Innlent

Töluverðar skemmdir á B5 og 66°Norður

Samúel Karl Ólason skrifar
„Það kviknaði í grillinu á Hamborgarabúllunni á B5 og kom þar mikill reykur. Við náðum að slökkva það mjög fljótt og aðal vinnan fór í að reyklosa,“ segir Þorvaldur Geirsson, yfirvarðstjóri hjá Slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins. Heimir Már Pétursson ræddi við Þorvald á vettvangi.

Hann sagði að tjón vegna sjálfs brunans hafi ekki verið mikið, en þó hafi skemmdir vegna sóts og reyks verið miklar.

„Svo fór reykurinn inn hjá 66°Norður og það er töluvert tjón þar.“

Hann segir slökkviliðsmenn hafa óttast að eldurinn myndi færa sig á efri hæðir hússins.

„Hann fór upp með loftstokknum og við notuðum körfubíl og settum menn upp á þak. Það slapp alveg því stokkurinn hélt því.“

Þorvaldur segir að vel hafi farið og að bruninn hafi litið illa út í fyrstu. „Við sáum reykinn þegar við keyrðum út fyrst.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×