Afburðagóðir þátttakendur sem gætu keppt hvar sem er í heiminum 2. febrúar 2014 12:00 Bubba kom það á óvart hversu hæfileikaríkir þátttakendur í Ísland Got Talent eru. Bubbi Morthens segist ekki hafa átt von á að finna svo hæfileikaríkt fólk í þáttunum Ísland Got Talent sem raun varð á. Hann segir að það muni koma áhorfendum á óvart. Bubba Morthens fannst fyrsti þátturinn í Ísland Got Talent koma mjög vel út og segir hamingjuóskum hafa rignt yfir sig eftir hann. „Það virðist vera almenn gleði og kátína með þáttinn. Ég tel okkur vera með frábæran fjölskylduþátt í höndunum þar sem allir á heimilinu geta sest niður á sunnudagskvöldum og átt góða stund saman og haft gaman af. Fólk getur átt von á ýmsu í framhaldinu,“ segir Bubbi.Krúttsprengjur og flinkt fólk „Það eru keppendur á öllum aldri í þáttunum, alveg niður í sjö ára aldur. Sum atriðin eru alveg yndisleg, það eru þarna litlar krúttsprengjur sem skilja mann eftir alveg skælbrosandi. Svo verður líka fólk í þáttunum sem er svo flinkt og flott í því sem það er að gera að það skilur fólk eftir orðlaust. Í bland við það eru svo aðrir sem eru ekki eins góðir en gefa þættinum engu að síður skemmtanagildi.“Nokkrir mögulegir sigurvegararAðspurður segist Bubbi ekki vera búinn að sjá neinn einn sigurvegara. „Það voru margir sem komu á óvart og lofuðu góðu strax í upphafi. Svo eru þarna nokkrir sem koma til greina sem sigurvegarar. Þetta er alveg óþekkt fólk og tveir þessara þátttakenda eru mjög ungir. Þessir keppendur koma þó ekki fram alveg strax en áhorfendur gætu séð einhverjum bregða fyrir í næsta þætti. Þetta fólk er afburðagott í því sem það er að gera og er langt fyrir ofan meðaltal. Þau eru það góð að þau gætu verið að keppa í þessu hvar sem er í heiminum. Ég átti alls ekki von á því að finna fólk á þessum skala í keppninni hér á landi. Það er hópur af flottum krökkum í þáttunum sem áhorfendur eiga eftir að sjá og þau eiga eftir að koma fólki verulega á óvart.“Ekki hægt að syngja hvað sem er Í fyrsta þættinum var Bubbi ákveðinn og nokkuð harður í sumum tilfellum. Meðdómarar hans voru alls ekki sammála honum í nokkrum tilvikum. Sérstaklega átti það við þar sem ung stúlka söng lagið House of the Rising Sun. Þær Þórunn Antonía og Þorgerður Katrín sögðu báðar „já“ og fannst hún standa sig mjög vel. Bubbi var því ekki sammála og sagði „nei“ eins og Jón Jónsson. „Fólk getur ekki komið og sungið hvað sem er. Það á sín uppáhaldslög og ákveður að syngja þau en á ekki endilega inni fyrir þeim. Þessir sömu einstaklingar eiga hins vegar kannski inni fyrir einhverjum öðrum lögum. House of the Rising Sun er mjög þekkt lag sem allir geta sungið í tjaldi en það eru bara örfáir sem geta gert það vel. Svo kemur þarna sextán ára stelpa sem ákveður að syngja þetta lag en á ekki inni fyrir því. Þess vegna sagði ég nei við hana. Ég heyrði samt alveg að hún gat sungið þannig að við ákváðum að gefa henni annað tækifæri og ég fór því og náði í hana. Hún söng seinna lagið vel og komst áfram.“Eins og í spilltu prófkjöriÁ fyrri stigum keppninnar hafa dómararnir vald til að grípa inn í og gefa fólki tækifæri ef þeim sýnist svo. Þegar komið er í beinu útsendingarnar þá er það hins vegar fólkið í landinu sem velur. „Við dómararnir verðum áfram til staðar og segjum okkar skoðun en í beinu útsendingunum verður þetta orðið að símakosningu og verður eins og prófkjör í spilltum, íslenskum stjórnmálaflokki. Við gerum okkur grein fyrir að ákveðin smölun á eftir að fara í gang en þetta verður alla vega sanngjarnt, það sama gengur yfir alla. Það er líka þetta sem er svo spennandi við þetta, við sleppum hendinni af þessu og sjáum hvað gerist. Við höfum samt áfram tækifæri til að hafa áhrif, við getum jafnvel „x-að“ fólk í undanúrslitum þannig að það getur allt gerst.“ Ísland Got Talent Tengdar fréttir Stjörnuleitin í Ísland Got Talent heldur áfram Gríðarleg eftirvænting er fyrir næsta þætti af Ísland Got Talent, sem er á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöld kl 19.45 28. janúar 2014 16:00 Kyssir skallann á Bubba Fyrrum menntamálaráðherra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir gerir sér lítið fyrir og kyssir skallann á Bubba Morthens eins og sjá má. 27. janúar 2014 13:00 Ísland Got Talent - Helga Sæunn Þorkelsdóttir Hin 16 ára gamla Helga Sæunn Þorkelsdóttir syngur lagið House of the Rising Sun í fyrsta þætti Ísland Got Talent. 26. janúar 2014 21:17 Mest lesið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Kim „loksins“ útskrifuð Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Fleiri fréttir Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Sjá meira
Bubbi Morthens segist ekki hafa átt von á að finna svo hæfileikaríkt fólk í þáttunum Ísland Got Talent sem raun varð á. Hann segir að það muni koma áhorfendum á óvart. Bubba Morthens fannst fyrsti þátturinn í Ísland Got Talent koma mjög vel út og segir hamingjuóskum hafa rignt yfir sig eftir hann. „Það virðist vera almenn gleði og kátína með þáttinn. Ég tel okkur vera með frábæran fjölskylduþátt í höndunum þar sem allir á heimilinu geta sest niður á sunnudagskvöldum og átt góða stund saman og haft gaman af. Fólk getur átt von á ýmsu í framhaldinu,“ segir Bubbi.Krúttsprengjur og flinkt fólk „Það eru keppendur á öllum aldri í þáttunum, alveg niður í sjö ára aldur. Sum atriðin eru alveg yndisleg, það eru þarna litlar krúttsprengjur sem skilja mann eftir alveg skælbrosandi. Svo verður líka fólk í þáttunum sem er svo flinkt og flott í því sem það er að gera að það skilur fólk eftir orðlaust. Í bland við það eru svo aðrir sem eru ekki eins góðir en gefa þættinum engu að síður skemmtanagildi.“Nokkrir mögulegir sigurvegararAðspurður segist Bubbi ekki vera búinn að sjá neinn einn sigurvegara. „Það voru margir sem komu á óvart og lofuðu góðu strax í upphafi. Svo eru þarna nokkrir sem koma til greina sem sigurvegarar. Þetta er alveg óþekkt fólk og tveir þessara þátttakenda eru mjög ungir. Þessir keppendur koma þó ekki fram alveg strax en áhorfendur gætu séð einhverjum bregða fyrir í næsta þætti. Þetta fólk er afburðagott í því sem það er að gera og er langt fyrir ofan meðaltal. Þau eru það góð að þau gætu verið að keppa í þessu hvar sem er í heiminum. Ég átti alls ekki von á því að finna fólk á þessum skala í keppninni hér á landi. Það er hópur af flottum krökkum í þáttunum sem áhorfendur eiga eftir að sjá og þau eiga eftir að koma fólki verulega á óvart.“Ekki hægt að syngja hvað sem er Í fyrsta þættinum var Bubbi ákveðinn og nokkuð harður í sumum tilfellum. Meðdómarar hans voru alls ekki sammála honum í nokkrum tilvikum. Sérstaklega átti það við þar sem ung stúlka söng lagið House of the Rising Sun. Þær Þórunn Antonía og Þorgerður Katrín sögðu báðar „já“ og fannst hún standa sig mjög vel. Bubbi var því ekki sammála og sagði „nei“ eins og Jón Jónsson. „Fólk getur ekki komið og sungið hvað sem er. Það á sín uppáhaldslög og ákveður að syngja þau en á ekki endilega inni fyrir þeim. Þessir sömu einstaklingar eiga hins vegar kannski inni fyrir einhverjum öðrum lögum. House of the Rising Sun er mjög þekkt lag sem allir geta sungið í tjaldi en það eru bara örfáir sem geta gert það vel. Svo kemur þarna sextán ára stelpa sem ákveður að syngja þetta lag en á ekki inni fyrir því. Þess vegna sagði ég nei við hana. Ég heyrði samt alveg að hún gat sungið þannig að við ákváðum að gefa henni annað tækifæri og ég fór því og náði í hana. Hún söng seinna lagið vel og komst áfram.“Eins og í spilltu prófkjöriÁ fyrri stigum keppninnar hafa dómararnir vald til að grípa inn í og gefa fólki tækifæri ef þeim sýnist svo. Þegar komið er í beinu útsendingarnar þá er það hins vegar fólkið í landinu sem velur. „Við dómararnir verðum áfram til staðar og segjum okkar skoðun en í beinu útsendingunum verður þetta orðið að símakosningu og verður eins og prófkjör í spilltum, íslenskum stjórnmálaflokki. Við gerum okkur grein fyrir að ákveðin smölun á eftir að fara í gang en þetta verður alla vega sanngjarnt, það sama gengur yfir alla. Það er líka þetta sem er svo spennandi við þetta, við sleppum hendinni af þessu og sjáum hvað gerist. Við höfum samt áfram tækifæri til að hafa áhrif, við getum jafnvel „x-að“ fólk í undanúrslitum þannig að það getur allt gerst.“
Ísland Got Talent Tengdar fréttir Stjörnuleitin í Ísland Got Talent heldur áfram Gríðarleg eftirvænting er fyrir næsta þætti af Ísland Got Talent, sem er á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöld kl 19.45 28. janúar 2014 16:00 Kyssir skallann á Bubba Fyrrum menntamálaráðherra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir gerir sér lítið fyrir og kyssir skallann á Bubba Morthens eins og sjá má. 27. janúar 2014 13:00 Ísland Got Talent - Helga Sæunn Þorkelsdóttir Hin 16 ára gamla Helga Sæunn Þorkelsdóttir syngur lagið House of the Rising Sun í fyrsta þætti Ísland Got Talent. 26. janúar 2014 21:17 Mest lesið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Kim „loksins“ útskrifuð Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Fleiri fréttir Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Sjá meira
Stjörnuleitin í Ísland Got Talent heldur áfram Gríðarleg eftirvænting er fyrir næsta þætti af Ísland Got Talent, sem er á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöld kl 19.45 28. janúar 2014 16:00
Kyssir skallann á Bubba Fyrrum menntamálaráðherra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir gerir sér lítið fyrir og kyssir skallann á Bubba Morthens eins og sjá má. 27. janúar 2014 13:00
Ísland Got Talent - Helga Sæunn Þorkelsdóttir Hin 16 ára gamla Helga Sæunn Þorkelsdóttir syngur lagið House of the Rising Sun í fyrsta þætti Ísland Got Talent. 26. janúar 2014 21:17