Fjölskylduhrollvekja Gunnar Leó Pálsson skrifar 28. febrúar 2014 09:00 Björn Hlynur Haraldsson og Gísli Örn Garðarson leika bræður í myndinni. mynd/einkasafn Nýr íslenskur sálfræðitryllir lítur dagsins ljós í sumar og ber kvikmyndin nafnið Grafir og bein. Það sem er athyglisvert er að hópurinn sem tengist myndinni er tengdur miklum fjölskylduböndum. „Það eru mikil tengsl á milli fólksins enda ekki hægt að gera svona mynd nema að mórallinn og tengslin séu góð,“ segir hinn 26 ára gamli Anton Sigurðsson, handritshöfundur og leikstjóri myndarinnar. Aðalhlutverkin leika þau Nína Dögg Filippusdóttir og Björn Hlynur Haraldsson, þá leikur Gísli Örn Garðarsson einnig í myndinni. „Nína Dögg er gift Gísla Erni og svo er Björn Hlynur giftur Rakel Garðarsdóttur sem er systir Gísla Arnar. Tökumaður myndarinnar, Árni Filippusson er síðan bróðir Nínu Daggar,“ útskýrir Anton.Nína Dögg Filippusdóttir og Björn Hlynur Haraldsson leika aðalhlutverkin í myndinni.mynd/einkasafnGrafir og bein er fyrsta kvikmyndin sem Anton leikstýrir í fullri lengd. „Þrátt fyrir ungan aldur Antons hafði ég strax trú á honum og langaði strax að taka slaginn með honum. Hann á greinilega framtíðina fyrir sér sem kvikmyndaleikstjóri,“ segir Björn Hlynur Haraldsson um myndina. Mágarnir Björn Hlynur og Gísli Örn leika bræður í myndinni. „Við þurftum ekki að grafa djúpt til að finna það samband,“ bætir Björn Hlynur við.Erlingur Jack Guðmundsson, eigandi Ogfilms, framleiddi myndina. „Þegar það eru ekki miklir peningar á milli handanna þá verður maður að treysta á fjölskylduböndin,“ segir Erlingur Jack, en hann og Björn Hlynur þekkjast vel í gegnum knattspyrnufélagið Þrótt. Myndin er nánast tilbúin og gert er ráð fyrir að hún verði frumsýnd seinni hluta sumars. „Við erum að leggja lokahönd á klippið og þá er eftir frekari eftirvinnsla,“ segir Erlingur Jack um stöðu mála. Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Fleiri fréttir „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Sjá meira
Nýr íslenskur sálfræðitryllir lítur dagsins ljós í sumar og ber kvikmyndin nafnið Grafir og bein. Það sem er athyglisvert er að hópurinn sem tengist myndinni er tengdur miklum fjölskylduböndum. „Það eru mikil tengsl á milli fólksins enda ekki hægt að gera svona mynd nema að mórallinn og tengslin séu góð,“ segir hinn 26 ára gamli Anton Sigurðsson, handritshöfundur og leikstjóri myndarinnar. Aðalhlutverkin leika þau Nína Dögg Filippusdóttir og Björn Hlynur Haraldsson, þá leikur Gísli Örn Garðarsson einnig í myndinni. „Nína Dögg er gift Gísla Erni og svo er Björn Hlynur giftur Rakel Garðarsdóttur sem er systir Gísla Arnar. Tökumaður myndarinnar, Árni Filippusson er síðan bróðir Nínu Daggar,“ útskýrir Anton.Nína Dögg Filippusdóttir og Björn Hlynur Haraldsson leika aðalhlutverkin í myndinni.mynd/einkasafnGrafir og bein er fyrsta kvikmyndin sem Anton leikstýrir í fullri lengd. „Þrátt fyrir ungan aldur Antons hafði ég strax trú á honum og langaði strax að taka slaginn með honum. Hann á greinilega framtíðina fyrir sér sem kvikmyndaleikstjóri,“ segir Björn Hlynur Haraldsson um myndina. Mágarnir Björn Hlynur og Gísli Örn leika bræður í myndinni. „Við þurftum ekki að grafa djúpt til að finna það samband,“ bætir Björn Hlynur við.Erlingur Jack Guðmundsson, eigandi Ogfilms, framleiddi myndina. „Þegar það eru ekki miklir peningar á milli handanna þá verður maður að treysta á fjölskylduböndin,“ segir Erlingur Jack, en hann og Björn Hlynur þekkjast vel í gegnum knattspyrnufélagið Þrótt. Myndin er nánast tilbúin og gert er ráð fyrir að hún verði frumsýnd seinni hluta sumars. „Við erum að leggja lokahönd á klippið og þá er eftir frekari eftirvinnsla,“ segir Erlingur Jack um stöðu mála.
Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Fleiri fréttir „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Sjá meira