Stjórnarandstaðan undrast forgangsröðun ríkisstjórnarinnar Heimir Már Pétursson skrifar 11. nóvember 2014 20:00 Þingmenn stjórnarandstöðunnar undruðust margir á Alþingi í dag að bættur fjárhagur ríkissjóðs verði ekki nýttur til að efla innviði samfélagsins eins og heilbrigðiskerfið í stað þess að hraða greiðslum vegna skuldaniðurfærslu húsnæðislána. Forystumenn stjórnarflokkana segja hraðari greiðslu leiðréttingarinnar spara heimilunum miklar vaxtagreiðslur. Þingmenn ræddu margir leiðréttinguna svo kölluðu á Alþingi í dag. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir það hafa vakið athygli að aðgerðunum hefði verið flýtt vegna bættrar stöðu ríkissjóðs. „Og þá hljóta auðvitað að vakna spurningar um forgangsröðun enn og aftur. Ef afkoma ríkissjóðs er betri en menn höfðu áætlað er spurningin hvernig hún er nýtt. Og á sama tíma og þessi aðgerð er kynnt er hér lagt fram fjáraukalagafrumvarp þar sem ekki er gert ráð fyrir auka fé í rekstur Landsspítalans, sem ég hef þó ekki heyrt annað en að fulltrúar allra flokka hafi talað hér um sem algert forgangsmál,“ sagði Katrín á Alþingi í dag. Þarna væri um milljarða að ræða sem vekti undrun að færu ekki til að styrkja innviði samfélagsins og tóku margir þingmenn undir það.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði sameiginlegar aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa leitt til þess að svigrúm væri að skapast m.a. til að bæta stöðu Landsspítalans. „Það hefur engin áhrif á hitt, að það skuli vera hægt að fjármagna skuldaleiðréttinguna á enn hagkvæmari hátt en áður leit út fyrir, er að sjálfsögðu í þágu heimilanna. En það er líka í þágu ríkisins. Veikir ekki stöðu okkar á öðrum sviðum eða möguleika okkar á að byggja upp í heilbrigðiskerfinu. Þvert á móti, það styrkir hana,“ sagði forsætisráðherra. Fréttastofan sendi fyrirspurn á alla formenn og þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna um hvort þau hefðu sótt um leiðréttinguna. Formenn og þingflokksformenn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna staðfestu að þau hefðu sótt um, formaður og þingflokksformaður Bjartrar framtíðar sögðust af prinsippástæðum ekki fjalla um fjármál fjölskyldu sinnar opinberlega. Þingflokksformaður Pírata sótti ekki um leiðréttinguna persónulega en tekur þátt í að greiða af húsnæðisláni sem sótt var um fyrir. Til að gæta allrar sanngirni sótti sá sem hér skrifar um leiðréttinguna. Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar undruðust margir á Alþingi í dag að bættur fjárhagur ríkissjóðs verði ekki nýttur til að efla innviði samfélagsins eins og heilbrigðiskerfið í stað þess að hraða greiðslum vegna skuldaniðurfærslu húsnæðislána. Forystumenn stjórnarflokkana segja hraðari greiðslu leiðréttingarinnar spara heimilunum miklar vaxtagreiðslur. Þingmenn ræddu margir leiðréttinguna svo kölluðu á Alþingi í dag. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir það hafa vakið athygli að aðgerðunum hefði verið flýtt vegna bættrar stöðu ríkissjóðs. „Og þá hljóta auðvitað að vakna spurningar um forgangsröðun enn og aftur. Ef afkoma ríkissjóðs er betri en menn höfðu áætlað er spurningin hvernig hún er nýtt. Og á sama tíma og þessi aðgerð er kynnt er hér lagt fram fjáraukalagafrumvarp þar sem ekki er gert ráð fyrir auka fé í rekstur Landsspítalans, sem ég hef þó ekki heyrt annað en að fulltrúar allra flokka hafi talað hér um sem algert forgangsmál,“ sagði Katrín á Alþingi í dag. Þarna væri um milljarða að ræða sem vekti undrun að færu ekki til að styrkja innviði samfélagsins og tóku margir þingmenn undir það.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði sameiginlegar aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa leitt til þess að svigrúm væri að skapast m.a. til að bæta stöðu Landsspítalans. „Það hefur engin áhrif á hitt, að það skuli vera hægt að fjármagna skuldaleiðréttinguna á enn hagkvæmari hátt en áður leit út fyrir, er að sjálfsögðu í þágu heimilanna. En það er líka í þágu ríkisins. Veikir ekki stöðu okkar á öðrum sviðum eða möguleika okkar á að byggja upp í heilbrigðiskerfinu. Þvert á móti, það styrkir hana,“ sagði forsætisráðherra. Fréttastofan sendi fyrirspurn á alla formenn og þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna um hvort þau hefðu sótt um leiðréttinguna. Formenn og þingflokksformenn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna staðfestu að þau hefðu sótt um, formaður og þingflokksformaður Bjartrar framtíðar sögðust af prinsippástæðum ekki fjalla um fjármál fjölskyldu sinnar opinberlega. Þingflokksformaður Pírata sótti ekki um leiðréttinguna persónulega en tekur þátt í að greiða af húsnæðisláni sem sótt var um fyrir. Til að gæta allrar sanngirni sótti sá sem hér skrifar um leiðréttinguna.
Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Sjá meira