Fékk nær tvöfaldan reikning frá þeim sem seldu ekki eignina Aðalsteinn Kjartansson skrifar 17. september 2014 13:28 Ásdís, til vinstri, segist hafa leiðrétt mistökin um leið og hún komst að þeim. Eva, til hægri, segir auglýsingakostnaðinn strax hafa hringt bjöllum hjá sér. Vísir / Samsett mynd „Mér hrís hugur við að hugsa um það hversu margir lenda í svona svínaríi og borga bara brúsann án athugasemda,“ skrifar Eva Skarpaas á bloggsíðu sína um samskipti sín við fasteignasölu Húsaskjól sem var með húseign foreldra hennar í einkasölu um átta mánaða skeið.Lækkaði reikninginn um 109 þúsundForeldrar Evu skiptu um fasteignasölu eftir nokkra mánuði en fengu 227.155 króna reikning frá fasteignasölunni sem ekki náði að selja eignina. Reikningurinn átti hinsvegar eftir að lækka umtalsvert eftir að Eva blandaði sér í málið en lokareikningur hljóðaði upp á 109.185 minna en upphaflega reikningurinn. Eva birtir tölvupóstsamskipti sín við fasteignasöluna og rekur símtöl sem hún átti við starfsmann hennar. Reikningurinn sem hún var ósátt við 112 þúsund króna auglýsingakostnað. Þegar málið var hinsvegar kannað hafði fasteignasalan aðeins auglýst eignina einu sinni.Samningurinn skýr um annan kostnaðÍ samtali við Vísi segir Eva að annar kostnaður en auglýsingakostnaður hafi verið skýr í einkasölusamningnum. Kveðið var á um þjónustugjald ef samningnum yrði rift auk gjalds fyrir gagnaöflun. Auglýsingakostnaðurinn hafi hinsvegar komið eins og þruma úr heiðskýru lofti. „Þessi auglýsingakostnaður, það hringdi strax bjöllum,“ segir Eva. „Þetta voru algjörlega tölur út úr korti fyrir mér.“ Hún sendi fasteignasölunni póst fyrir hönd foreldra sinni og fór fram á skýringar.Úr 112 í 25 þúsund krónurLitlar skýringar fengust og bar fasteignasalinn því við að hún gæti ekki sent sundurgreindan reikning á þriðja aðila. Niðurstaðan var hinsvegar sú að aðeins ein auglýsing hafi birst og var samþykkt að lækka kostnaðinn úr 112 þúsund krónum niður í 25 þúsund krónur vegna þessa. Eva segist hafa fengið mikil viðbrögð við greininni sinni og segir að hátt í þrjátíu þúsund heimsóknir hafi verið á síðuna eftir að færslan birtist. Þá segist hún hafa fengið ógrinni af tölvupóstum frá fólki sem hefur lent í sambærilegri stöðu.Biðst afsökunar á mistökunum„Þetta er óskaplega leiðinlegt mál og ég bið viðkomandi innilega velvirðingar. Það er rétt að við gerðum mistök í þessu máli,“ segir Ásdís Ósk Valsdóttir, löggiltur fasteignasali og sú sem átti í samskiptum við Evu vegna málsins, í tölvupósti til Vísis vegna málsins. Hún segir að verklagsreglum hafi verið breytt í kjölfar mistakana.Ásdís segir að mistökin hafi falist í því að auglýsingin vegna fasteignarinnar hafi verið tekin úr birtingu með stuttum fyrirvara þar sem eignin hafði selst. „Þetta eru algjörlega okkar mistök og höfum við í kjölfarið tekið upp nýtt vinnulag til að koma í veg fyrir samskonar mistök í framtíðinni,“ segir hún. Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
„Mér hrís hugur við að hugsa um það hversu margir lenda í svona svínaríi og borga bara brúsann án athugasemda,“ skrifar Eva Skarpaas á bloggsíðu sína um samskipti sín við fasteignasölu Húsaskjól sem var með húseign foreldra hennar í einkasölu um átta mánaða skeið.Lækkaði reikninginn um 109 þúsundForeldrar Evu skiptu um fasteignasölu eftir nokkra mánuði en fengu 227.155 króna reikning frá fasteignasölunni sem ekki náði að selja eignina. Reikningurinn átti hinsvegar eftir að lækka umtalsvert eftir að Eva blandaði sér í málið en lokareikningur hljóðaði upp á 109.185 minna en upphaflega reikningurinn. Eva birtir tölvupóstsamskipti sín við fasteignasöluna og rekur símtöl sem hún átti við starfsmann hennar. Reikningurinn sem hún var ósátt við 112 þúsund króna auglýsingakostnað. Þegar málið var hinsvegar kannað hafði fasteignasalan aðeins auglýst eignina einu sinni.Samningurinn skýr um annan kostnaðÍ samtali við Vísi segir Eva að annar kostnaður en auglýsingakostnaður hafi verið skýr í einkasölusamningnum. Kveðið var á um þjónustugjald ef samningnum yrði rift auk gjalds fyrir gagnaöflun. Auglýsingakostnaðurinn hafi hinsvegar komið eins og þruma úr heiðskýru lofti. „Þessi auglýsingakostnaður, það hringdi strax bjöllum,“ segir Eva. „Þetta voru algjörlega tölur út úr korti fyrir mér.“ Hún sendi fasteignasölunni póst fyrir hönd foreldra sinni og fór fram á skýringar.Úr 112 í 25 þúsund krónurLitlar skýringar fengust og bar fasteignasalinn því við að hún gæti ekki sent sundurgreindan reikning á þriðja aðila. Niðurstaðan var hinsvegar sú að aðeins ein auglýsing hafi birst og var samþykkt að lækka kostnaðinn úr 112 þúsund krónum niður í 25 þúsund krónur vegna þessa. Eva segist hafa fengið mikil viðbrögð við greininni sinni og segir að hátt í þrjátíu þúsund heimsóknir hafi verið á síðuna eftir að færslan birtist. Þá segist hún hafa fengið ógrinni af tölvupóstum frá fólki sem hefur lent í sambærilegri stöðu.Biðst afsökunar á mistökunum„Þetta er óskaplega leiðinlegt mál og ég bið viðkomandi innilega velvirðingar. Það er rétt að við gerðum mistök í þessu máli,“ segir Ásdís Ósk Valsdóttir, löggiltur fasteignasali og sú sem átti í samskiptum við Evu vegna málsins, í tölvupósti til Vísis vegna málsins. Hún segir að verklagsreglum hafi verið breytt í kjölfar mistakana.Ásdís segir að mistökin hafi falist í því að auglýsingin vegna fasteignarinnar hafi verið tekin úr birtingu með stuttum fyrirvara þar sem eignin hafði selst. „Þetta eru algjörlega okkar mistök og höfum við í kjölfarið tekið upp nýtt vinnulag til að koma í veg fyrir samskonar mistök í framtíðinni,“ segir hún.
Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira