"Þetta eru fordómar gegn mínum trúarlegu viðhorfum“ Ingvar Haraldsson skrifar 9. apríl 2014 16:17 Snorri Óskarsson og Brekkuskóli. Innanríkisráðuneytið úrskurðaði í dag í máli Snorra Óskarssonar, kenndum við Betel, gegn Akureyrarbæ. Málið snérist um brottrekstur Snorra úr starfi sem kennari í Brekkuskóla sumarið 2012. Brottrekstrarsökin voru bloggfærslur sem Snorri birti á heimasíðu sinni um samkynhneigð. Úrskurður innanríkisráðuneytisins var á þá leið að ekki hefði verið ástæða til að segja Snorra upp. „Það er mat ráðuneytisins að sú áminning sem Akureyrarkaupstaður veitti Snorra Óskarssyni í febrúar 2012 hafi ekki byggst á málefnalegum sjónarmiðum. Ráðuneytið hefur þegar komist að þeirri niðurstöðu að sú áminning sem Snorra var veitt þann 13. febrúar 2012 hafi verið ólögmæt og gat því ekki verið fullnægjandi grundvöllur uppsagnar hans.“ Í framhaldinu hyggst Snorri í Betel ráðfæra sig við kennarasambandið og vel komi til greina að fara með málið fyrir dómsstóla. Málið snúist um mannréttindi „.Þetta snýst ekki bara um mig. Þetta snýst um tjáningarfrelsi og hagsmuni kennara. Mega kennarar tjá sig, hafa skoðanir og blogga? Þetta eru fordómar gegn mínum trúarlegu viðhorfum.“Logi Már Einarsson oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri.Skólastjórnendur létu undan þrýstingi Snorri segir skólastjórnendur hafa brugðist honum og látið undan þrýstingi. Þeir hafi ekki staðið vörð um hagsmuni sína sem kennara. En hvaðan kom þessi þrýstingur? „Ég hugsa að þeir hafi látið undan þrýstingi frá stjórnmálamönnum og vinstri hópnum, þá sérstaklega Samfylkingunni. Það var einkum Logi Már Einarsson oddamaður í bæjarstjórn og þáverandi varaþingmaður.“ Logi Már er efsti maður á lista Samfylkingarinnar fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar í vor. Logi svarði ásökunum Snorra á þá leið að hann hafi ekki haft neitt boðvald yfir skólastjórnendum. Hann hafi hinsvegar setið í skólanefnd Brekkuskóla og tekið málið upp þar. „Ég fékk símtöl frá foreldrum og fylgdist með hvernig hann tjáði sig um samkynhneigða vitandi það að hann væri að kenna unglingum sem væru hugsanlega samkynhneigðir. Einnig væri líklegt að nemendur ættu foreldra sem væru samkynhneigðir. Ég taldi að ummælin væru það gróf að ummælin samræmdust á engan hátt störfum hans sem barnakennara. Ég er enn á þeirri skoðun að kennari og aðrir opinberir starfsmenn sem vinna með börnum geti ekki látið svona frá sér. Það sé alveg sama þó klukkan sé orðinn fimm og þeir séu heima í tölvunni.“ En er Snorri enn sömu skoðunar um samkynhneigð? „Það er mjög klárt hjá Jesú Kristi. Karlmenn og konur eiga að lifa saman sem hjón og gera það alveg fram í rauðan dauðann. Það er rangt að karlmenn lifi saman og konur lifi saman.“ Hægt er að lesa úrskurð Innaríkisráðuneytisins í heild sinni hér. Tengdar fréttir Snorri í Betel rekinn vegna skoðana sinna Snorra Óskarssyni, sem oft er kenndur við Betel söfnuðinn í Vestmannaeyjum, hefur verið sagt upp störfum sem kennari á Akureyri. Snorri bloggar um málið og segir að hann hafi verið kallaður á fund fræðslustjóra Akureyrarbæjar fyrr í dag. Þar hafi honum verið tilkynnt að honum hefði verið sagt upp. 12. júlí 2012 17:07 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Sjá meira
Innanríkisráðuneytið úrskurðaði í dag í máli Snorra Óskarssonar, kenndum við Betel, gegn Akureyrarbæ. Málið snérist um brottrekstur Snorra úr starfi sem kennari í Brekkuskóla sumarið 2012. Brottrekstrarsökin voru bloggfærslur sem Snorri birti á heimasíðu sinni um samkynhneigð. Úrskurður innanríkisráðuneytisins var á þá leið að ekki hefði verið ástæða til að segja Snorra upp. „Það er mat ráðuneytisins að sú áminning sem Akureyrarkaupstaður veitti Snorra Óskarssyni í febrúar 2012 hafi ekki byggst á málefnalegum sjónarmiðum. Ráðuneytið hefur þegar komist að þeirri niðurstöðu að sú áminning sem Snorra var veitt þann 13. febrúar 2012 hafi verið ólögmæt og gat því ekki verið fullnægjandi grundvöllur uppsagnar hans.“ Í framhaldinu hyggst Snorri í Betel ráðfæra sig við kennarasambandið og vel komi til greina að fara með málið fyrir dómsstóla. Málið snúist um mannréttindi „.Þetta snýst ekki bara um mig. Þetta snýst um tjáningarfrelsi og hagsmuni kennara. Mega kennarar tjá sig, hafa skoðanir og blogga? Þetta eru fordómar gegn mínum trúarlegu viðhorfum.“Logi Már Einarsson oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri.Skólastjórnendur létu undan þrýstingi Snorri segir skólastjórnendur hafa brugðist honum og látið undan þrýstingi. Þeir hafi ekki staðið vörð um hagsmuni sína sem kennara. En hvaðan kom þessi þrýstingur? „Ég hugsa að þeir hafi látið undan þrýstingi frá stjórnmálamönnum og vinstri hópnum, þá sérstaklega Samfylkingunni. Það var einkum Logi Már Einarsson oddamaður í bæjarstjórn og þáverandi varaþingmaður.“ Logi Már er efsti maður á lista Samfylkingarinnar fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar í vor. Logi svarði ásökunum Snorra á þá leið að hann hafi ekki haft neitt boðvald yfir skólastjórnendum. Hann hafi hinsvegar setið í skólanefnd Brekkuskóla og tekið málið upp þar. „Ég fékk símtöl frá foreldrum og fylgdist með hvernig hann tjáði sig um samkynhneigða vitandi það að hann væri að kenna unglingum sem væru hugsanlega samkynhneigðir. Einnig væri líklegt að nemendur ættu foreldra sem væru samkynhneigðir. Ég taldi að ummælin væru það gróf að ummælin samræmdust á engan hátt störfum hans sem barnakennara. Ég er enn á þeirri skoðun að kennari og aðrir opinberir starfsmenn sem vinna með börnum geti ekki látið svona frá sér. Það sé alveg sama þó klukkan sé orðinn fimm og þeir séu heima í tölvunni.“ En er Snorri enn sömu skoðunar um samkynhneigð? „Það er mjög klárt hjá Jesú Kristi. Karlmenn og konur eiga að lifa saman sem hjón og gera það alveg fram í rauðan dauðann. Það er rangt að karlmenn lifi saman og konur lifi saman.“ Hægt er að lesa úrskurð Innaríkisráðuneytisins í heild sinni hér.
Tengdar fréttir Snorri í Betel rekinn vegna skoðana sinna Snorra Óskarssyni, sem oft er kenndur við Betel söfnuðinn í Vestmannaeyjum, hefur verið sagt upp störfum sem kennari á Akureyri. Snorri bloggar um málið og segir að hann hafi verið kallaður á fund fræðslustjóra Akureyrarbæjar fyrr í dag. Þar hafi honum verið tilkynnt að honum hefði verið sagt upp. 12. júlí 2012 17:07 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Sjá meira
Snorri í Betel rekinn vegna skoðana sinna Snorra Óskarssyni, sem oft er kenndur við Betel söfnuðinn í Vestmannaeyjum, hefur verið sagt upp störfum sem kennari á Akureyri. Snorri bloggar um málið og segir að hann hafi verið kallaður á fund fræðslustjóra Akureyrarbæjar fyrr í dag. Þar hafi honum verið tilkynnt að honum hefði verið sagt upp. 12. júlí 2012 17:07