Benedikt fær ekki nauðsynlega aðstoð Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 20. nóvember 2014 12:15 Benedikt Hákon Bjarnason. vísir/stefán Reykjavíkurborg var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær sýknuð af kröfu Benedikts Hákonar Bjarnasonar, fjölfatlaðs manns. Benedikt hefur síðustu fjögur ár hefur barist fyrir nauðsynlegri aðstoð allan sólarhringinn með fjárhagsaðstoð Reykjavíkurborgar en hefur ítrekað verið synjað og fór hann því með málið fyrir dómstóla. Kröfur hans voru tvíþættar, annars vegar að felld verði úr gildi ákvörðun Reykjavíkurborgar um synjun á sólarhringsþjónustu á heimili hans og hins vegar kröfu um miskabætur, alls ein og hálf milljón. Það er í ljósi þess að aðstandendur Benedikts og starfsmenn hafa aðstoðað hann launalaust á næturnar síðustu ár. Reykjavíkurborg hefur hingað til útvegað honum aðstoðarfólki í um 16-19 klukkustundir á sólarhring.Gæti orðið fyrir stórtjóni án eftirlits Í stefnunni segir að Benedikt gæti orðið fyrir stórtjóni sé hann án eftirlits, bæði vegna fötlunar hans en einnig vegna mikillar flogaveiki. Hann hefur ítrekað óskað eftir að honum verði veitt aðstoð í samræmi við fötlun hans en hefur honum ávallt verið synjað. Að mati Elíasar Ólafssonar, yfirlæknis á taugalækningadeild Landspítalans, þarf Benedikt aðstoð við alla þætti daglegs lífs, hann tali ekki og geti ekki verið einn.Sjá einnig: Stefnir Jóni Gnarr í von um að fá nauðsynlega þjónustuÞjónusta umfram hámarkið Þá segir í dómnum að þjónusta einstaklinga sé metin og reiknuð samkvæmt ákveðnum forsendum um kostnað. Það sé ákveðinn hámarkstími vegna hvers þjónustuþáttar. Samanlagður tímafjöldi vegna allra þjónustuþátta séu 392 klukkustundir á mánuði. Reykjavíkurborg kveðst hafa gert samning við Benedikt í mars 2013 þar sem miðað hafi verið við 588 klukkustunda þjónustu á mánuði – sem sé umfram 392 klukkustunda hámarkið. „Þessi niðurstaða hafi helgast af því að ljóst var að eldri samningur sem gerður hafi verið áður en stefndi tók við málefnum fatlaðra af ríkinu hafi ekki rúmast innan rammans sem settur hafi verið. Þar sem ekki hafi verið hægt að draga úr þeirri þjónustu sem stefndi naut hafi verið ákveðið að hafa tíma fleiri en verklag heimilaði,“ segir orðrétt í dómnum. Því breyti vottorð Elíasar Ólafssonar yfirlæknis engu. Benedikt hefur búið á eigin heimili með stuðningi stjórnvalda og aðstandenda frá 2001. Hann fékk fyrstur fjölfatlaðra manna að taka þátt í tilraunaverkefni sem aðstandendur hans komu á fót og svipar til þess sem nú hefur verið fært í lög um málefni fatlaðs fólks undir heitinu Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA). „Það er óumdeild læknisfræðileg staðreynd, sem jafnframt er hverjum manni ljós sem hittir stefnanda í fyrsta skipti, að hann þarf á sólarhringsaðstoð þar sem honum er ókleift að sjá um sig sjálfur,“ segir í stefnunni. Málinu var vísað frá dómi í gær. Málskostnaður féll niður og gjafsóknarkostnaður Benedikts verður greiddur úr ríkissjóði. Tengdar fréttir Stefnir Jóni Gnarr í von um að fá nauðsynlega þjónustu Benedikt Hákon Bjarnason, fjölfatlaður maður sem nauðsynlega þarf á sólarhringsaðstoð að halda, hefur stefnt Jóni Gnarr, fyrrverandi borgarstjóra. 22. október 2014 16:20 Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira
Reykjavíkurborg var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær sýknuð af kröfu Benedikts Hákonar Bjarnasonar, fjölfatlaðs manns. Benedikt hefur síðustu fjögur ár hefur barist fyrir nauðsynlegri aðstoð allan sólarhringinn með fjárhagsaðstoð Reykjavíkurborgar en hefur ítrekað verið synjað og fór hann því með málið fyrir dómstóla. Kröfur hans voru tvíþættar, annars vegar að felld verði úr gildi ákvörðun Reykjavíkurborgar um synjun á sólarhringsþjónustu á heimili hans og hins vegar kröfu um miskabætur, alls ein og hálf milljón. Það er í ljósi þess að aðstandendur Benedikts og starfsmenn hafa aðstoðað hann launalaust á næturnar síðustu ár. Reykjavíkurborg hefur hingað til útvegað honum aðstoðarfólki í um 16-19 klukkustundir á sólarhring.Gæti orðið fyrir stórtjóni án eftirlits Í stefnunni segir að Benedikt gæti orðið fyrir stórtjóni sé hann án eftirlits, bæði vegna fötlunar hans en einnig vegna mikillar flogaveiki. Hann hefur ítrekað óskað eftir að honum verði veitt aðstoð í samræmi við fötlun hans en hefur honum ávallt verið synjað. Að mati Elíasar Ólafssonar, yfirlæknis á taugalækningadeild Landspítalans, þarf Benedikt aðstoð við alla þætti daglegs lífs, hann tali ekki og geti ekki verið einn.Sjá einnig: Stefnir Jóni Gnarr í von um að fá nauðsynlega þjónustuÞjónusta umfram hámarkið Þá segir í dómnum að þjónusta einstaklinga sé metin og reiknuð samkvæmt ákveðnum forsendum um kostnað. Það sé ákveðinn hámarkstími vegna hvers þjónustuþáttar. Samanlagður tímafjöldi vegna allra þjónustuþátta séu 392 klukkustundir á mánuði. Reykjavíkurborg kveðst hafa gert samning við Benedikt í mars 2013 þar sem miðað hafi verið við 588 klukkustunda þjónustu á mánuði – sem sé umfram 392 klukkustunda hámarkið. „Þessi niðurstaða hafi helgast af því að ljóst var að eldri samningur sem gerður hafi verið áður en stefndi tók við málefnum fatlaðra af ríkinu hafi ekki rúmast innan rammans sem settur hafi verið. Þar sem ekki hafi verið hægt að draga úr þeirri þjónustu sem stefndi naut hafi verið ákveðið að hafa tíma fleiri en verklag heimilaði,“ segir orðrétt í dómnum. Því breyti vottorð Elíasar Ólafssonar yfirlæknis engu. Benedikt hefur búið á eigin heimili með stuðningi stjórnvalda og aðstandenda frá 2001. Hann fékk fyrstur fjölfatlaðra manna að taka þátt í tilraunaverkefni sem aðstandendur hans komu á fót og svipar til þess sem nú hefur verið fært í lög um málefni fatlaðs fólks undir heitinu Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA). „Það er óumdeild læknisfræðileg staðreynd, sem jafnframt er hverjum manni ljós sem hittir stefnanda í fyrsta skipti, að hann þarf á sólarhringsaðstoð þar sem honum er ókleift að sjá um sig sjálfur,“ segir í stefnunni. Málinu var vísað frá dómi í gær. Málskostnaður féll niður og gjafsóknarkostnaður Benedikts verður greiddur úr ríkissjóði.
Tengdar fréttir Stefnir Jóni Gnarr í von um að fá nauðsynlega þjónustu Benedikt Hákon Bjarnason, fjölfatlaður maður sem nauðsynlega þarf á sólarhringsaðstoð að halda, hefur stefnt Jóni Gnarr, fyrrverandi borgarstjóra. 22. október 2014 16:20 Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira
Stefnir Jóni Gnarr í von um að fá nauðsynlega þjónustu Benedikt Hákon Bjarnason, fjölfatlaður maður sem nauðsynlega þarf á sólarhringsaðstoð að halda, hefur stefnt Jóni Gnarr, fyrrverandi borgarstjóra. 22. október 2014 16:20