Tugir manna við að missa vinnuna hjá Primera Heimir Már Pétursson skrifar 16. október 2014 19:36 Þótt tugir manna séu við það að missa vinnuna hjá Primera Air vegna flutnings fyrirtækisins til útlanda, telja stjórnendur þess að ekki sé um hópuppsögn að ræða. Trúnaðarmaður starfsmanna segir launakjör og réttindi starfsmanna mun lakari í því landi sem starfsemin verður flutt til. Í dag vinna um 65 manns hjá Primera á skrifstofum félagsins í Kópavogi. Við flestum þessara starfsmanna blasir við að missa vinnuna á næstu vikum eða mánuðum, en í ágúst var tilkynnt að starfsemin yrði öll flutt til Riga í Lettlandi.Kristinn Örn Jóhannesson trúnaðarmaður starfsmanna í VR segir Primera fara framhjá lögum um hópuppsagnir en til þess að um hópuppsögn sé að ræða þarf að segja tíu starfsmönnum eða fleiri upp. „Það á að segja öllum upp á einhverjum tíma. Við lítum á það sem hópuppsögn og að framkvæmdin sé með þeim hætti að félagið sé að fara í kring um lögin um hópuppsögn,“ segir Kristinn Örn. Nú þegar sé búið að segja upp níu manns en fyrirtækið stefnir á að vera svo gott sem alfarið flutt til Riga næsta vor og segir Kristinn að þá hafi 40 til 50 manns misst vinnuna. Hver er munurinn á því fyrir fólk að vera hluti af hópuppsögn eða verið sagt upp án þess? „Tilgangur laganna um hópuppsögn er sá að reyna að koma í veg fyrir hópuppsagnir fyrir það fyrsta eða draga úr áhrifum þeirra. Við það myndast skylda hjá fyrirtækinu að setjast niður með starfsmönnum eða fulltrúum þeirra og semja um þessa hluti,“ segir Kristinn Örn. Starfsemi Primera fer að mestu fram í útlöndum en félagið flýgur þó ekki frá Ríga þangað sem flytja á starfsemina. Kristinn veit ekki til þess að starfsfólki hafi verið boðið að flytja með fyrirtækinu til Riga. „Svo veit ég heldur ekki hvort fólk myndi hafa áhuga á því. Laun þar eru helmingi lægri. Stéttarfélagsaðild þar er mjög lítil, aðeins um 14 prósent vinnumarkaðar í stéttarfélögum. Þannig að þetta er mjög ákjósanlegur staður fyrir atvinnurekendur en kannski ekki eins góður fyrir launafólk,“ segir Kristinn Örn.Hrafn Þorgeirsson forstjóri Primera segir að þar sem færri en tíu hafi verið sagt upp telji fyrirtækið ekki um hópuppsögn að ræða. Fyrirtækið sé nýkomið með flugrekstrarleyfi í Lettlandi. „Við erum líka með flugrekstrarleyfi í Danmörku. Raunverulega flutti fyrirtækið árið 2009 til Danmerkur og þetta er bara framhald af því. En við sáum náttúrlega fram á að þegar við erum komnir með flugfélag í Danmörku og Lettlandi að það var bara ekki skynsamlegt að vera með þriðju skrifstofuna á Íslandi. Þetta snýst eiginlega meira um landafræði en nokkuð annað,“ segir Hrafn. Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Sjá meira
Þótt tugir manna séu við það að missa vinnuna hjá Primera Air vegna flutnings fyrirtækisins til útlanda, telja stjórnendur þess að ekki sé um hópuppsögn að ræða. Trúnaðarmaður starfsmanna segir launakjör og réttindi starfsmanna mun lakari í því landi sem starfsemin verður flutt til. Í dag vinna um 65 manns hjá Primera á skrifstofum félagsins í Kópavogi. Við flestum þessara starfsmanna blasir við að missa vinnuna á næstu vikum eða mánuðum, en í ágúst var tilkynnt að starfsemin yrði öll flutt til Riga í Lettlandi.Kristinn Örn Jóhannesson trúnaðarmaður starfsmanna í VR segir Primera fara framhjá lögum um hópuppsagnir en til þess að um hópuppsögn sé að ræða þarf að segja tíu starfsmönnum eða fleiri upp. „Það á að segja öllum upp á einhverjum tíma. Við lítum á það sem hópuppsögn og að framkvæmdin sé með þeim hætti að félagið sé að fara í kring um lögin um hópuppsögn,“ segir Kristinn Örn. Nú þegar sé búið að segja upp níu manns en fyrirtækið stefnir á að vera svo gott sem alfarið flutt til Riga næsta vor og segir Kristinn að þá hafi 40 til 50 manns misst vinnuna. Hver er munurinn á því fyrir fólk að vera hluti af hópuppsögn eða verið sagt upp án þess? „Tilgangur laganna um hópuppsögn er sá að reyna að koma í veg fyrir hópuppsagnir fyrir það fyrsta eða draga úr áhrifum þeirra. Við það myndast skylda hjá fyrirtækinu að setjast niður með starfsmönnum eða fulltrúum þeirra og semja um þessa hluti,“ segir Kristinn Örn. Starfsemi Primera fer að mestu fram í útlöndum en félagið flýgur þó ekki frá Ríga þangað sem flytja á starfsemina. Kristinn veit ekki til þess að starfsfólki hafi verið boðið að flytja með fyrirtækinu til Riga. „Svo veit ég heldur ekki hvort fólk myndi hafa áhuga á því. Laun þar eru helmingi lægri. Stéttarfélagsaðild þar er mjög lítil, aðeins um 14 prósent vinnumarkaðar í stéttarfélögum. Þannig að þetta er mjög ákjósanlegur staður fyrir atvinnurekendur en kannski ekki eins góður fyrir launafólk,“ segir Kristinn Örn.Hrafn Þorgeirsson forstjóri Primera segir að þar sem færri en tíu hafi verið sagt upp telji fyrirtækið ekki um hópuppsögn að ræða. Fyrirtækið sé nýkomið með flugrekstrarleyfi í Lettlandi. „Við erum líka með flugrekstrarleyfi í Danmörku. Raunverulega flutti fyrirtækið árið 2009 til Danmerkur og þetta er bara framhald af því. En við sáum náttúrlega fram á að þegar við erum komnir með flugfélag í Danmörku og Lettlandi að það var bara ekki skynsamlegt að vera með þriðju skrifstofuna á Íslandi. Þetta snýst eiginlega meira um landafræði en nokkuð annað,“ segir Hrafn.
Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Sjá meira