Lærði að gera plötuumslag á YouTube Ugla Egilsdóttir skrifar 29. janúar 2014 09:30 Íris er framkvæmdastjóri listar án Landamæra. Mynd/Kristinn Magnússon. Íris Stefanía Skúladóttir hannar lógó fyrir keppanda í undankeppni Eurovision í Noregi. „Lagahöfundurinn, Josefin Winther, er æskuvinkona mín,“ segir Íris. Lógóið verður prentað á boli og derhúfur og það verður einnig notað í kynningarefni á netinu. „Josefin var svo hrifin af mynd sem ég málaði af henni fyrir nokkrum árum að hún bað mig um að hanna fyrir sig plötuumslag. Upp frá því hefur Josefin alltaf beðið mig um að sjá um alla grafík í kringum tónlistina sína, og ég hef líka leikstýrt tónlistarmyndböndum fyrir hana.“ Lagið eftir Josefin heitir Silent Storm og lenti í fimmtán laga úrslitum í undankeppni Eurovision í Noregi. Carl Espen syngur lagið. „Carl er frændi Josefin. Hann hefur algjöra englarödd, þessi drengur,“ segir Íris. Hún hefur mikla trú á því að Josefin gangi vel í keppninni. „Formaður Eurovision-klúbbsins í Noregi heldur með þessu lagi, samkvæmt frétt í Aftenposten.“ Íris leggur áherslu á að hún sé bara áhugahönnuður og máli einungis í frítíma sínum. „Ég hafði aldrei hannað neitt á ævi minni þegar ég hannaði umslagið, þannig að ég fór á námskeið í InDesign og Photoshop hjá Myndlistarskóla Reykjavíkur til að læra það. Svo lá ég á YouTube og horfði á myndbönd sem hétu „How to Make a CD Cover.“ Ég var ánægð með afraksturinn. Ég notaði myndina sem ég málaði af Josefin sem fyrirmynd að umslaginu, með nýjum bakgrunni.“Lógó Írisar er byggt á ljósmynd af Carl Espen.Josefin bjó um tíma á Íslandi. „Þá reddaði ég henni leiguíbúð í kjallaranum hjá frænku minni,“ segir Íris. Hún kynnti vinkonu sína líka fyrir tónlistarmanninum John Grant. „Ég kynntist John Grant fyrir algjöra tilviljun á Laundromat,“ segir Íris. „Ég vissi ekkert hver hann var þegar ég byrjaði að spjalla við hann. Ég bauð honum heim til mín í mat til þess að hann þyrfti ekki að borða einn í ókunnugu landi. Hann þáði það, og bauð mér svo á tónleikana sína á Airwaves í Hörpu. Svo kynnti ég hann fyrir Josefin.“ John Grant og Josefin náðu vel saman að sögn Írisar. „Hann fékk hana til að hita upp fyrir sig á þrennum tónleikum í London með þúsundum áhorfenda, sem hefur hjálpað til við að koma henni á framfæri í London,“ segir Íris. Nú býr Josefin í London, en John Grant er fluttur í kjallaraíbúð frænku Írisar. „Það má segja að þessi íbúð hafi spilað svolitla rullu í íslensku tónlistarlífi, því bæði Josefin og John Grant hafa tekið upp tónlist í þessum kjallara,“ segir Íris. Mest lesið Getur alls ekki verið einn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Fleiri fréttir Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Sjá meira
Íris Stefanía Skúladóttir hannar lógó fyrir keppanda í undankeppni Eurovision í Noregi. „Lagahöfundurinn, Josefin Winther, er æskuvinkona mín,“ segir Íris. Lógóið verður prentað á boli og derhúfur og það verður einnig notað í kynningarefni á netinu. „Josefin var svo hrifin af mynd sem ég málaði af henni fyrir nokkrum árum að hún bað mig um að hanna fyrir sig plötuumslag. Upp frá því hefur Josefin alltaf beðið mig um að sjá um alla grafík í kringum tónlistina sína, og ég hef líka leikstýrt tónlistarmyndböndum fyrir hana.“ Lagið eftir Josefin heitir Silent Storm og lenti í fimmtán laga úrslitum í undankeppni Eurovision í Noregi. Carl Espen syngur lagið. „Carl er frændi Josefin. Hann hefur algjöra englarödd, þessi drengur,“ segir Íris. Hún hefur mikla trú á því að Josefin gangi vel í keppninni. „Formaður Eurovision-klúbbsins í Noregi heldur með þessu lagi, samkvæmt frétt í Aftenposten.“ Íris leggur áherslu á að hún sé bara áhugahönnuður og máli einungis í frítíma sínum. „Ég hafði aldrei hannað neitt á ævi minni þegar ég hannaði umslagið, þannig að ég fór á námskeið í InDesign og Photoshop hjá Myndlistarskóla Reykjavíkur til að læra það. Svo lá ég á YouTube og horfði á myndbönd sem hétu „How to Make a CD Cover.“ Ég var ánægð með afraksturinn. Ég notaði myndina sem ég málaði af Josefin sem fyrirmynd að umslaginu, með nýjum bakgrunni.“Lógó Írisar er byggt á ljósmynd af Carl Espen.Josefin bjó um tíma á Íslandi. „Þá reddaði ég henni leiguíbúð í kjallaranum hjá frænku minni,“ segir Íris. Hún kynnti vinkonu sína líka fyrir tónlistarmanninum John Grant. „Ég kynntist John Grant fyrir algjöra tilviljun á Laundromat,“ segir Íris. „Ég vissi ekkert hver hann var þegar ég byrjaði að spjalla við hann. Ég bauð honum heim til mín í mat til þess að hann þyrfti ekki að borða einn í ókunnugu landi. Hann þáði það, og bauð mér svo á tónleikana sína á Airwaves í Hörpu. Svo kynnti ég hann fyrir Josefin.“ John Grant og Josefin náðu vel saman að sögn Írisar. „Hann fékk hana til að hita upp fyrir sig á þrennum tónleikum í London með þúsundum áhorfenda, sem hefur hjálpað til við að koma henni á framfæri í London,“ segir Íris. Nú býr Josefin í London, en John Grant er fluttur í kjallaraíbúð frænku Írisar. „Það má segja að þessi íbúð hafi spilað svolitla rullu í íslensku tónlistarlífi, því bæði Josefin og John Grant hafa tekið upp tónlist í þessum kjallara,“ segir Íris.
Mest lesið Getur alls ekki verið einn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Fleiri fréttir Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Sjá meira