Dagskrá Alþingis í algerri óvissu Heimir Már Pétursson skrifar 7. mars 2014 20:35 Alger óvissa ríkir um dagskrá Alþingis í næstu viku þar sem ekkert samkomulag liggur enn fyrir um hvernig afgreiða eigi þær tillögur sem liggja fyrir varðandi aðildarviðræður við Evrópusambandið. Stjórnarandstaðan segir boltann hjá stjórnarflokkunum. Formenn stjórnmálaflokkanna hafa ekkert rætt saman í þessari viku til að reyna að ná einhverju samkomulagi um afgreiðslu Evrópumálanna á Alþingi í næstu viku. Fulltrúar þingflokkanna funduðu með forseta Alþingis í dag og eins og er liggur engin dagskrá fyrir fundi Alþingis á mánudag. Þegar forseti kynnti sammkomulag um lok umræðna um skýrslu Hagfræðistofnunnar á fimmtudag í síðustu viku greindi hann frá því að leitað yrði hófana um framgang mála í þeirri viku sem nú er að líða. Eftir fund með þingfloksformönnum í dag sagði hann að dagskrá fyrir þingfund á mánudag lægi ekki fyrir og yrði ekki ákveðin fyrr en í ljós kæmi hvort samkomulag næðist milli formanna flokkanna. „Það liggur alla vega fyrir að boðuð samtöl milli forystumanna flokkanna hafa ekki átt sér stað. Það er föstudagur í dag, það er þingfundur boðaður á mánudaginn. Þannig að við vitum ekki enn þá hvort menn ná eitthvað saman í samræmi við boðaða áætlun. En við auðvitað vonum það. Boltinn er hjá ríkisstjórnarflokkunum,“ segir Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna. Stjórnarandstaðan sé sammála forseta um að ákveða ekki dagskrá mánudagsins þegar talið var að umræða um þingsályktun utanríkisráðherra um slit aðildarviðræðna við Evrópusambandið héldi áfram, fyrr en staðan skýrðist. Eru ekki allar horfur á að það verði mikil átök í næstu viku? „Ég vona ekki. Það hefur verið góð umræða um þessi mál í utanríkismálanefnd og þar hafa menn verið að fara yfir það hvernig best sé að vinna þessi mál. Þar er ríkur vilji sem ég er mjög ánægður með, til þess að taka ekki bara góða umræðu í nefndinni heldur sömuleiðis koma þeim upplýsingum sem koma fram í skýrslunni (Hagfræðistofnunar) til almennings,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson varaformaður utanríkismálanefndar sem einnig mætti á fund með forseta alþingis í dag í forföllum þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins. Guðlaugur hefur trú á að samkomulag geti náðst. „Þetta snýst bara um það að forystumenn flokkanna og forystumenn í þinginu komi sér saman um það hvernig best sé að vinna þessi mál. Ég hef fulla trú á að okkur takist að gera það. Ég held að það sé afskaplega ríkur vilji hjá almenningi að við gerum það,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson. Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sjá meira
Alger óvissa ríkir um dagskrá Alþingis í næstu viku þar sem ekkert samkomulag liggur enn fyrir um hvernig afgreiða eigi þær tillögur sem liggja fyrir varðandi aðildarviðræður við Evrópusambandið. Stjórnarandstaðan segir boltann hjá stjórnarflokkunum. Formenn stjórnmálaflokkanna hafa ekkert rætt saman í þessari viku til að reyna að ná einhverju samkomulagi um afgreiðslu Evrópumálanna á Alþingi í næstu viku. Fulltrúar þingflokkanna funduðu með forseta Alþingis í dag og eins og er liggur engin dagskrá fyrir fundi Alþingis á mánudag. Þegar forseti kynnti sammkomulag um lok umræðna um skýrslu Hagfræðistofnunnar á fimmtudag í síðustu viku greindi hann frá því að leitað yrði hófana um framgang mála í þeirri viku sem nú er að líða. Eftir fund með þingfloksformönnum í dag sagði hann að dagskrá fyrir þingfund á mánudag lægi ekki fyrir og yrði ekki ákveðin fyrr en í ljós kæmi hvort samkomulag næðist milli formanna flokkanna. „Það liggur alla vega fyrir að boðuð samtöl milli forystumanna flokkanna hafa ekki átt sér stað. Það er föstudagur í dag, það er þingfundur boðaður á mánudaginn. Þannig að við vitum ekki enn þá hvort menn ná eitthvað saman í samræmi við boðaða áætlun. En við auðvitað vonum það. Boltinn er hjá ríkisstjórnarflokkunum,“ segir Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna. Stjórnarandstaðan sé sammála forseta um að ákveða ekki dagskrá mánudagsins þegar talið var að umræða um þingsályktun utanríkisráðherra um slit aðildarviðræðna við Evrópusambandið héldi áfram, fyrr en staðan skýrðist. Eru ekki allar horfur á að það verði mikil átök í næstu viku? „Ég vona ekki. Það hefur verið góð umræða um þessi mál í utanríkismálanefnd og þar hafa menn verið að fara yfir það hvernig best sé að vinna þessi mál. Þar er ríkur vilji sem ég er mjög ánægður með, til þess að taka ekki bara góða umræðu í nefndinni heldur sömuleiðis koma þeim upplýsingum sem koma fram í skýrslunni (Hagfræðistofnunar) til almennings,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson varaformaður utanríkismálanefndar sem einnig mætti á fund með forseta alþingis í dag í forföllum þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins. Guðlaugur hefur trú á að samkomulag geti náðst. „Þetta snýst bara um það að forystumenn flokkanna og forystumenn í þinginu komi sér saman um það hvernig best sé að vinna þessi mál. Ég hef fulla trú á að okkur takist að gera það. Ég held að það sé afskaplega ríkur vilji hjá almenningi að við gerum það,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson.
Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sjá meira