Mikil vonbrigði að fá ekki að bjóða Gísla Marteini í heimsókn Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 9. apríl 2014 14:19 Meðal þess sem Ómari langaði að sýna Gísla er hellirinn Þríhnúkagífur sem er í landi Kópavogs. VÍSIR/VILHELM Bæjarstjórn Kópavogs hefur hafnað tillögu Ómars Stefánssonar, bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins, um að bjóða Gísla Marteini Baldurssyni og fjölskyldu í helgarferð til Kópavogs. Bæjarráð hafði samþykkt tillöguna en bæjarstjórn hafnaði henni. Tveir bæjarfulltrúar sem greiddu atkvæði með tillögunni í bæjarráði voru fjarverandi að sögn Ómars og varamenn þeirra greiddu ekki atkvæði með tillögunni í bæjarstjórn. „Þetta eru mikil vonbrigði, þú getur rétt ímyndað þér. Þetta er eins og að hafa fengið vilyrði frá pabba um að vinur manns megi gista og svo segir mamma nei,“ segir Ómar. „Þetta er alveg sama tilfinningin.“ Þar sem ágreiningur var um málið í bæjarráði þurfti bæjarstjórn að samþykkja. „Það vekur athygli að sjálfstæðismennirnir, Ármann Kr. Ólafsson og Gunnar Birgisson, vilja alls ekki fá samflokksmann sinn og fyrrverandi borgarfulltrúann í heimsókn. „Þeir nánast féllust í faðma þegar tillagan var felld.“Fór fyrir brjóstið á Kópavogsbúum Ummæli Gísla um Kópavog fóru fyrir brjóstið á mörgum. Ummælin komu fram í erindi hans á ferðamálaráðstefnu Landsbankans. „Ég bið til guðs að einhver túristi lendi ekki í því að vera á einhverju glötuðu hóteli í Kópavogi, fyrirgefið þið. Vegna þess að hann verður bara brenndur af því. Það er ekki gaman þar,“ sagði Gísli meðal annars. „Þau eru sett fram til að gera lítið úr okkar frábæra bæjarfélagi. Þessi ummæli eru Gísla Marteini til skammar og bera vott af hroka og fáfræði ásamt því augljósa að vera kolröng,“ sagði Sigurjón Jónsson, framsóknarmaður í Kópavogi um ummælin. Tillaga Ómars var svohljóðandi: „Bæjarráð felur bæjarstjóra að bjóða Gísla Marteini og fjölskyldu í helgarferð til Kópavogs og kynna fyrir honum unaðsreiti Kópavogs og staði sem gætu haft aðdráttarafl fyrir ferðamenn úr 101 og öðrum heimsborgum.“Ætluðu að gera vel við strákinn „Við ætluðum að „tríta“ hann, gera vel við strákinn og sýna honum unaðsreiti Kópavogs,“ segir Ómar. Aðspurður hverjir þessir unaðsreitir séu nefnir hann Fossvogsdal og Kópavogsdal en í báðum dölunum séu tjarnir. Þá nefnir hann Guðmundarlund og bætir við léttur í bragði að honum megi nánast líkja við Central Park í New York. „Svo er Þríhnúkagígur í landi Kópavogs og hér er hægt að rennda fyrir fisk í Elliðaárvatni. Við hefðum getað boðið honum á tónleika með bæjarlistamanninum fyrrverandi Stefáni Hilmarssyni í Salnum. En það er nú svipað og að fara á tónleika með Justin Timberlake, sem spilar einmitt í Kópavogi næsta sumar.“ „Þetta var kannski meira til gamans gert að bjóða honum yfir og jú til þess að sýna fram á að Kópavogur hefur upp á margt að bjóða,“ segir Ómar. Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Bæjarstjórn Kópavogs hefur hafnað tillögu Ómars Stefánssonar, bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins, um að bjóða Gísla Marteini Baldurssyni og fjölskyldu í helgarferð til Kópavogs. Bæjarráð hafði samþykkt tillöguna en bæjarstjórn hafnaði henni. Tveir bæjarfulltrúar sem greiddu atkvæði með tillögunni í bæjarráði voru fjarverandi að sögn Ómars og varamenn þeirra greiddu ekki atkvæði með tillögunni í bæjarstjórn. „Þetta eru mikil vonbrigði, þú getur rétt ímyndað þér. Þetta er eins og að hafa fengið vilyrði frá pabba um að vinur manns megi gista og svo segir mamma nei,“ segir Ómar. „Þetta er alveg sama tilfinningin.“ Þar sem ágreiningur var um málið í bæjarráði þurfti bæjarstjórn að samþykkja. „Það vekur athygli að sjálfstæðismennirnir, Ármann Kr. Ólafsson og Gunnar Birgisson, vilja alls ekki fá samflokksmann sinn og fyrrverandi borgarfulltrúann í heimsókn. „Þeir nánast féllust í faðma þegar tillagan var felld.“Fór fyrir brjóstið á Kópavogsbúum Ummæli Gísla um Kópavog fóru fyrir brjóstið á mörgum. Ummælin komu fram í erindi hans á ferðamálaráðstefnu Landsbankans. „Ég bið til guðs að einhver túristi lendi ekki í því að vera á einhverju glötuðu hóteli í Kópavogi, fyrirgefið þið. Vegna þess að hann verður bara brenndur af því. Það er ekki gaman þar,“ sagði Gísli meðal annars. „Þau eru sett fram til að gera lítið úr okkar frábæra bæjarfélagi. Þessi ummæli eru Gísla Marteini til skammar og bera vott af hroka og fáfræði ásamt því augljósa að vera kolröng,“ sagði Sigurjón Jónsson, framsóknarmaður í Kópavogi um ummælin. Tillaga Ómars var svohljóðandi: „Bæjarráð felur bæjarstjóra að bjóða Gísla Marteini og fjölskyldu í helgarferð til Kópavogs og kynna fyrir honum unaðsreiti Kópavogs og staði sem gætu haft aðdráttarafl fyrir ferðamenn úr 101 og öðrum heimsborgum.“Ætluðu að gera vel við strákinn „Við ætluðum að „tríta“ hann, gera vel við strákinn og sýna honum unaðsreiti Kópavogs,“ segir Ómar. Aðspurður hverjir þessir unaðsreitir séu nefnir hann Fossvogsdal og Kópavogsdal en í báðum dölunum séu tjarnir. Þá nefnir hann Guðmundarlund og bætir við léttur í bragði að honum megi nánast líkja við Central Park í New York. „Svo er Þríhnúkagígur í landi Kópavogs og hér er hægt að rennda fyrir fisk í Elliðaárvatni. Við hefðum getað boðið honum á tónleika með bæjarlistamanninum fyrrverandi Stefáni Hilmarssyni í Salnum. En það er nú svipað og að fara á tónleika með Justin Timberlake, sem spilar einmitt í Kópavogi næsta sumar.“ „Þetta var kannski meira til gamans gert að bjóða honum yfir og jú til þess að sýna fram á að Kópavogur hefur upp á margt að bjóða,“ segir Ómar.
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira