Mikill heiður fyrir mig sem listamann Ása Ottesen skrifar 4. september 2013 09:00 Listamaðurinn Davíð Örn Halldórsson hlaut hinn virta Garnegie styrk í ár. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL „Það er rosalegur sigur fyrir mig að fá svona flott og virt verðlaun, þarna er ég kominn í hóp efnilegra listamanna,“ segir myndlistarmaðurinn, Davíð Örn Halldórsson, sem hlaut nýverið hin virta Garnegie styrk. Þetta er í ellefta sinn sem Carnegie Art Award verðlaunin eru veitt og tóku sautján norrænir listamenn þátt í ár. Veitt eru verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin og að auki er veittur styrkur til yngri listamanns upp á 100.000 sænskar krónur, eða tæplega tvær milljónir íslenska króna. „Ég fékk styrkinn sem er veittur ungum og efnilegum listamönnum og fer í framhaldi af því til Stokkhólms á opnun sýningarinnar Carnegie Art Award 2014 í Konstakademien,“ útskýrir Davíð Örn, sem útskrifaðist úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2002 og hefur síðan þá haldið fjölda sýninga bæði hér heima sem og erlendis. „Sýningin í Konstakademien mun standa í eitt til tvö ár og og veita mér tækifæri til þess að sýna á fleiri listasöfnum í evrópu og eflast opna einhverjar dyr fyrir mig í framtíðinni.“ Davíð Örn sýnir fimm verk á sýningunni og hafa þau meðal annars skírskotun til popplistar, vegglistar og listasögu. „Ég nota blandaða tækni þar sem ég mála og spreyja á viðarplötur með iðnaðarmálningu og tússlitum. Þetta er ekki hefðbundin tækni en ekkert of skrítinn heldur.“ Það er í nógu að snúast hjá Davíð Erni um þessar mundir, en í október tekur hann þátt í samsýningu í Artíma Gallerí í Reykjavík og síðar í Leipzig auk þess sem hann undirbýr einkasýningu í Gallerí Þoku. Menning Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Lífið Fleiri fréttir Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Það er rosalegur sigur fyrir mig að fá svona flott og virt verðlaun, þarna er ég kominn í hóp efnilegra listamanna,“ segir myndlistarmaðurinn, Davíð Örn Halldórsson, sem hlaut nýverið hin virta Garnegie styrk. Þetta er í ellefta sinn sem Carnegie Art Award verðlaunin eru veitt og tóku sautján norrænir listamenn þátt í ár. Veitt eru verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin og að auki er veittur styrkur til yngri listamanns upp á 100.000 sænskar krónur, eða tæplega tvær milljónir íslenska króna. „Ég fékk styrkinn sem er veittur ungum og efnilegum listamönnum og fer í framhaldi af því til Stokkhólms á opnun sýningarinnar Carnegie Art Award 2014 í Konstakademien,“ útskýrir Davíð Örn, sem útskrifaðist úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2002 og hefur síðan þá haldið fjölda sýninga bæði hér heima sem og erlendis. „Sýningin í Konstakademien mun standa í eitt til tvö ár og og veita mér tækifæri til þess að sýna á fleiri listasöfnum í evrópu og eflast opna einhverjar dyr fyrir mig í framtíðinni.“ Davíð Örn sýnir fimm verk á sýningunni og hafa þau meðal annars skírskotun til popplistar, vegglistar og listasögu. „Ég nota blandaða tækni þar sem ég mála og spreyja á viðarplötur með iðnaðarmálningu og tússlitum. Þetta er ekki hefðbundin tækni en ekkert of skrítinn heldur.“ Það er í nógu að snúast hjá Davíð Erni um þessar mundir, en í október tekur hann þátt í samsýningu í Artíma Gallerí í Reykjavík og síðar í Leipzig auk þess sem hann undirbýr einkasýningu í Gallerí Þoku.
Menning Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Lífið Fleiri fréttir Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira