Stjórnarandstaðan undrast forgangsröðun ríkisstjórnarinnar Heimir Már Pétursson skrifar 11. nóvember 2014 20:00 Þingmenn stjórnarandstöðunnar undruðust margir á Alþingi í dag að bættur fjárhagur ríkissjóðs verði ekki nýttur til að efla innviði samfélagsins eins og heilbrigðiskerfið í stað þess að hraða greiðslum vegna skuldaniðurfærslu húsnæðislána. Forystumenn stjórnarflokkana segja hraðari greiðslu leiðréttingarinnar spara heimilunum miklar vaxtagreiðslur. Þingmenn ræddu margir leiðréttinguna svo kölluðu á Alþingi í dag. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir það hafa vakið athygli að aðgerðunum hefði verið flýtt vegna bættrar stöðu ríkissjóðs. „Og þá hljóta auðvitað að vakna spurningar um forgangsröðun enn og aftur. Ef afkoma ríkissjóðs er betri en menn höfðu áætlað er spurningin hvernig hún er nýtt. Og á sama tíma og þessi aðgerð er kynnt er hér lagt fram fjáraukalagafrumvarp þar sem ekki er gert ráð fyrir auka fé í rekstur Landsspítalans, sem ég hef þó ekki heyrt annað en að fulltrúar allra flokka hafi talað hér um sem algert forgangsmál,“ sagði Katrín á Alþingi í dag. Þarna væri um milljarða að ræða sem vekti undrun að færu ekki til að styrkja innviði samfélagsins og tóku margir þingmenn undir það.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði sameiginlegar aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa leitt til þess að svigrúm væri að skapast m.a. til að bæta stöðu Landsspítalans. „Það hefur engin áhrif á hitt, að það skuli vera hægt að fjármagna skuldaleiðréttinguna á enn hagkvæmari hátt en áður leit út fyrir, er að sjálfsögðu í þágu heimilanna. En það er líka í þágu ríkisins. Veikir ekki stöðu okkar á öðrum sviðum eða möguleika okkar á að byggja upp í heilbrigðiskerfinu. Þvert á móti, það styrkir hana,“ sagði forsætisráðherra. Fréttastofan sendi fyrirspurn á alla formenn og þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna um hvort þau hefðu sótt um leiðréttinguna. Formenn og þingflokksformenn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna staðfestu að þau hefðu sótt um, formaður og þingflokksformaður Bjartrar framtíðar sögðust af prinsippástæðum ekki fjalla um fjármál fjölskyldu sinnar opinberlega. Þingflokksformaður Pírata sótti ekki um leiðréttinguna persónulega en tekur þátt í að greiða af húsnæðisláni sem sótt var um fyrir. Til að gæta allrar sanngirni sótti sá sem hér skrifar um leiðréttinguna. Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar undruðust margir á Alþingi í dag að bættur fjárhagur ríkissjóðs verði ekki nýttur til að efla innviði samfélagsins eins og heilbrigðiskerfið í stað þess að hraða greiðslum vegna skuldaniðurfærslu húsnæðislána. Forystumenn stjórnarflokkana segja hraðari greiðslu leiðréttingarinnar spara heimilunum miklar vaxtagreiðslur. Þingmenn ræddu margir leiðréttinguna svo kölluðu á Alþingi í dag. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir það hafa vakið athygli að aðgerðunum hefði verið flýtt vegna bættrar stöðu ríkissjóðs. „Og þá hljóta auðvitað að vakna spurningar um forgangsröðun enn og aftur. Ef afkoma ríkissjóðs er betri en menn höfðu áætlað er spurningin hvernig hún er nýtt. Og á sama tíma og þessi aðgerð er kynnt er hér lagt fram fjáraukalagafrumvarp þar sem ekki er gert ráð fyrir auka fé í rekstur Landsspítalans, sem ég hef þó ekki heyrt annað en að fulltrúar allra flokka hafi talað hér um sem algert forgangsmál,“ sagði Katrín á Alþingi í dag. Þarna væri um milljarða að ræða sem vekti undrun að færu ekki til að styrkja innviði samfélagsins og tóku margir þingmenn undir það.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði sameiginlegar aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa leitt til þess að svigrúm væri að skapast m.a. til að bæta stöðu Landsspítalans. „Það hefur engin áhrif á hitt, að það skuli vera hægt að fjármagna skuldaleiðréttinguna á enn hagkvæmari hátt en áður leit út fyrir, er að sjálfsögðu í þágu heimilanna. En það er líka í þágu ríkisins. Veikir ekki stöðu okkar á öðrum sviðum eða möguleika okkar á að byggja upp í heilbrigðiskerfinu. Þvert á móti, það styrkir hana,“ sagði forsætisráðherra. Fréttastofan sendi fyrirspurn á alla formenn og þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna um hvort þau hefðu sótt um leiðréttinguna. Formenn og þingflokksformenn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna staðfestu að þau hefðu sótt um, formaður og þingflokksformaður Bjartrar framtíðar sögðust af prinsippástæðum ekki fjalla um fjármál fjölskyldu sinnar opinberlega. Þingflokksformaður Pírata sótti ekki um leiðréttinguna persónulega en tekur þátt í að greiða af húsnæðisláni sem sótt var um fyrir. Til að gæta allrar sanngirni sótti sá sem hér skrifar um leiðréttinguna.
Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Sjá meira