Sakar oddvita Samfylkingarinnar um að ganga gegn hagsmunum bæjarbúa Sveinn Arnarsson skrifar 8. maí 2014 11:12 Þorkell Ásgeir Jóhannsson, flugstjóri Mýflugs, er harðorður í garð Loga Más Einarssonar, oddvita Samfylkingarinnar á Akureyri Þorkell Ásgeir Jóhannsson, flugstjóri hjá Mýflugi, sakar Loga Má Einarsson, bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar á Akureyri og oddvita framboðs flokksins til sveitarstjórnarkosninga, um að ganga erinda flokks síns og virða að vettugi hagsmuni Akureyringa í sambandi við veru flugvallar í Vatnsmýri. Vill hann meina að þetta hafi hann gert með því að rita ekki undirskrift sína á lista Hjartans í Vatnsmýri. Þorkell skrifaði grein í Bæjarins bestu sem birtist í gær þess efnis undir yfirskriftinni „Samtrygging innan flokka.“ „Samfylkingin í Reykjavík vinnur gegn hagsmunum landsbyggðarinnar og Logi hefur tekið afstöðu með flokknum sínum sem er aðför að flugvellinum í Reykjavík,“ segir Þorkell Jóhannsson í samtali við Vísi. „Logi hefur gert þetta í orði og til dæmis með því að styðja ekki átak okkar Hjartans í Vatnsmýri. Þar skrifaði hann ekki undir þó honum stæði það til boða.“ „Þannig er Logi að ganga erinda flokks síns og er fylgjandi þeirri eyðileggingarstarfsemi sem á sér stað í borgarstjórn Reykjavíkur, þar af leiðir að hann er á móti hagsmunum Akureyringa í málinu sem eru meðal annars klárir öryggishagsmunir,“ segir Þorkell. „Samfylkingin er klárlega í verki að eyðileggja þennan flugvöll án þess að bíða eftir niðurstöðu úr Rögnunefndinni svokallaðri. Við í samtökunum Hjartað í Vatnsmýri viljum flugvöll í Vatnsmýri eða á jafngóðum stað og í Vatsmýri, vandamálið er það að við sjáum ekki í hendi okkar aðra jafn góða staði eins og Vatnsmýrina“.Reykjavíkurflugvöllur.Vísir/PjeturLogi Már Einarsson gefur lítið fyrir þess lags gífuryrði sem koma fram í grein Þorkels. „Þessi ummæli eru varla svara verð. Ég er ekki, og hef aldrei sagst vera á móti flugvellinum í Vatnsmýrinni. Ég hef hins vegar verið á þeirri skoðun að mannkynið hafi margoft sýnt færni sína, þegar kemur að lausn flókinna verkefna. Þess vegna hef ég ekki útilokað aðra lausn fyrir flugvöll í Reykjavík, enda verði hún að minnsta kosti. jafn góð fyrir alla landsmenn og núverandi flugvöllur. Þessu sjónarmiði hef ég margoft komið á framfæri m.a. í blaðagreinum," segir Logi Már. „Það er að sjálfsögðu gríðarlega mikilvægt að aðgengi allra landsmanna að höfuðborginni sé gott og sjúkraflutningar eins skilvirkir og nokkur er kostur. Það er hins vegar líka bráðnauðsynlegt að Reykjavík nái að styrkjast og þróast til langrar framtíðar. Af hverju látum við þetta mál ekki vera prófstein á það hvort við getum tekist á við flókin viðfangsefni og leyst þau farsællega án gífuryrða og skætings? Viðfangsefnið ætti ekki bara að vera að halda aðstöðu til sjúkraflutninga og aðgengi að höfuðborginni óbreyttu heldur að þjónustan verði enn betri," bætir Logi Már við. Um ástæður þess að hann hafi ekki skrifað undir lista Hjartans í Vatnsmýri segir Logi: „Það er hins vegar rétt að ég skrifaði ekki undir þennan lista enda fannst mér menn gefa sér að núverandi fyrirkomulag Reykjavíkurflugvallar vera besti kosturinn um alla framtíð. Ég er ekki sannfærður um það. Þess vegna á að gefa Rögnunefndinni umsamið svigrúm til þess að finna lausn sem hámarkar ávinning allra landsmanna. Á meðan sú lausn er ekki fundin á flugvöllurinn að sjálfsögðu ekki að víkja úr Vatnsmýrinni."Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar Kosningar 2014 fréttir Tengdar fréttir Vilja nýja íbúakosningu um flugvöllinn þegar nefnd lýkur störfum Samstaða virðist meiri um stefnuna í flugvallarmálum hjá frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins en var í fyrri hópi borgarfulltrúa flokksins. 19. apríl 2014 07:00 Rúm áttatíu prósent landsmanna vilja flugvöllinn í Vatnsmýri Samkvæmt könnun MMR, sem unnin var fyrir Hjartað í Vatnsmýri, vilja rúmlega 71 prósent íbúa í Reykjavík halda vellinum þar sem hann er. 27. apríl 2014 16:58 „Við leggjumst gegn þeim áformum að flugvallarstarfsemi víki úr Vatnsmýrinni“ Í dag mun Hjartað í Vatnsmýri afhenda Einari K. Guðfinnssyni, forseta Alþingis, áskorun til stjórnvalda sem rúmlega 69.000 manns hafa skrifað undir. 5. maí 2014 09:01 Komið að ögurstundu fyrir Reykjavíkurflugvöll Formenn samtakanna Hjartað í Vatnsmýri segja meirihluta borgarstjórnar ekki virða samkomulag um sáttaferli flugvallarins heldur fara fram með offorsi í átt að niðurrifi hans. Samkvæmt nýsamþykktu deiliskipulagi mun neyðarflubrautin víkja. 2. maí 2014 14:15 Framkvæmdaleyfi við Reykjavíkurflugvöll geti fengist á næstu vikum Staðan í flugvallarmálinu hefur aldrei verið jafnalvarleg og nú, segja formenn Hjartans í Vatnsmýrinni. Leyfi fyrir framkvæmdum í kringum völlinn geti komið til á næstu vikum og meirihlutinn í borgarstjórn vanvirði samkomulag um sáttarferli. Samkvæmt nýju deiliskipulagi mun neyðarflugbrautin víkja. 2. maí 2014 20:00 „Íslendingar munu aldrei byggja nýjan flugvöll“ „Íslendingar munu aldrei byggja nýjan flugvöll, það er bara þannig,“ sagði Elín Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Isavia á fundi Sjálfstæðisfélagsins á Akureyri í kvöld, um framtíð Reykjavíkurflugvallar og stöðu innanlandsflugsins. 14. apríl 2014 22:38 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Sjá meira
Þorkell Ásgeir Jóhannsson, flugstjóri hjá Mýflugi, sakar Loga Má Einarsson, bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar á Akureyri og oddvita framboðs flokksins til sveitarstjórnarkosninga, um að ganga erinda flokks síns og virða að vettugi hagsmuni Akureyringa í sambandi við veru flugvallar í Vatnsmýri. Vill hann meina að þetta hafi hann gert með því að rita ekki undirskrift sína á lista Hjartans í Vatnsmýri. Þorkell skrifaði grein í Bæjarins bestu sem birtist í gær þess efnis undir yfirskriftinni „Samtrygging innan flokka.“ „Samfylkingin í Reykjavík vinnur gegn hagsmunum landsbyggðarinnar og Logi hefur tekið afstöðu með flokknum sínum sem er aðför að flugvellinum í Reykjavík,“ segir Þorkell Jóhannsson í samtali við Vísi. „Logi hefur gert þetta í orði og til dæmis með því að styðja ekki átak okkar Hjartans í Vatnsmýri. Þar skrifaði hann ekki undir þó honum stæði það til boða.“ „Þannig er Logi að ganga erinda flokks síns og er fylgjandi þeirri eyðileggingarstarfsemi sem á sér stað í borgarstjórn Reykjavíkur, þar af leiðir að hann er á móti hagsmunum Akureyringa í málinu sem eru meðal annars klárir öryggishagsmunir,“ segir Þorkell. „Samfylkingin er klárlega í verki að eyðileggja þennan flugvöll án þess að bíða eftir niðurstöðu úr Rögnunefndinni svokallaðri. Við í samtökunum Hjartað í Vatnsmýri viljum flugvöll í Vatnsmýri eða á jafngóðum stað og í Vatsmýri, vandamálið er það að við sjáum ekki í hendi okkar aðra jafn góða staði eins og Vatnsmýrina“.Reykjavíkurflugvöllur.Vísir/PjeturLogi Már Einarsson gefur lítið fyrir þess lags gífuryrði sem koma fram í grein Þorkels. „Þessi ummæli eru varla svara verð. Ég er ekki, og hef aldrei sagst vera á móti flugvellinum í Vatnsmýrinni. Ég hef hins vegar verið á þeirri skoðun að mannkynið hafi margoft sýnt færni sína, þegar kemur að lausn flókinna verkefna. Þess vegna hef ég ekki útilokað aðra lausn fyrir flugvöll í Reykjavík, enda verði hún að minnsta kosti. jafn góð fyrir alla landsmenn og núverandi flugvöllur. Þessu sjónarmiði hef ég margoft komið á framfæri m.a. í blaðagreinum," segir Logi Már. „Það er að sjálfsögðu gríðarlega mikilvægt að aðgengi allra landsmanna að höfuðborginni sé gott og sjúkraflutningar eins skilvirkir og nokkur er kostur. Það er hins vegar líka bráðnauðsynlegt að Reykjavík nái að styrkjast og þróast til langrar framtíðar. Af hverju látum við þetta mál ekki vera prófstein á það hvort við getum tekist á við flókin viðfangsefni og leyst þau farsællega án gífuryrða og skætings? Viðfangsefnið ætti ekki bara að vera að halda aðstöðu til sjúkraflutninga og aðgengi að höfuðborginni óbreyttu heldur að þjónustan verði enn betri," bætir Logi Már við. Um ástæður þess að hann hafi ekki skrifað undir lista Hjartans í Vatnsmýri segir Logi: „Það er hins vegar rétt að ég skrifaði ekki undir þennan lista enda fannst mér menn gefa sér að núverandi fyrirkomulag Reykjavíkurflugvallar vera besti kosturinn um alla framtíð. Ég er ekki sannfærður um það. Þess vegna á að gefa Rögnunefndinni umsamið svigrúm til þess að finna lausn sem hámarkar ávinning allra landsmanna. Á meðan sú lausn er ekki fundin á flugvöllurinn að sjálfsögðu ekki að víkja úr Vatnsmýrinni."Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar
Kosningar 2014 fréttir Tengdar fréttir Vilja nýja íbúakosningu um flugvöllinn þegar nefnd lýkur störfum Samstaða virðist meiri um stefnuna í flugvallarmálum hjá frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins en var í fyrri hópi borgarfulltrúa flokksins. 19. apríl 2014 07:00 Rúm áttatíu prósent landsmanna vilja flugvöllinn í Vatnsmýri Samkvæmt könnun MMR, sem unnin var fyrir Hjartað í Vatnsmýri, vilja rúmlega 71 prósent íbúa í Reykjavík halda vellinum þar sem hann er. 27. apríl 2014 16:58 „Við leggjumst gegn þeim áformum að flugvallarstarfsemi víki úr Vatnsmýrinni“ Í dag mun Hjartað í Vatnsmýri afhenda Einari K. Guðfinnssyni, forseta Alþingis, áskorun til stjórnvalda sem rúmlega 69.000 manns hafa skrifað undir. 5. maí 2014 09:01 Komið að ögurstundu fyrir Reykjavíkurflugvöll Formenn samtakanna Hjartað í Vatnsmýri segja meirihluta borgarstjórnar ekki virða samkomulag um sáttaferli flugvallarins heldur fara fram með offorsi í átt að niðurrifi hans. Samkvæmt nýsamþykktu deiliskipulagi mun neyðarflubrautin víkja. 2. maí 2014 14:15 Framkvæmdaleyfi við Reykjavíkurflugvöll geti fengist á næstu vikum Staðan í flugvallarmálinu hefur aldrei verið jafnalvarleg og nú, segja formenn Hjartans í Vatnsmýrinni. Leyfi fyrir framkvæmdum í kringum völlinn geti komið til á næstu vikum og meirihlutinn í borgarstjórn vanvirði samkomulag um sáttarferli. Samkvæmt nýju deiliskipulagi mun neyðarflugbrautin víkja. 2. maí 2014 20:00 „Íslendingar munu aldrei byggja nýjan flugvöll“ „Íslendingar munu aldrei byggja nýjan flugvöll, það er bara þannig,“ sagði Elín Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Isavia á fundi Sjálfstæðisfélagsins á Akureyri í kvöld, um framtíð Reykjavíkurflugvallar og stöðu innanlandsflugsins. 14. apríl 2014 22:38 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Sjá meira
Vilja nýja íbúakosningu um flugvöllinn þegar nefnd lýkur störfum Samstaða virðist meiri um stefnuna í flugvallarmálum hjá frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins en var í fyrri hópi borgarfulltrúa flokksins. 19. apríl 2014 07:00
Rúm áttatíu prósent landsmanna vilja flugvöllinn í Vatnsmýri Samkvæmt könnun MMR, sem unnin var fyrir Hjartað í Vatnsmýri, vilja rúmlega 71 prósent íbúa í Reykjavík halda vellinum þar sem hann er. 27. apríl 2014 16:58
„Við leggjumst gegn þeim áformum að flugvallarstarfsemi víki úr Vatnsmýrinni“ Í dag mun Hjartað í Vatnsmýri afhenda Einari K. Guðfinnssyni, forseta Alþingis, áskorun til stjórnvalda sem rúmlega 69.000 manns hafa skrifað undir. 5. maí 2014 09:01
Komið að ögurstundu fyrir Reykjavíkurflugvöll Formenn samtakanna Hjartað í Vatnsmýri segja meirihluta borgarstjórnar ekki virða samkomulag um sáttaferli flugvallarins heldur fara fram með offorsi í átt að niðurrifi hans. Samkvæmt nýsamþykktu deiliskipulagi mun neyðarflubrautin víkja. 2. maí 2014 14:15
Framkvæmdaleyfi við Reykjavíkurflugvöll geti fengist á næstu vikum Staðan í flugvallarmálinu hefur aldrei verið jafnalvarleg og nú, segja formenn Hjartans í Vatnsmýrinni. Leyfi fyrir framkvæmdum í kringum völlinn geti komið til á næstu vikum og meirihlutinn í borgarstjórn vanvirði samkomulag um sáttarferli. Samkvæmt nýju deiliskipulagi mun neyðarflugbrautin víkja. 2. maí 2014 20:00
„Íslendingar munu aldrei byggja nýjan flugvöll“ „Íslendingar munu aldrei byggja nýjan flugvöll, það er bara þannig,“ sagði Elín Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Isavia á fundi Sjálfstæðisfélagsins á Akureyri í kvöld, um framtíð Reykjavíkurflugvallar og stöðu innanlandsflugsins. 14. apríl 2014 22:38