Calvin Klein verður meðal fyrirlesara HönnunarMars Ólöf Skaftadóttir skrifar 16. janúar 2014 08:30 Mynd/Steven Klein Bandaríski fatahönnuðurinn Calvin Klein mun flytja erindi á „DesignTalks“-fyrirlestradegi Hönnunarmiðstöðvar á HönnunarMars 27. mars næstkomandi. Greipur Gíslason, verkefnastjóri HönnunarMars, er gríðarlega spenntur fyrir stóra deginum. „Við vorum að leita að einhverjum sem gæti talað um stefnumótun fyrirtækis í áraraðir og hugsanlega stefnumótun þess að draga sig í hlé sem er mjög áhugavert,“ segir Greipur. „Calvin kom auðvitað strax upp í hugann og við nýttum persónulega vináttu og tengsl sem virkaði – spiluðum bara Íslandsspilinu,“ útskýrir Greipur, léttur í bragði. Calvin Klein ætti að vera flestum kunnugur en hann hefur um árabil verið einn fremsti fatahönnuður og ilmvatnsframleiðandi heims. Í erindi sínu á fyrirlestradeginum í Hörpu mun hann meðal annars fjalla um stefnumótun og aðferðir á ólíkum stigum starfsferils síns og mikilvægi samvinnu þvert á hönnunargreinar. „Fyrirlestradagurinn á HönnunarMars er að verða mikilvægasti vettvangur umræðu um framtíðina á sviði hönnunar á Íslandi en honum er líka ætlað að gefa öðrum geirum tækifæri til að kynna sér mátt hennar í rekstri fyrirtækja, sveitarfélaga og jafnvel þjóða. Þar verða fyrirlestrar Wong, Firth og Steinberg mjög áhugaverðir,“ bætir Greipur en við, en ásamt Calvin Klein verða fyrirlesarar þau Robert Wong hjá Google Creative Lab, Kathryn Firth, arkitekt og hönnunarstjóri hjá London Legacy Development Corporation, Mikael Schiller, stofnandi sænska fatamerkisins Acne Studios, og Marco Steinberg, fyrrverandi stjórnandi Helsinki Design Lab. „Það verður auðvitað gaman að heyra í öllum en ég reikna með að Calvin eigi eftir að geta skilið kjarna byggðan á reynslu frá hismi sem oft virðist einkenna umræðuna,“ segir Greipur að lokum. Miðasala á fyrirlestradaginn hefst í dag á midi.isCalvin Klein stofnaði fyrirtækið Calvin Klein Inc. ásamt æskuvini sínum árið 1968. Frá stofnun hefur fyrirtækið verið forystuafl í tískuheiminum og táknberi fyrir einfaldleika og fágun. Auk fatnaðar, framleiðir fyrirtækið ilmvötn og húsbúnað.Í nálgun sinni leggur Klein áherslu á að hanna nýja hluti sem hæfa nútímamanninum og heimili hans.Calvin Klein er meðal þekktustu vörumerkja heimsins og er virði merkisins metið á yfir 7 milljarða Bandaríkjadollara. HönnunarMars Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Sjá meira
Bandaríski fatahönnuðurinn Calvin Klein mun flytja erindi á „DesignTalks“-fyrirlestradegi Hönnunarmiðstöðvar á HönnunarMars 27. mars næstkomandi. Greipur Gíslason, verkefnastjóri HönnunarMars, er gríðarlega spenntur fyrir stóra deginum. „Við vorum að leita að einhverjum sem gæti talað um stefnumótun fyrirtækis í áraraðir og hugsanlega stefnumótun þess að draga sig í hlé sem er mjög áhugavert,“ segir Greipur. „Calvin kom auðvitað strax upp í hugann og við nýttum persónulega vináttu og tengsl sem virkaði – spiluðum bara Íslandsspilinu,“ útskýrir Greipur, léttur í bragði. Calvin Klein ætti að vera flestum kunnugur en hann hefur um árabil verið einn fremsti fatahönnuður og ilmvatnsframleiðandi heims. Í erindi sínu á fyrirlestradeginum í Hörpu mun hann meðal annars fjalla um stefnumótun og aðferðir á ólíkum stigum starfsferils síns og mikilvægi samvinnu þvert á hönnunargreinar. „Fyrirlestradagurinn á HönnunarMars er að verða mikilvægasti vettvangur umræðu um framtíðina á sviði hönnunar á Íslandi en honum er líka ætlað að gefa öðrum geirum tækifæri til að kynna sér mátt hennar í rekstri fyrirtækja, sveitarfélaga og jafnvel þjóða. Þar verða fyrirlestrar Wong, Firth og Steinberg mjög áhugaverðir,“ bætir Greipur en við, en ásamt Calvin Klein verða fyrirlesarar þau Robert Wong hjá Google Creative Lab, Kathryn Firth, arkitekt og hönnunarstjóri hjá London Legacy Development Corporation, Mikael Schiller, stofnandi sænska fatamerkisins Acne Studios, og Marco Steinberg, fyrrverandi stjórnandi Helsinki Design Lab. „Það verður auðvitað gaman að heyra í öllum en ég reikna með að Calvin eigi eftir að geta skilið kjarna byggðan á reynslu frá hismi sem oft virðist einkenna umræðuna,“ segir Greipur að lokum. Miðasala á fyrirlestradaginn hefst í dag á midi.isCalvin Klein stofnaði fyrirtækið Calvin Klein Inc. ásamt æskuvini sínum árið 1968. Frá stofnun hefur fyrirtækið verið forystuafl í tískuheiminum og táknberi fyrir einfaldleika og fágun. Auk fatnaðar, framleiðir fyrirtækið ilmvötn og húsbúnað.Í nálgun sinni leggur Klein áherslu á að hanna nýja hluti sem hæfa nútímamanninum og heimili hans.Calvin Klein er meðal þekktustu vörumerkja heimsins og er virði merkisins metið á yfir 7 milljarða Bandaríkjadollara.
HönnunarMars Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Sjá meira