Of fyndið til að móðgast Ugla Egilsdóttir skrifar 16. janúar 2014 10:15 Davíð Örn Halldórsson tekur á móti styrk frá Carnegie Art Awards. Mynd/ Bertil Enevåg Ericson. Í tilefni af því að hætt var við að fara með sýningu Carnegie Art Awards á flakk um Norðurlöndin verður listahópurinn A Kassen með gjörning í Kaupmannahöfn með endurgerðum kínverskra skiltamálara á verkum af Carnegie Art Award. Öllum þátttakendum í Carnegie Art Award verður boðið til Kaupmannahafnar. Davíð Örn Halldórsson var einn af þeim sem fengu verðlaun í keppni Carnegie. „Það er stór brandari hjá þeim að gagnrýna Carnegie-verðlaunin á þennan glettilega hátt fyrir að standa ekki við orð sín og fara með sýninguna til Kaupmannahafnar og Óslóar,“ segir Davíð Örn. „Það er eins og þeir séu að gera það besta úr því að sýningin hafi verið minni í sniðum en áætlað var. Þetta eru ekki þeirra eigin verk, og síðan láta þeir framleiða endurgerðirnar fyrir sig. Þetta er ranghali hugmynda um það hvað er orginal. Það á allt að vera svo orginal þegar maður talar um myndlist á sýningu á borð við Carnegie, og þeir eru svolítið að gera grín að því.“ A Kassen-hópurinn sendi ljósmyndir af öllum verkunum á sýningunni til Kína. „Þar endurgerðu kínverskir skiltamálarar allar myndirnar á sýningunni. Þessar endurgerðir verða á sýningu A Kassen í Kaupmannahöfn.“Þetta verk eftir Davíð heitir Wheel of Fortune.Öllum listamönnunum sem tóku þátt í sýningunni verður boðið út til Danmerkur. „A Kassen sér um að hýsa alla. Ég trúi ekki öðru en að fólk taki bara vel í þetta. Þetta er of fyndið til að verða fúll. Annars er myndlist misheilög fyrir listamönnum. Ég veit ekki hvernig sölu á verkunum verður háttað, og hvað er rétt og rangt í þeim efnum. Ég er mjög spenntur og mér finnst gott hjá þeim að gera þetta.“ Sautján listamenn tóku þátt í Carnegie Art Awards, og verðlaun voru veitt fyrir þrjú efstu sætin. Að auki var einn styrkur eyrnamerktur ungum listamanni. Davíð Örn hlaut þau verðlaun. Verðlaunaféð var 100 þúsund sænskar krónur, sem er um tvær milljónir íslenskra króna. A Kassen fékk þriðju verðlaun. „Þeir eru svolítið ungir og efnilegir. Þeir hafa sýnt hérna í Reykjavík í Kling og Bang og í Skaftfelli á Seyðisfirði.“ Menning Tengdar fréttir Mikill heiður fyrir mig sem listamann myndlistarmaðurinn Davíð Örn Halldórsson hlaut nýverið hin virta Garnegie styrk. 4. september 2013 09:00 Mest lesið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Í tilefni af því að hætt var við að fara með sýningu Carnegie Art Awards á flakk um Norðurlöndin verður listahópurinn A Kassen með gjörning í Kaupmannahöfn með endurgerðum kínverskra skiltamálara á verkum af Carnegie Art Award. Öllum þátttakendum í Carnegie Art Award verður boðið til Kaupmannahafnar. Davíð Örn Halldórsson var einn af þeim sem fengu verðlaun í keppni Carnegie. „Það er stór brandari hjá þeim að gagnrýna Carnegie-verðlaunin á þennan glettilega hátt fyrir að standa ekki við orð sín og fara með sýninguna til Kaupmannahafnar og Óslóar,“ segir Davíð Örn. „Það er eins og þeir séu að gera það besta úr því að sýningin hafi verið minni í sniðum en áætlað var. Þetta eru ekki þeirra eigin verk, og síðan láta þeir framleiða endurgerðirnar fyrir sig. Þetta er ranghali hugmynda um það hvað er orginal. Það á allt að vera svo orginal þegar maður talar um myndlist á sýningu á borð við Carnegie, og þeir eru svolítið að gera grín að því.“ A Kassen-hópurinn sendi ljósmyndir af öllum verkunum á sýningunni til Kína. „Þar endurgerðu kínverskir skiltamálarar allar myndirnar á sýningunni. Þessar endurgerðir verða á sýningu A Kassen í Kaupmannahöfn.“Þetta verk eftir Davíð heitir Wheel of Fortune.Öllum listamönnunum sem tóku þátt í sýningunni verður boðið út til Danmerkur. „A Kassen sér um að hýsa alla. Ég trúi ekki öðru en að fólk taki bara vel í þetta. Þetta er of fyndið til að verða fúll. Annars er myndlist misheilög fyrir listamönnum. Ég veit ekki hvernig sölu á verkunum verður háttað, og hvað er rétt og rangt í þeim efnum. Ég er mjög spenntur og mér finnst gott hjá þeim að gera þetta.“ Sautján listamenn tóku þátt í Carnegie Art Awards, og verðlaun voru veitt fyrir þrjú efstu sætin. Að auki var einn styrkur eyrnamerktur ungum listamanni. Davíð Örn hlaut þau verðlaun. Verðlaunaféð var 100 þúsund sænskar krónur, sem er um tvær milljónir íslenskra króna. A Kassen fékk þriðju verðlaun. „Þeir eru svolítið ungir og efnilegir. Þeir hafa sýnt hérna í Reykjavík í Kling og Bang og í Skaftfelli á Seyðisfirði.“
Menning Tengdar fréttir Mikill heiður fyrir mig sem listamann myndlistarmaðurinn Davíð Örn Halldórsson hlaut nýverið hin virta Garnegie styrk. 4. september 2013 09:00 Mest lesið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Mikill heiður fyrir mig sem listamann myndlistarmaðurinn Davíð Örn Halldórsson hlaut nýverið hin virta Garnegie styrk. 4. september 2013 09:00