Tugir manna við að missa vinnuna hjá Primera Heimir Már Pétursson skrifar 16. október 2014 19:36 Þótt tugir manna séu við það að missa vinnuna hjá Primera Air vegna flutnings fyrirtækisins til útlanda, telja stjórnendur þess að ekki sé um hópuppsögn að ræða. Trúnaðarmaður starfsmanna segir launakjör og réttindi starfsmanna mun lakari í því landi sem starfsemin verður flutt til. Í dag vinna um 65 manns hjá Primera á skrifstofum félagsins í Kópavogi. Við flestum þessara starfsmanna blasir við að missa vinnuna á næstu vikum eða mánuðum, en í ágúst var tilkynnt að starfsemin yrði öll flutt til Riga í Lettlandi.Kristinn Örn Jóhannesson trúnaðarmaður starfsmanna í VR segir Primera fara framhjá lögum um hópuppsagnir en til þess að um hópuppsögn sé að ræða þarf að segja tíu starfsmönnum eða fleiri upp. „Það á að segja öllum upp á einhverjum tíma. Við lítum á það sem hópuppsögn og að framkvæmdin sé með þeim hætti að félagið sé að fara í kring um lögin um hópuppsögn,“ segir Kristinn Örn. Nú þegar sé búið að segja upp níu manns en fyrirtækið stefnir á að vera svo gott sem alfarið flutt til Riga næsta vor og segir Kristinn að þá hafi 40 til 50 manns misst vinnuna. Hver er munurinn á því fyrir fólk að vera hluti af hópuppsögn eða verið sagt upp án þess? „Tilgangur laganna um hópuppsögn er sá að reyna að koma í veg fyrir hópuppsagnir fyrir það fyrsta eða draga úr áhrifum þeirra. Við það myndast skylda hjá fyrirtækinu að setjast niður með starfsmönnum eða fulltrúum þeirra og semja um þessa hluti,“ segir Kristinn Örn. Starfsemi Primera fer að mestu fram í útlöndum en félagið flýgur þó ekki frá Ríga þangað sem flytja á starfsemina. Kristinn veit ekki til þess að starfsfólki hafi verið boðið að flytja með fyrirtækinu til Riga. „Svo veit ég heldur ekki hvort fólk myndi hafa áhuga á því. Laun þar eru helmingi lægri. Stéttarfélagsaðild þar er mjög lítil, aðeins um 14 prósent vinnumarkaðar í stéttarfélögum. Þannig að þetta er mjög ákjósanlegur staður fyrir atvinnurekendur en kannski ekki eins góður fyrir launafólk,“ segir Kristinn Örn.Hrafn Þorgeirsson forstjóri Primera segir að þar sem færri en tíu hafi verið sagt upp telji fyrirtækið ekki um hópuppsögn að ræða. Fyrirtækið sé nýkomið með flugrekstrarleyfi í Lettlandi. „Við erum líka með flugrekstrarleyfi í Danmörku. Raunverulega flutti fyrirtækið árið 2009 til Danmerkur og þetta er bara framhald af því. En við sáum náttúrlega fram á að þegar við erum komnir með flugfélag í Danmörku og Lettlandi að það var bara ekki skynsamlegt að vera með þriðju skrifstofuna á Íslandi. Þetta snýst eiginlega meira um landafræði en nokkuð annað,“ segir Hrafn. Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Sjá meira
Þótt tugir manna séu við það að missa vinnuna hjá Primera Air vegna flutnings fyrirtækisins til útlanda, telja stjórnendur þess að ekki sé um hópuppsögn að ræða. Trúnaðarmaður starfsmanna segir launakjör og réttindi starfsmanna mun lakari í því landi sem starfsemin verður flutt til. Í dag vinna um 65 manns hjá Primera á skrifstofum félagsins í Kópavogi. Við flestum þessara starfsmanna blasir við að missa vinnuna á næstu vikum eða mánuðum, en í ágúst var tilkynnt að starfsemin yrði öll flutt til Riga í Lettlandi.Kristinn Örn Jóhannesson trúnaðarmaður starfsmanna í VR segir Primera fara framhjá lögum um hópuppsagnir en til þess að um hópuppsögn sé að ræða þarf að segja tíu starfsmönnum eða fleiri upp. „Það á að segja öllum upp á einhverjum tíma. Við lítum á það sem hópuppsögn og að framkvæmdin sé með þeim hætti að félagið sé að fara í kring um lögin um hópuppsögn,“ segir Kristinn Örn. Nú þegar sé búið að segja upp níu manns en fyrirtækið stefnir á að vera svo gott sem alfarið flutt til Riga næsta vor og segir Kristinn að þá hafi 40 til 50 manns misst vinnuna. Hver er munurinn á því fyrir fólk að vera hluti af hópuppsögn eða verið sagt upp án þess? „Tilgangur laganna um hópuppsögn er sá að reyna að koma í veg fyrir hópuppsagnir fyrir það fyrsta eða draga úr áhrifum þeirra. Við það myndast skylda hjá fyrirtækinu að setjast niður með starfsmönnum eða fulltrúum þeirra og semja um þessa hluti,“ segir Kristinn Örn. Starfsemi Primera fer að mestu fram í útlöndum en félagið flýgur þó ekki frá Ríga þangað sem flytja á starfsemina. Kristinn veit ekki til þess að starfsfólki hafi verið boðið að flytja með fyrirtækinu til Riga. „Svo veit ég heldur ekki hvort fólk myndi hafa áhuga á því. Laun þar eru helmingi lægri. Stéttarfélagsaðild þar er mjög lítil, aðeins um 14 prósent vinnumarkaðar í stéttarfélögum. Þannig að þetta er mjög ákjósanlegur staður fyrir atvinnurekendur en kannski ekki eins góður fyrir launafólk,“ segir Kristinn Örn.Hrafn Þorgeirsson forstjóri Primera segir að þar sem færri en tíu hafi verið sagt upp telji fyrirtækið ekki um hópuppsögn að ræða. Fyrirtækið sé nýkomið með flugrekstrarleyfi í Lettlandi. „Við erum líka með flugrekstrarleyfi í Danmörku. Raunverulega flutti fyrirtækið árið 2009 til Danmerkur og þetta er bara framhald af því. En við sáum náttúrlega fram á að þegar við erum komnir með flugfélag í Danmörku og Lettlandi að það var bara ekki skynsamlegt að vera með þriðju skrifstofuna á Íslandi. Þetta snýst eiginlega meira um landafræði en nokkuð annað,“ segir Hrafn.
Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Sjá meira