öðrum löndum Evrópu. Í svari Ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Fréttablaðsins, segir að vísað sé til alþjóðlegra skuldbindinga og reglna vegna öryggis í flugsamgöngum. Bent er á að leita til flugmálayfirvalda sem hafi forræði í þessum málaflokki með frekari fyrirspurnir þar sem bakgrunnsathuganir séu á forræði flugmálayfirvalda og hlutverk Ríkislögreglustjóra sé að aðstoða flugmálayfirvöld. Í umfjöllun um 11. grein frumvarpsins kemur fram að byggt sé á mati Ríkislögreglustjóra um að auka þurfi heimildir. Embætti ríkislögreglustjóra hafnar því að sá texti sé frá embættinu kominn. Sindri segir flugmálayfirvöld ekki hafa beðið um auknar valdheimildir til persónurannsókna heldur Ríkislögreglustjóra og því ætti hann að svara fyrir það. „Ef textinn kemur ekki frá Ríkislögreglustjóra, hvaðan kemur hann þá og beiðnin um auknar heimildir? Er ekki hægt að benda á til hvaða reglugerða er verið að vísa og þá hvaða greinar þeirra er um að ræða?“ spyr Sindri en FÍA hefur ekki fundið reglugerðir þessa efnis þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.Lögin eru æðri úrskurði Persónuverndar Hörður Helgi Helgason, settur forstjóri Persónuverndar, segir löggjafann í sjálfu sér ekki vera að fara fram hjá úrskurði Persónuverndar með því að breyta lögunum. „Löggjafinn er æðri úrskurði Persónuverndar og okkar hlutverk er að úrskurða eftir lögunum eins og þau eru á hverjum tíma.“ Hörður segir að á fimmtudag muni stjórn Persónuverndar afgreiða umsögn um lagafrumvarpið á fundi sínum. Þangað til geti hann lítið tjáð sig um málið. Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira
Íslenskir atvinnuflugmenn mótmæla því að Ríkislögreglustjóri fái auknar heimildir til að afla persónuupplýsinga við bakgrunnsathuganir á flugáhöfnum í umsögn um frumvarp innanríkisráðherra. „Með fyrirhugaðri lagasetningu er gengið lengra í öflun persónuupplýsinga en getur talið eðlilegt. Með þessum heimildum er hægt að svipta flugmenn atvinnu sinni með ómálefnalegum sjónarmiðum. Slíkt verður ekki látið óátalið,“ segir Sindri Sveinsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) um umsögn félagsins. Frumvarpið er nú til umfjöllunar hjá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Verði það að lögum fær ríkislögreglustjóri auknar heimildir til að kanna fjárhagsleg mál og einkamál fyrir rétti. Í umsögn FÍA segir meðal annars að í frumvarpinu sé leitast við að renna lagastoð undir hina ólögmætu og ómálefnalegu upplýsingaöflun Ríkislögreglustjóra og það að frumkvæði embættisins eins og komi ítrekað fram í athugasemdum með frumvarpinu. Samt sem áður hafi Persónuvernd úrskurðað að ekki væri lagastoð fyrir upplýsingaöfluninni vegna réttarins til friðhelgi einkalífs og atvinnufrelsis. Einnig segir í umsögninni að lagabreytingatillögur sem lagðar eru til og samdar af embættismönnum ráðuneytisins, séu rökstuddar fyrir Alþingi og alþjóð með fordæmalausum blekkingum.Sindri Sveinsson, framkvæmdastjóri FÍA, vill vita hvaða alþjóðlegu reglugerðir er verið að vísa til í frumvarpinu.Vísir/aðsendBlekkingarnar sem FÍA vísar til er sá rökstuðningur að breyta þurfi lögunum á grundvelli alþjóðlegra krafna um flugvernd. En FÍA spyr til hvaða alþjóðlegu krafna sé verið að vísa og hvers vegna þær kröfur séu ekki viðhafðar í öðrum löndum Evrópu. Í svari Ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Fréttablaðsins, segir að vísað sé til alþjóðlegra skuldbindinga og reglna vegna öryggis í flugsamgöngum. Bent er á að leita til flugmálayfirvalda sem hafi forræði í þessum málaflokki með frekari fyrirspurnir þar sem bakgrunnsathuganir séu á forræði flugmálayfirvalda og hlutverk Ríkislögreglustjóra sé að aðstoða flugmálayfirvöld. Í umfjöllun um 11. grein frumvarpsins kemur fram að byggt sé á mati Ríkislögreglustjóra um að auka þurfi heimildir. Embætti ríkislögreglustjóra hafnar því að sá texti sé frá embættinu kominn. Sindri segir flugmálayfirvöld ekki hafa beðið um auknar valdheimildir til persónurannsókna heldur Ríkislögreglustjóra og því ætti hann að svara fyrir það. „Ef textinn kemur ekki frá Ríkislögreglustjóra, hvaðan kemur hann þá og beiðnin um auknar heimildir? Er ekki hægt að benda á til hvaða reglugerða er verið að vísa og þá hvaða greinar þeirra er um að ræða?“ spyr Sindri en FÍA hefur ekki fundið reglugerðir þessa efnis þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.Lögin eru æðri úrskurði Persónuverndar Hörður Helgi Helgason, settur forstjóri Persónuverndar, segir löggjafann í sjálfu sér ekki vera að fara fram hjá úrskurði Persónuverndar með því að breyta lögunum. „Löggjafinn er æðri úrskurði Persónuverndar og okkar hlutverk er að úrskurða eftir lögunum eins og þau eru á hverjum tíma.“ Hörður segir að á fimmtudag muni stjórn Persónuverndar afgreiða umsögn um lagafrumvarpið á fundi sínum. Þangað til geti hann lítið tjáð sig um málið.
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira