Eldheimar munu kosta 890 milljónir Freyr Bjarnason skrifar 2. janúar 2014 12:00 Bygging safnsins er komin langt á veg. Þungamiðjan verða rústir af Gerðisbraut 10 sem grófst undir ösku í gosinu 1973. Mynd/Óskar pétur friðriksson Stefnt er að því að safnið Eldheimar í Vestmannaeyjum opni næsta vor. Kostnaður við safnið nemur um 890 milljónum króna og hann er að mestu greiddur úr bæjarsjóði. Um þrjú hundruð milljónir króna koma frá ríkissjóði en sá peningur átti upphaflega að fara í byggingu nýs menningarhúss í bænum, sem síðan var hætt við. Að auki hefur bærinn fengið lægri upphæðir í styrk, m.a. sjö milljónir króna úr framkvæmdasjóði Ferðamannastaða, og styrk frá Ferðamannaráði. Þungamiðja safnsins verða rústir af Gerðisbraut 10 sem grófst undir ösku í Vestmannaeyjagosinu 1973. Að sögn Kristínar Jóhannsdóttur, menningar- og markaðsstjóra Vestmannaeyjabæjar, er bygging safnsins komin langt á veg en uppgröfturinn hefur staðið yfir undanfarin ár. Húsið verður á tveimur hæðum, alls 1.161 fermetri. Aðspurð segir Kristín að margir útlendingar bíði spenntir eftir því að safnið opni. „Þetta verkefni er búið að vera í heilmikilli alþjóðlegri kynningu frá því að uppgröfturinn byrjaði. Við erum mikið bókuð þegar kemur að ferðamönnum almennt en það er mikill alþjóðlegur áhugi á Eldheimum, enda er gossagan okkar gríðarlega mikilvæg,“ segir hún. „Við erum að klára þetta stóra gosár hérna og Eldheimar eru klárlega eitt af því sem við höfum verið að selja og gera út á.“ Hún telur að rúmlega eitt hundruð þúsund erlendir ferðamenn hafi komið til Vestmannaeyja á árinu og vonast til að þeir verði enn fleiri 2014, meðal annars með aðstoð Eldheima. Arkitekt hússins er Margrét Kristín Gunnarsdóttir, landlagsarkitekt er Lilja Kristín Ólafsdóttir og sýningarhönnuður er Axel Hallkell Jóhannesson, sem er einnig maðurinn á bak við hönnun Landnámssetursins. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira
Stefnt er að því að safnið Eldheimar í Vestmannaeyjum opni næsta vor. Kostnaður við safnið nemur um 890 milljónum króna og hann er að mestu greiddur úr bæjarsjóði. Um þrjú hundruð milljónir króna koma frá ríkissjóði en sá peningur átti upphaflega að fara í byggingu nýs menningarhúss í bænum, sem síðan var hætt við. Að auki hefur bærinn fengið lægri upphæðir í styrk, m.a. sjö milljónir króna úr framkvæmdasjóði Ferðamannastaða, og styrk frá Ferðamannaráði. Þungamiðja safnsins verða rústir af Gerðisbraut 10 sem grófst undir ösku í Vestmannaeyjagosinu 1973. Að sögn Kristínar Jóhannsdóttur, menningar- og markaðsstjóra Vestmannaeyjabæjar, er bygging safnsins komin langt á veg en uppgröfturinn hefur staðið yfir undanfarin ár. Húsið verður á tveimur hæðum, alls 1.161 fermetri. Aðspurð segir Kristín að margir útlendingar bíði spenntir eftir því að safnið opni. „Þetta verkefni er búið að vera í heilmikilli alþjóðlegri kynningu frá því að uppgröfturinn byrjaði. Við erum mikið bókuð þegar kemur að ferðamönnum almennt en það er mikill alþjóðlegur áhugi á Eldheimum, enda er gossagan okkar gríðarlega mikilvæg,“ segir hún. „Við erum að klára þetta stóra gosár hérna og Eldheimar eru klárlega eitt af því sem við höfum verið að selja og gera út á.“ Hún telur að rúmlega eitt hundruð þúsund erlendir ferðamenn hafi komið til Vestmannaeyja á árinu og vonast til að þeir verði enn fleiri 2014, meðal annars með aðstoð Eldheima. Arkitekt hússins er Margrét Kristín Gunnarsdóttir, landlagsarkitekt er Lilja Kristín Ólafsdóttir og sýningarhönnuður er Axel Hallkell Jóhannesson, sem er einnig maðurinn á bak við hönnun Landnámssetursins.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira