ESB slitatillagan þvælist fyrir þinglokum Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 8. maí 2014 11:00 Stjórnarandstaðan segir ekki koma til greina að semja um þinglok nema sátt takist um afdrif ESB-slitatillögu utanríkisráðherra. vísir/gva Stjórnarandstaðan á Alþingi segir ekki til umræðu að semja um þinglok nema ljóst sé hver örlög þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um slit á viðræðum við ESB verða. Stjórnarandstaðan heldur því fram að Sjálfstæðisflokkurinn vilji að tillagan verði dregin til baka en það vilji framsóknarmenn ekki. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, segir að staðan varðandi þinglok sé enn fremur óljós. Birgir Ármannsson, formaður utanríkismálanefndar, hefur sagt að það sé ekki raunhæfur möguleiki að klára umfjöllun um tillöguna fyrir áætlað þinghlé 16. maí. „Menn eru að vinna sig í átt að ákveðinni niðurstöðu og svo verður að koma í ljós hvort það tekst,“ segir Birgir. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir að ef það eigi að semja um þinglok verði að leggja slitatillöguna til hliðar á yfirstandandi þingi. „Það verður svo að ná sátt um aðkomu þjóðarinnar að málinu,“ segir Árni Páll. Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, segir að hans flokkur sé ekki mikið fyrir að tefja mál. Hann segir ESB-málið þó það stórt og umdeilt að það væri rugl að taka það út úr nefndinni. „Slit á viðræðum við ESB eru algerlega út í hött og um það fjallar tillagan. Það er því rétt að svæfa hana í utanríkismálanefnd. Við verðum að fá loforð fyrir því að tillagan verði ekki borin fram aftur í haust,“ segir Guðmundur. Hann segir að það eigi að nota sumarið til að ná sáttum um málið, það sé vel hægt, til dæmis á grundvelli þess sem kemur fram í stjórnarsáttmálanum. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, tekur undir að það verði að ná sátt um afdrif tillögunnar og málsmeðferð ef það eigi að semja um þinglok. Í herbúðum VG minna menn á að flokkurinn hafi lagt fram þingsályktunartillögu til sátta í málinu. Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segir það rétt að ekki verði samið um þinglok nema endanlegar lyktir fáist í ESB-málið. Hún segir að að hennar mati eigi utanríkismálanefnd þingsins að halda áfram umfjöllun um þingsályktunartillöguna í sumar og vinna úr þeim umsögnum sem borist hafa. Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Fleiri fréttir Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Sjá meira
Stjórnarandstaðan á Alþingi segir ekki til umræðu að semja um þinglok nema ljóst sé hver örlög þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um slit á viðræðum við ESB verða. Stjórnarandstaðan heldur því fram að Sjálfstæðisflokkurinn vilji að tillagan verði dregin til baka en það vilji framsóknarmenn ekki. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, segir að staðan varðandi þinglok sé enn fremur óljós. Birgir Ármannsson, formaður utanríkismálanefndar, hefur sagt að það sé ekki raunhæfur möguleiki að klára umfjöllun um tillöguna fyrir áætlað þinghlé 16. maí. „Menn eru að vinna sig í átt að ákveðinni niðurstöðu og svo verður að koma í ljós hvort það tekst,“ segir Birgir. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir að ef það eigi að semja um þinglok verði að leggja slitatillöguna til hliðar á yfirstandandi þingi. „Það verður svo að ná sátt um aðkomu þjóðarinnar að málinu,“ segir Árni Páll. Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, segir að hans flokkur sé ekki mikið fyrir að tefja mál. Hann segir ESB-málið þó það stórt og umdeilt að það væri rugl að taka það út úr nefndinni. „Slit á viðræðum við ESB eru algerlega út í hött og um það fjallar tillagan. Það er því rétt að svæfa hana í utanríkismálanefnd. Við verðum að fá loforð fyrir því að tillagan verði ekki borin fram aftur í haust,“ segir Guðmundur. Hann segir að það eigi að nota sumarið til að ná sáttum um málið, það sé vel hægt, til dæmis á grundvelli þess sem kemur fram í stjórnarsáttmálanum. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, tekur undir að það verði að ná sátt um afdrif tillögunnar og málsmeðferð ef það eigi að semja um þinglok. Í herbúðum VG minna menn á að flokkurinn hafi lagt fram þingsályktunartillögu til sátta í málinu. Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segir það rétt að ekki verði samið um þinglok nema endanlegar lyktir fáist í ESB-málið. Hún segir að að hennar mati eigi utanríkismálanefnd þingsins að halda áfram umfjöllun um þingsályktunartillöguna í sumar og vinna úr þeim umsögnum sem borist hafa.
Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Fleiri fréttir Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Sjá meira