Umfjöllun um tillögu Gunnars Braga: Vilja draga umsóknina til baka Bjarki Ármannsson skrifar 22. febrúar 2014 08:00 Ríkisstjórnarflokkarnir héldu báðir þingfundi í gær vegna tillögunnar. Vísir/Stefán Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að draga til baka aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. Þingflokkar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks samþykktu báðir að styðja tillöguna á þingflokksfundum í gær.Best fari á því að umsóknin verði dregin til bakaÍ tillögu Gunnars Braga er farið fram á að Alþingi feli ríkisstjórninni að draga umsókn Íslands til baka og að ekki sé sótt um aðild að sambandinu á nýjan leik án þess að fyrst fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort íslenska þjóðin stefni að aðild. Tillagan var lögð fram í gær og verður rædd á þingi í upphafi næstu viku. Í athugasemdum með tillögunni segir meðal annars að síðasta ríkisstjórn hafi „hvorki haft bakland né raunverulegan vilja til að klára ferlið með aðild að Evrópusambandinu.“ Þá gefi núverandi staða Íslands, sem er ennþá formlega í stöðu umsóknarríkis í aðildarferli, til kynna „með vissum hætti“ að Ísland sé enn í aðildarferli „sem ekki er raunin.“ „Að öllu þessu virtu,“ segir í tillögunni, „telur ríkisstjórnin nauðsynlegt að ekki ríki neinn vafi um það hver sé staða aðildarumsóknarinnar eða hver staða Íslands sé í því sambandi og að best fari á því, í ljósi stefnu ríkisstjórnarflokkanna og með hliðsjón af skýrslu Hagfræðistofnunar, að aðildarumsóknin verði dregin til baka.“ Í tillögunni er einnig talað fyrir því að treysta samskipti og samvinnu við ESB og einstök Evrópuríki þar sem EES-samningurinn sé burðarás. Í tenglsum við það verði hagsmunagæsla til að auka áhrif Íslands við mótun ákvarðana á grundvelli EES efld og vinna að því marki verði nú sett í forgang.Skiptar skoðanir innan Sjálfstæðisflokks „Niðurstaðan var einróma samþykkt,“ segir Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, um ályktun fundarins. Sömuleiðis var afgerandi meirihluti þingflokks Sjálfstæðisflokksins fylgjandi tillögunni að sögn Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, framkvæmdastjóra þingflokksins. Þó hafa nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins lýst yfir andstöðu sinni við að draga umsókn Íslands til baka. Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður er einn þeirra en hún er í stjórn Félags sjálfstæðra Evrópusinna. „Ég hefði kosið að niðurstaðan væri á annan veg,“ segir Ragnheiður. „En þingflokkur ákveður með þessum hætti að draga umsóknina til baka og ég er í þingliði Sjálfstæðisflokksins.“ Hún segist tilheyra hópi innan Sjálfstæðisflokksins sem vill klára viðræður við Evrópusambandið, en sá hópur sé í minnihluta. Hún kveðst ekki geta fullyrt hvort flokkurinn klofni vegna málsins. „Ég er enginn spámaður þannig að ég veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér,“ segir Ragnheiður. „Ég mun ekki ganga úr Sjálfstæðisflokknum þó ég sé ekki sömu skoðunar í þessu máli og meirihlutinn.“Brynjar Níelsson er annar þingmaður sjálfstæðismanna sem segist telja rétt að klára viðræðurnar úr því sem komið er. „Ég skynja auðvitað deilurnar sem eru í flokknum og í samfélaginu,“ segir Brynjar í samtali við Vísi. „Ég hefði viljað fara leið sem væri líklegri til sátta.“ Hann telur þó litlar líkur á að fólk innan flokksins kljúfi sig frá honum vegna málsins. „Enda er enginn annar frjálslyndur, borgarasinnaður flokkur á landinu,“ segir Brynjar. „Þá verða menn að fara að stofna nýjan flokk. Þeir geta ekki farið neitt annað.“ Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að draga til baka aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. Þingflokkar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks samþykktu báðir að styðja tillöguna á þingflokksfundum í gær.Best fari á því að umsóknin verði dregin til bakaÍ tillögu Gunnars Braga er farið fram á að Alþingi feli ríkisstjórninni að draga umsókn Íslands til baka og að ekki sé sótt um aðild að sambandinu á nýjan leik án þess að fyrst fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort íslenska þjóðin stefni að aðild. Tillagan var lögð fram í gær og verður rædd á þingi í upphafi næstu viku. Í athugasemdum með tillögunni segir meðal annars að síðasta ríkisstjórn hafi „hvorki haft bakland né raunverulegan vilja til að klára ferlið með aðild að Evrópusambandinu.“ Þá gefi núverandi staða Íslands, sem er ennþá formlega í stöðu umsóknarríkis í aðildarferli, til kynna „með vissum hætti“ að Ísland sé enn í aðildarferli „sem ekki er raunin.“ „Að öllu þessu virtu,“ segir í tillögunni, „telur ríkisstjórnin nauðsynlegt að ekki ríki neinn vafi um það hver sé staða aðildarumsóknarinnar eða hver staða Íslands sé í því sambandi og að best fari á því, í ljósi stefnu ríkisstjórnarflokkanna og með hliðsjón af skýrslu Hagfræðistofnunar, að aðildarumsóknin verði dregin til baka.“ Í tillögunni er einnig talað fyrir því að treysta samskipti og samvinnu við ESB og einstök Evrópuríki þar sem EES-samningurinn sé burðarás. Í tenglsum við það verði hagsmunagæsla til að auka áhrif Íslands við mótun ákvarðana á grundvelli EES efld og vinna að því marki verði nú sett í forgang.Skiptar skoðanir innan Sjálfstæðisflokks „Niðurstaðan var einróma samþykkt,“ segir Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, um ályktun fundarins. Sömuleiðis var afgerandi meirihluti þingflokks Sjálfstæðisflokksins fylgjandi tillögunni að sögn Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, framkvæmdastjóra þingflokksins. Þó hafa nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins lýst yfir andstöðu sinni við að draga umsókn Íslands til baka. Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður er einn þeirra en hún er í stjórn Félags sjálfstæðra Evrópusinna. „Ég hefði kosið að niðurstaðan væri á annan veg,“ segir Ragnheiður. „En þingflokkur ákveður með þessum hætti að draga umsóknina til baka og ég er í þingliði Sjálfstæðisflokksins.“ Hún segist tilheyra hópi innan Sjálfstæðisflokksins sem vill klára viðræður við Evrópusambandið, en sá hópur sé í minnihluta. Hún kveðst ekki geta fullyrt hvort flokkurinn klofni vegna málsins. „Ég er enginn spámaður þannig að ég veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér,“ segir Ragnheiður. „Ég mun ekki ganga úr Sjálfstæðisflokknum þó ég sé ekki sömu skoðunar í þessu máli og meirihlutinn.“Brynjar Níelsson er annar þingmaður sjálfstæðismanna sem segist telja rétt að klára viðræðurnar úr því sem komið er. „Ég skynja auðvitað deilurnar sem eru í flokknum og í samfélaginu,“ segir Brynjar í samtali við Vísi. „Ég hefði viljað fara leið sem væri líklegri til sátta.“ Hann telur þó litlar líkur á að fólk innan flokksins kljúfi sig frá honum vegna málsins. „Enda er enginn annar frjálslyndur, borgarasinnaður flokkur á landinu,“ segir Brynjar. „Þá verða menn að fara að stofna nýjan flokk. Þeir geta ekki farið neitt annað.“
Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira