Innlent

Mikill eldur í Bankastræti fimm

Samúel Karl Ólason skrifar
Slökkviliðið er á staðnum.
Slökkviliðið er á staðnum. Vísir/Ernir
Mikill eldur kviknaði í veitingastaðnum B5 við Bankastræti 5 á sjöunda tímanum í kvöld. Eldurinn kom upp í grilli á staðnum, þar sem Hamborgarabúllan er með starfsemi. Allt tiltækt slökkvilið var sent á vettvang og búið er að ná tökum á eldinum og stendur reykræsting yfir.

Starfsmenn Hamborgarabúllunnar reyndu að slökkva eldinn þegar hann breiddist út en það gekk ekki. Mikinn reyk lagði yfir svæðið og fjölmargir fylgdust með starfi slökkviliðsmanna.

Vinna slökkviliðsins gekk vel og verið er að skoða efri hæðir og þak hússins. Samkvæmt slökkviliðinu er ekki að sjá eld þar. Störfum slökkviliðsins er að ljúka og bílar að tínast aftur á slökkvistöðvar.

Fjölmargir slökkviliðsmenn voru sendir á vettvang.Mynd/Þorgeir Ólafsson
...

Mikill reykur var í húsinu.Mynd/Þorgeir Ólafsson
...

Allt tiltækt slökkvilið fór á vettvang.Mynd/Þorgeir Ólafsson
...

Slökkviliðsmenn náðu fljótlega tökum á eldinum og hófu reykræstingu.Mynd/Þorgeir Ólafsson
...




Fleiri fréttir

Sjá meira


×