Karlmenn í forystu fyrir kvennastéttir Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 11. janúar 2014 07:00 Gyða Margrét Pétursdóttir, kynjafræðingur, segir að þar sem konur eru helmingur mannkyns ættu þær að sjálfsögðu að vera helmingur stjórnenda. Mynd/Stefán Í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga, Félagi grunnskólakennara og Félagi leikskólakennara eru 82 til 97 prósent félagsmanna konur en það eru þó karlmenn sem fara fyrir forystu allra félaganna og sitja í formannssæti. Félagsmenn kjósa sína formenn og því eru það að meirihluta konur sem kjósa karla til formennsku í þessum tilfellum. Gyða Margrét Pétursdóttir kynjafræðingur vill þó ekki taka undir hugmyndir um að konur treysti ekki konum til stjórnunarstarfa. „Í tilfelli leikskólakennara má líta á það sem klókt bragð að fá karlmann til formennsku. Eins og vitað er fá karlar sem ráðast til starfa á þessum vettvangi mikla athygli í samfélaginu, þetta er mögulega viðleitni til að þoka málum áfram í kjarabaráttu og auka virðingu fyrir stéttinni. Einnig gæti það leitt til þess að fleiri karlar sjái fyrir sér að starfa á þessum vettvangi.“ Gyða segir að samfélagið virðist virka þannig að frekar sé hlustað á karla og að þeirra kröfugerðir séu afgreiddar með öðrum hætti en kröfur kvenna. „En maður óttast að þetta verði til þess að festa þær hugmyndir í sessi og senda þau skilaboð til kvenna að halda áfram að vera sætar, halda kjafti og láta karlmenn sjá um hlutina.“ Fyrir fáeinum vikum var formannskjör í Kennarasambandi Íslands þar sem 80 prósent félagsmanna eru konur. Tveir menn buðu sig fram og því vaknar sú spurning hvort konur treysti sér ekki eða vilji ekki sinna stjórnarstörfum. „Þarna hefur samfélagið kennt okkur að karlmenn séu best til þess fallnir að vera leiðtogar. Það sýnir það með áþreifanlegum hætti þegar skoðað er hverjir eru forstjórar fyrirtækja og í helstu áhrifastöðum í samfélaginu. Flestir kannast við hugtakið glerþakið sem konur rekast á þegar þær reyna að komast til æðstu metorða. Hugtakið glerrúllustigi lýsir því hvernig karlmenn ferðast á toppinn.“ Gyða segir tilefni til að skoða þessa stöðu betur þar sem konur eru helmingur mannkyns og ættu að sjálfsögðu að vera helmingur stjórnenda. Finnst henni þó ekki skipta höfuðmáli hvernig kynjaskiptingin er í félaginu. „Það væri til dæmis gaman að sjá konu sem væri formaður Landssambands lögreglumanna eða Rafiðnaðarsambands Íslands. Það væri svo sannarlega athyglisvert að sjá sömu þróun þar.“ Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga, Félagi grunnskólakennara og Félagi leikskólakennara eru 82 til 97 prósent félagsmanna konur en það eru þó karlmenn sem fara fyrir forystu allra félaganna og sitja í formannssæti. Félagsmenn kjósa sína formenn og því eru það að meirihluta konur sem kjósa karla til formennsku í þessum tilfellum. Gyða Margrét Pétursdóttir kynjafræðingur vill þó ekki taka undir hugmyndir um að konur treysti ekki konum til stjórnunarstarfa. „Í tilfelli leikskólakennara má líta á það sem klókt bragð að fá karlmann til formennsku. Eins og vitað er fá karlar sem ráðast til starfa á þessum vettvangi mikla athygli í samfélaginu, þetta er mögulega viðleitni til að þoka málum áfram í kjarabaráttu og auka virðingu fyrir stéttinni. Einnig gæti það leitt til þess að fleiri karlar sjái fyrir sér að starfa á þessum vettvangi.“ Gyða segir að samfélagið virðist virka þannig að frekar sé hlustað á karla og að þeirra kröfugerðir séu afgreiddar með öðrum hætti en kröfur kvenna. „En maður óttast að þetta verði til þess að festa þær hugmyndir í sessi og senda þau skilaboð til kvenna að halda áfram að vera sætar, halda kjafti og láta karlmenn sjá um hlutina.“ Fyrir fáeinum vikum var formannskjör í Kennarasambandi Íslands þar sem 80 prósent félagsmanna eru konur. Tveir menn buðu sig fram og því vaknar sú spurning hvort konur treysti sér ekki eða vilji ekki sinna stjórnarstörfum. „Þarna hefur samfélagið kennt okkur að karlmenn séu best til þess fallnir að vera leiðtogar. Það sýnir það með áþreifanlegum hætti þegar skoðað er hverjir eru forstjórar fyrirtækja og í helstu áhrifastöðum í samfélaginu. Flestir kannast við hugtakið glerþakið sem konur rekast á þegar þær reyna að komast til æðstu metorða. Hugtakið glerrúllustigi lýsir því hvernig karlmenn ferðast á toppinn.“ Gyða segir tilefni til að skoða þessa stöðu betur þar sem konur eru helmingur mannkyns og ættu að sjálfsögðu að vera helmingur stjórnenda. Finnst henni þó ekki skipta höfuðmáli hvernig kynjaskiptingin er í félaginu. „Það væri til dæmis gaman að sjá konu sem væri formaður Landssambands lögreglumanna eða Rafiðnaðarsambands Íslands. Það væri svo sannarlega athyglisvert að sjá sömu þróun þar.“
Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent