„Varðar ekki almannaöryggi þótt flugmaður standi í forræðisdeilu“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 4. mars 2014 10:19 Til að flugmenn geti farið um Keflavíkurflugvöll þurfa þeir að standast bakgrunnsskoðun ríkislögreglustjóra. vísir/valli Aðalfundur Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) gagnrýnir lagafrumvarp innanríkisráðherra sem veitir ríkislögreglustjóra heimildir til að afla persónulegra upplýsinga um flugmenn. Um er að ræða upplýsingar um hvort viðkomandi eigi aðild að einkamáli fyrir dómstólum, sé á skrá Creditinfo yfir fjárhagsmálefni og lánstraust auk upplýsinga um hjúskaparstöðu viðkomandi. Sambærilegra upplýsinga má afla um maka eða sambýling. Öflun þessara upplýsinga er liður í bakgrunnsskoðun á starfsmönnum sem fara í gegnum Keflavíkurflugvöll, til að tryggja öryggi og gæta almannahagsmuna. Hafsteinn Pálsson, formaður FÍA, segir eðlilegt að bakgrunnsathuganir séu gerðar til að sannreyna hver viðkomandi er og athuga hvort hann hafi hlotið dóm en hér sé gengið of nærri friðhelgi einkalífsins. „Ég skil ekki hvernig það varðar almannaöryggi hvort einhver standi í forræðisdeilu, eigi í nágrannaerjum eða hversu mikið viðkomandi skuldi í húsinu sínu. Það gerir flugmanninn ekki að óheiðarlegum eða hættulegum manni,“ segir Hafsteinn. FÍA kærði þessar athuganir til Persónuverndar þegar þær birtust fyrst á eyðublaði félagsmanna árið 2012. Persónuvernd úrskurðaði fyrir ári að öflun þessara upplýsinga væri ríkislögreglustjóra óheimil á grundvelli ákvæða mannréttindalaga um friðhelgi einkalífsins og rétt til atvinnu.Hafsteinn Pálsson, formaður FÍA.Hafsteinn segir viðbrögð stjórnvalda við þeim dómi vera að lögleiða þessar persónurannsóknir. „Ríkislögreglustjóri fullyrðir að verið sé að uppfylla reglur ESB en þær reglur hef ég hvergi séð. Samkvæmt frumvarpinu mun Ísland ganga mun lengra en önnur Evrópuríki í persónunjósnum við framkvæmd bakgrunnsathugana. Þetta minnir á ástandið sem var í Austur-Evrópu á tímum kalda stríðsins.“ Hann segir að með frumvarpinu sé valtað yfir úrskurð Persónuverndar. Einnig að um mikið hagsmunamál sé að ræða þar sem flugmenn séu háðir því að fá samþykkta bakgrunnsskoðun til að geta stundað sína atvinnu. „Þetta varðar starfsöryggi og afkomu félagsmanna og fjölskyldna þeirra. Samt sem áður var ekki haft samband við eitt einasta hagsmunafélag við gerð frumvarpsins og leitað álits.“ Í svari sem birtist á vef Ríkislögreglustjóra er fullyrðingu FÍA um aðför að starfsöryggi og afkomu félagsmanna hafnað og áréttað að bakgrunnsathuganir „eru til þess ætlaðar að efla öryggi í flugi og á flugvöllum og eru samkvæmt alþjóðakröfum um flugvernd“. Endurskoða þurfi lagaheimildir er varða bakgrunnsathuganir og kveða skýrt á um hvað skuli athuga hjá viðkomandi og hvaða ástæður geta valdið neikvæðri umsögn.Óvönduð vinnubrögð ríkislögreglustjóraNýlegt dæmi af félagsmanni FÍA sýnir hversu alvarlegar afleiðingar bakgrunnsskoðun getur haft á líf og starf flugmanna. Nýlegt dæmi af félagsmanni FÍA sýnir hversu alvarlegar afleiðingar bakgrunnsskoðun getur haft á líf og starf flugmanna. Flugmaðurinn svaraði spurningu um hvort hann hefði einhvern tímann tekið þátt í ólöglegu athæfi. Hann taldi sig þurfa að útskýra að hann hefði tekið gengislán hjá Íslandsbanka, sem síðar voru dæmd ólögleg. Í framhaldi af því var hann kallaður á fund þar sem hann útskýrði betur hlið sína og baðst afsökunar á misskilningi. Í kjölfarið var honum samt sem áður hafnað um bakgrunnsskoðun. Það þýðir að hann hafði ekki leyfi til að fara í gegnum Keflavíkurflugvöll og stóð þar af leiðandi frammi fyrir því að geta ekki stundað starf sitt. FÍA kærði málið til innanríkisráðuneytisins sem sagði höfnunina ómálefnalega og var hún dregin til baka. „Þetta dæmi sýnir að ríkislögreglustjóri stendur ekki faglega að athuguninni og við óttumst þessi vinnubrögð," segir Hafsteinn. „Með auknum heimildum fást fleiri fletir sem gætu haft áhrif á bakgrunnsskoðun. Þetta eru atriði sem hafa ekkert með flugöryggi að gera en ógna um leið verulega starfsöryggi flugmanna." Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Sjá meira
Aðalfundur Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) gagnrýnir lagafrumvarp innanríkisráðherra sem veitir ríkislögreglustjóra heimildir til að afla persónulegra upplýsinga um flugmenn. Um er að ræða upplýsingar um hvort viðkomandi eigi aðild að einkamáli fyrir dómstólum, sé á skrá Creditinfo yfir fjárhagsmálefni og lánstraust auk upplýsinga um hjúskaparstöðu viðkomandi. Sambærilegra upplýsinga má afla um maka eða sambýling. Öflun þessara upplýsinga er liður í bakgrunnsskoðun á starfsmönnum sem fara í gegnum Keflavíkurflugvöll, til að tryggja öryggi og gæta almannahagsmuna. Hafsteinn Pálsson, formaður FÍA, segir eðlilegt að bakgrunnsathuganir séu gerðar til að sannreyna hver viðkomandi er og athuga hvort hann hafi hlotið dóm en hér sé gengið of nærri friðhelgi einkalífsins. „Ég skil ekki hvernig það varðar almannaöryggi hvort einhver standi í forræðisdeilu, eigi í nágrannaerjum eða hversu mikið viðkomandi skuldi í húsinu sínu. Það gerir flugmanninn ekki að óheiðarlegum eða hættulegum manni,“ segir Hafsteinn. FÍA kærði þessar athuganir til Persónuverndar þegar þær birtust fyrst á eyðublaði félagsmanna árið 2012. Persónuvernd úrskurðaði fyrir ári að öflun þessara upplýsinga væri ríkislögreglustjóra óheimil á grundvelli ákvæða mannréttindalaga um friðhelgi einkalífsins og rétt til atvinnu.Hafsteinn Pálsson, formaður FÍA.Hafsteinn segir viðbrögð stjórnvalda við þeim dómi vera að lögleiða þessar persónurannsóknir. „Ríkislögreglustjóri fullyrðir að verið sé að uppfylla reglur ESB en þær reglur hef ég hvergi séð. Samkvæmt frumvarpinu mun Ísland ganga mun lengra en önnur Evrópuríki í persónunjósnum við framkvæmd bakgrunnsathugana. Þetta minnir á ástandið sem var í Austur-Evrópu á tímum kalda stríðsins.“ Hann segir að með frumvarpinu sé valtað yfir úrskurð Persónuverndar. Einnig að um mikið hagsmunamál sé að ræða þar sem flugmenn séu háðir því að fá samþykkta bakgrunnsskoðun til að geta stundað sína atvinnu. „Þetta varðar starfsöryggi og afkomu félagsmanna og fjölskyldna þeirra. Samt sem áður var ekki haft samband við eitt einasta hagsmunafélag við gerð frumvarpsins og leitað álits.“ Í svari sem birtist á vef Ríkislögreglustjóra er fullyrðingu FÍA um aðför að starfsöryggi og afkomu félagsmanna hafnað og áréttað að bakgrunnsathuganir „eru til þess ætlaðar að efla öryggi í flugi og á flugvöllum og eru samkvæmt alþjóðakröfum um flugvernd“. Endurskoða þurfi lagaheimildir er varða bakgrunnsathuganir og kveða skýrt á um hvað skuli athuga hjá viðkomandi og hvaða ástæður geta valdið neikvæðri umsögn.Óvönduð vinnubrögð ríkislögreglustjóraNýlegt dæmi af félagsmanni FÍA sýnir hversu alvarlegar afleiðingar bakgrunnsskoðun getur haft á líf og starf flugmanna. Nýlegt dæmi af félagsmanni FÍA sýnir hversu alvarlegar afleiðingar bakgrunnsskoðun getur haft á líf og starf flugmanna. Flugmaðurinn svaraði spurningu um hvort hann hefði einhvern tímann tekið þátt í ólöglegu athæfi. Hann taldi sig þurfa að útskýra að hann hefði tekið gengislán hjá Íslandsbanka, sem síðar voru dæmd ólögleg. Í framhaldi af því var hann kallaður á fund þar sem hann útskýrði betur hlið sína og baðst afsökunar á misskilningi. Í kjölfarið var honum samt sem áður hafnað um bakgrunnsskoðun. Það þýðir að hann hafði ekki leyfi til að fara í gegnum Keflavíkurflugvöll og stóð þar af leiðandi frammi fyrir því að geta ekki stundað starf sitt. FÍA kærði málið til innanríkisráðuneytisins sem sagði höfnunina ómálefnalega og var hún dregin til baka. „Þetta dæmi sýnir að ríkislögreglustjóri stendur ekki faglega að athuguninni og við óttumst þessi vinnubrögð," segir Hafsteinn. „Með auknum heimildum fást fleiri fletir sem gætu haft áhrif á bakgrunnsskoðun. Þetta eru atriði sem hafa ekkert með flugöryggi að gera en ógna um leið verulega starfsöryggi flugmanna."
Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Sjá meira