Hjóluðu og drukku bjór í sautján daga Freyr Bjarnason skrifar 19. febrúar 2014 09:23 Félagarnir á hjólreiðaferðalagi sínu í Evrópu sumarið 2013. Mynd/Aðsend Félagarnir Haukur Snær Hauksson, Andrés Júlíus Ólafsson, Svavar Svavarsson og Ólafur Þórisson, sem allir starfa hjá Umboðsmanni skuldara í Reykjavík, hjóla í vinnuna á hverjum einasta morgni, sama hvernig viðrar. Samanlagt eru fimmtíu starfsmenn á vinnustaðnum. „Við komum flestir ferlega langt að,“ segir Haukur Snær um hjólreiðahópinn, sem ferðast þó í sitt hvoru lagi í vinnuna. Hann býr í Norðlingaholti og hjólar tíu kílómetra hvora leið. Svavar býr í miðbæ Hafnarfjarðar, Andrés Júlíus í Kársnesi í Kópavogi og Ólafur í Kórahverfinu en áður hjólaði hann frá Völlunum í Hafnarfirði. „Við höfum farið síðustu sumur í hjólreiðaferðir, til dæmis í Hvalfjörð og á Þingvelli. Við erum tveir á svipuðum aldri, ég og Ólafur sem erum rúmlega þrítugir. Svo eru þarna tveir karlar, rúmlega fimmtugir, og við drífum þá áfram,“ segir Haukur Snær í léttum dúr. Síðasta sumar fóru þeir í sautján daga hjólreiðaferð um Evrópu þar sem svalandi mjöður var drukkinn á helstu áningarstöðunum. Með í för var Ágúst, bróðir Hauks. Saman hjóluðu þeir í gegnum sex lönd á 1.500 kílómetra leið sinni frá Berlín til Mílanó. „Það var mikið drukkið af bjór. Við hjóluðum í Þýskalandi og Tékklandi, sem eru mikil bjórlönd, og fórum líka í gegnum Liechtenstein, Sviss og Austurríki og enduðum svo á Ítalíu. Þetta var mjög gaman.“Frá vinstri: Svavar Svavarsson, Andrés Júlíus Ólafsson, Ólafur Þórisson og Haukur Snær Hauksson starfa saman hjá Umboðsmanni skuldara. Fréttablaðið/DaníelAðspurður segist Haukur hafa byrjað að hjóla fyrir alvöru fyrir fjórum árum vegna hnémeiðsla eftir áralanga fótboltaiðkun. „Mig vantaði nýja hreyfingu sem færi ekki illa með hnén. Það var líka bara einn bíll á heimilinu og þarna gat maður slegið tvær flugur í einu höggi og sparað pening.“ Hann hjólar í gegnum Elliðaárdal og Fossvog í Kringlu 1 þar sem Umboðsmaður skuldara er til húsa. Aðeins einu sinni á þessum fjórum árum hefur hann lent í óhappi, eða þegar hann lenti í árekstri við annað hjól. „Ég endaði uppi á spítala en sem betur fer var ekkert brotið,“ segir hjólreiðagarpurinn og mælir eindregið með þessum ferðamáta.Sextán hringvegir á fjórum árum Haukur Snær hefur skráð kílómetrafjöldann sem hann hefur hjólað samviskusamlega niður. Fyrst notaði hann til þess mæli á hjólinu en undanfarið hefur hann notað smáforritið Runkeeper sem skráir kílómetrafjöldann. Samanlagt jafngildir þetta um sextán og hálfum hringvegi en hringvegurinn sjálfur er 1.322 kílómetra langur.Heildarfjöldi í kmÁr Km2010 3.139,02011 6.173,82012 5.894,72013 6.756,7Samtals km 21.964,1 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Fleiri fréttir Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Sjá meira
Félagarnir Haukur Snær Hauksson, Andrés Júlíus Ólafsson, Svavar Svavarsson og Ólafur Þórisson, sem allir starfa hjá Umboðsmanni skuldara í Reykjavík, hjóla í vinnuna á hverjum einasta morgni, sama hvernig viðrar. Samanlagt eru fimmtíu starfsmenn á vinnustaðnum. „Við komum flestir ferlega langt að,“ segir Haukur Snær um hjólreiðahópinn, sem ferðast þó í sitt hvoru lagi í vinnuna. Hann býr í Norðlingaholti og hjólar tíu kílómetra hvora leið. Svavar býr í miðbæ Hafnarfjarðar, Andrés Júlíus í Kársnesi í Kópavogi og Ólafur í Kórahverfinu en áður hjólaði hann frá Völlunum í Hafnarfirði. „Við höfum farið síðustu sumur í hjólreiðaferðir, til dæmis í Hvalfjörð og á Þingvelli. Við erum tveir á svipuðum aldri, ég og Ólafur sem erum rúmlega þrítugir. Svo eru þarna tveir karlar, rúmlega fimmtugir, og við drífum þá áfram,“ segir Haukur Snær í léttum dúr. Síðasta sumar fóru þeir í sautján daga hjólreiðaferð um Evrópu þar sem svalandi mjöður var drukkinn á helstu áningarstöðunum. Með í för var Ágúst, bróðir Hauks. Saman hjóluðu þeir í gegnum sex lönd á 1.500 kílómetra leið sinni frá Berlín til Mílanó. „Það var mikið drukkið af bjór. Við hjóluðum í Þýskalandi og Tékklandi, sem eru mikil bjórlönd, og fórum líka í gegnum Liechtenstein, Sviss og Austurríki og enduðum svo á Ítalíu. Þetta var mjög gaman.“Frá vinstri: Svavar Svavarsson, Andrés Júlíus Ólafsson, Ólafur Þórisson og Haukur Snær Hauksson starfa saman hjá Umboðsmanni skuldara. Fréttablaðið/DaníelAðspurður segist Haukur hafa byrjað að hjóla fyrir alvöru fyrir fjórum árum vegna hnémeiðsla eftir áralanga fótboltaiðkun. „Mig vantaði nýja hreyfingu sem færi ekki illa með hnén. Það var líka bara einn bíll á heimilinu og þarna gat maður slegið tvær flugur í einu höggi og sparað pening.“ Hann hjólar í gegnum Elliðaárdal og Fossvog í Kringlu 1 þar sem Umboðsmaður skuldara er til húsa. Aðeins einu sinni á þessum fjórum árum hefur hann lent í óhappi, eða þegar hann lenti í árekstri við annað hjól. „Ég endaði uppi á spítala en sem betur fer var ekkert brotið,“ segir hjólreiðagarpurinn og mælir eindregið með þessum ferðamáta.Sextán hringvegir á fjórum árum Haukur Snær hefur skráð kílómetrafjöldann sem hann hefur hjólað samviskusamlega niður. Fyrst notaði hann til þess mæli á hjólinu en undanfarið hefur hann notað smáforritið Runkeeper sem skráir kílómetrafjöldann. Samanlagt jafngildir þetta um sextán og hálfum hringvegi en hringvegurinn sjálfur er 1.322 kílómetra langur.Heildarfjöldi í kmÁr Km2010 3.139,02011 6.173,82012 5.894,72013 6.756,7Samtals km 21.964,1
Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Fleiri fréttir Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Sjá meira