ESB slitatillagan þvælist fyrir þinglokum Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 8. maí 2014 11:00 Stjórnarandstaðan segir ekki koma til greina að semja um þinglok nema sátt takist um afdrif ESB-slitatillögu utanríkisráðherra. vísir/gva Stjórnarandstaðan á Alþingi segir ekki til umræðu að semja um þinglok nema ljóst sé hver örlög þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um slit á viðræðum við ESB verða. Stjórnarandstaðan heldur því fram að Sjálfstæðisflokkurinn vilji að tillagan verði dregin til baka en það vilji framsóknarmenn ekki. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, segir að staðan varðandi þinglok sé enn fremur óljós. Birgir Ármannsson, formaður utanríkismálanefndar, hefur sagt að það sé ekki raunhæfur möguleiki að klára umfjöllun um tillöguna fyrir áætlað þinghlé 16. maí. „Menn eru að vinna sig í átt að ákveðinni niðurstöðu og svo verður að koma í ljós hvort það tekst,“ segir Birgir. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir að ef það eigi að semja um þinglok verði að leggja slitatillöguna til hliðar á yfirstandandi þingi. „Það verður svo að ná sátt um aðkomu þjóðarinnar að málinu,“ segir Árni Páll. Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, segir að hans flokkur sé ekki mikið fyrir að tefja mál. Hann segir ESB-málið þó það stórt og umdeilt að það væri rugl að taka það út úr nefndinni. „Slit á viðræðum við ESB eru algerlega út í hött og um það fjallar tillagan. Það er því rétt að svæfa hana í utanríkismálanefnd. Við verðum að fá loforð fyrir því að tillagan verði ekki borin fram aftur í haust,“ segir Guðmundur. Hann segir að það eigi að nota sumarið til að ná sáttum um málið, það sé vel hægt, til dæmis á grundvelli þess sem kemur fram í stjórnarsáttmálanum. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, tekur undir að það verði að ná sátt um afdrif tillögunnar og málsmeðferð ef það eigi að semja um þinglok. Í herbúðum VG minna menn á að flokkurinn hafi lagt fram þingsályktunartillögu til sátta í málinu. Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segir það rétt að ekki verði samið um þinglok nema endanlegar lyktir fáist í ESB-málið. Hún segir að að hennar mati eigi utanríkismálanefnd þingsins að halda áfram umfjöllun um þingsályktunartillöguna í sumar og vinna úr þeim umsögnum sem borist hafa. Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Ísland meðal ríkja sem vilja breytingar á Mannréttindasáttmálanum Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Ísland verður ekki með í Eurovision Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Sjá meira
Stjórnarandstaðan á Alþingi segir ekki til umræðu að semja um þinglok nema ljóst sé hver örlög þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um slit á viðræðum við ESB verða. Stjórnarandstaðan heldur því fram að Sjálfstæðisflokkurinn vilji að tillagan verði dregin til baka en það vilji framsóknarmenn ekki. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, segir að staðan varðandi þinglok sé enn fremur óljós. Birgir Ármannsson, formaður utanríkismálanefndar, hefur sagt að það sé ekki raunhæfur möguleiki að klára umfjöllun um tillöguna fyrir áætlað þinghlé 16. maí. „Menn eru að vinna sig í átt að ákveðinni niðurstöðu og svo verður að koma í ljós hvort það tekst,“ segir Birgir. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir að ef það eigi að semja um þinglok verði að leggja slitatillöguna til hliðar á yfirstandandi þingi. „Það verður svo að ná sátt um aðkomu þjóðarinnar að málinu,“ segir Árni Páll. Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, segir að hans flokkur sé ekki mikið fyrir að tefja mál. Hann segir ESB-málið þó það stórt og umdeilt að það væri rugl að taka það út úr nefndinni. „Slit á viðræðum við ESB eru algerlega út í hött og um það fjallar tillagan. Það er því rétt að svæfa hana í utanríkismálanefnd. Við verðum að fá loforð fyrir því að tillagan verði ekki borin fram aftur í haust,“ segir Guðmundur. Hann segir að það eigi að nota sumarið til að ná sáttum um málið, það sé vel hægt, til dæmis á grundvelli þess sem kemur fram í stjórnarsáttmálanum. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, tekur undir að það verði að ná sátt um afdrif tillögunnar og málsmeðferð ef það eigi að semja um þinglok. Í herbúðum VG minna menn á að flokkurinn hafi lagt fram þingsályktunartillögu til sátta í málinu. Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segir það rétt að ekki verði samið um þinglok nema endanlegar lyktir fáist í ESB-málið. Hún segir að að hennar mati eigi utanríkismálanefnd þingsins að halda áfram umfjöllun um þingsályktunartillöguna í sumar og vinna úr þeim umsögnum sem borist hafa.
Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Ísland meðal ríkja sem vilja breytingar á Mannréttindasáttmálanum Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Ísland verður ekki með í Eurovision Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Sjá meira