Fjölskylduhrollvekja Gunnar Leó Pálsson skrifar 28. febrúar 2014 09:00 Björn Hlynur Haraldsson og Gísli Örn Garðarson leika bræður í myndinni. mynd/einkasafn Nýr íslenskur sálfræðitryllir lítur dagsins ljós í sumar og ber kvikmyndin nafnið Grafir og bein. Það sem er athyglisvert er að hópurinn sem tengist myndinni er tengdur miklum fjölskylduböndum. „Það eru mikil tengsl á milli fólksins enda ekki hægt að gera svona mynd nema að mórallinn og tengslin séu góð,“ segir hinn 26 ára gamli Anton Sigurðsson, handritshöfundur og leikstjóri myndarinnar. Aðalhlutverkin leika þau Nína Dögg Filippusdóttir og Björn Hlynur Haraldsson, þá leikur Gísli Örn Garðarsson einnig í myndinni. „Nína Dögg er gift Gísla Erni og svo er Björn Hlynur giftur Rakel Garðarsdóttur sem er systir Gísla Arnar. Tökumaður myndarinnar, Árni Filippusson er síðan bróðir Nínu Daggar,“ útskýrir Anton.Nína Dögg Filippusdóttir og Björn Hlynur Haraldsson leika aðalhlutverkin í myndinni.mynd/einkasafnGrafir og bein er fyrsta kvikmyndin sem Anton leikstýrir í fullri lengd. „Þrátt fyrir ungan aldur Antons hafði ég strax trú á honum og langaði strax að taka slaginn með honum. Hann á greinilega framtíðina fyrir sér sem kvikmyndaleikstjóri,“ segir Björn Hlynur Haraldsson um myndina. Mágarnir Björn Hlynur og Gísli Örn leika bræður í myndinni. „Við þurftum ekki að grafa djúpt til að finna það samband,“ bætir Björn Hlynur við.Erlingur Jack Guðmundsson, eigandi Ogfilms, framleiddi myndina. „Þegar það eru ekki miklir peningar á milli handanna þá verður maður að treysta á fjölskylduböndin,“ segir Erlingur Jack, en hann og Björn Hlynur þekkjast vel í gegnum knattspyrnufélagið Þrótt. Myndin er nánast tilbúin og gert er ráð fyrir að hún verði frumsýnd seinni hluta sumars. „Við erum að leggja lokahönd á klippið og þá er eftir frekari eftirvinnsla,“ segir Erlingur Jack um stöðu mála. Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Fleiri fréttir „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sjá meira
Nýr íslenskur sálfræðitryllir lítur dagsins ljós í sumar og ber kvikmyndin nafnið Grafir og bein. Það sem er athyglisvert er að hópurinn sem tengist myndinni er tengdur miklum fjölskylduböndum. „Það eru mikil tengsl á milli fólksins enda ekki hægt að gera svona mynd nema að mórallinn og tengslin séu góð,“ segir hinn 26 ára gamli Anton Sigurðsson, handritshöfundur og leikstjóri myndarinnar. Aðalhlutverkin leika þau Nína Dögg Filippusdóttir og Björn Hlynur Haraldsson, þá leikur Gísli Örn Garðarsson einnig í myndinni. „Nína Dögg er gift Gísla Erni og svo er Björn Hlynur giftur Rakel Garðarsdóttur sem er systir Gísla Arnar. Tökumaður myndarinnar, Árni Filippusson er síðan bróðir Nínu Daggar,“ útskýrir Anton.Nína Dögg Filippusdóttir og Björn Hlynur Haraldsson leika aðalhlutverkin í myndinni.mynd/einkasafnGrafir og bein er fyrsta kvikmyndin sem Anton leikstýrir í fullri lengd. „Þrátt fyrir ungan aldur Antons hafði ég strax trú á honum og langaði strax að taka slaginn með honum. Hann á greinilega framtíðina fyrir sér sem kvikmyndaleikstjóri,“ segir Björn Hlynur Haraldsson um myndina. Mágarnir Björn Hlynur og Gísli Örn leika bræður í myndinni. „Við þurftum ekki að grafa djúpt til að finna það samband,“ bætir Björn Hlynur við.Erlingur Jack Guðmundsson, eigandi Ogfilms, framleiddi myndina. „Þegar það eru ekki miklir peningar á milli handanna þá verður maður að treysta á fjölskylduböndin,“ segir Erlingur Jack, en hann og Björn Hlynur þekkjast vel í gegnum knattspyrnufélagið Þrótt. Myndin er nánast tilbúin og gert er ráð fyrir að hún verði frumsýnd seinni hluta sumars. „Við erum að leggja lokahönd á klippið og þá er eftir frekari eftirvinnsla,“ segir Erlingur Jack um stöðu mála.
Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Fleiri fréttir „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sjá meira