Mikil vonbrigði að fá ekki að bjóða Gísla Marteini í heimsókn Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 9. apríl 2014 14:19 Meðal þess sem Ómari langaði að sýna Gísla er hellirinn Þríhnúkagífur sem er í landi Kópavogs. VÍSIR/VILHELM Bæjarstjórn Kópavogs hefur hafnað tillögu Ómars Stefánssonar, bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins, um að bjóða Gísla Marteini Baldurssyni og fjölskyldu í helgarferð til Kópavogs. Bæjarráð hafði samþykkt tillöguna en bæjarstjórn hafnaði henni. Tveir bæjarfulltrúar sem greiddu atkvæði með tillögunni í bæjarráði voru fjarverandi að sögn Ómars og varamenn þeirra greiddu ekki atkvæði með tillögunni í bæjarstjórn. „Þetta eru mikil vonbrigði, þú getur rétt ímyndað þér. Þetta er eins og að hafa fengið vilyrði frá pabba um að vinur manns megi gista og svo segir mamma nei,“ segir Ómar. „Þetta er alveg sama tilfinningin.“ Þar sem ágreiningur var um málið í bæjarráði þurfti bæjarstjórn að samþykkja. „Það vekur athygli að sjálfstæðismennirnir, Ármann Kr. Ólafsson og Gunnar Birgisson, vilja alls ekki fá samflokksmann sinn og fyrrverandi borgarfulltrúann í heimsókn. „Þeir nánast féllust í faðma þegar tillagan var felld.“Fór fyrir brjóstið á Kópavogsbúum Ummæli Gísla um Kópavog fóru fyrir brjóstið á mörgum. Ummælin komu fram í erindi hans á ferðamálaráðstefnu Landsbankans. „Ég bið til guðs að einhver túristi lendi ekki í því að vera á einhverju glötuðu hóteli í Kópavogi, fyrirgefið þið. Vegna þess að hann verður bara brenndur af því. Það er ekki gaman þar,“ sagði Gísli meðal annars. „Þau eru sett fram til að gera lítið úr okkar frábæra bæjarfélagi. Þessi ummæli eru Gísla Marteini til skammar og bera vott af hroka og fáfræði ásamt því augljósa að vera kolröng,“ sagði Sigurjón Jónsson, framsóknarmaður í Kópavogi um ummælin. Tillaga Ómars var svohljóðandi: „Bæjarráð felur bæjarstjóra að bjóða Gísla Marteini og fjölskyldu í helgarferð til Kópavogs og kynna fyrir honum unaðsreiti Kópavogs og staði sem gætu haft aðdráttarafl fyrir ferðamenn úr 101 og öðrum heimsborgum.“Ætluðu að gera vel við strákinn „Við ætluðum að „tríta“ hann, gera vel við strákinn og sýna honum unaðsreiti Kópavogs,“ segir Ómar. Aðspurður hverjir þessir unaðsreitir séu nefnir hann Fossvogsdal og Kópavogsdal en í báðum dölunum séu tjarnir. Þá nefnir hann Guðmundarlund og bætir við léttur í bragði að honum megi nánast líkja við Central Park í New York. „Svo er Þríhnúkagígur í landi Kópavogs og hér er hægt að rennda fyrir fisk í Elliðaárvatni. Við hefðum getað boðið honum á tónleika með bæjarlistamanninum fyrrverandi Stefáni Hilmarssyni í Salnum. En það er nú svipað og að fara á tónleika með Justin Timberlake, sem spilar einmitt í Kópavogi næsta sumar.“ „Þetta var kannski meira til gamans gert að bjóða honum yfir og jú til þess að sýna fram á að Kópavogur hefur upp á margt að bjóða,“ segir Ómar. Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Sjá meira
Bæjarstjórn Kópavogs hefur hafnað tillögu Ómars Stefánssonar, bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins, um að bjóða Gísla Marteini Baldurssyni og fjölskyldu í helgarferð til Kópavogs. Bæjarráð hafði samþykkt tillöguna en bæjarstjórn hafnaði henni. Tveir bæjarfulltrúar sem greiddu atkvæði með tillögunni í bæjarráði voru fjarverandi að sögn Ómars og varamenn þeirra greiddu ekki atkvæði með tillögunni í bæjarstjórn. „Þetta eru mikil vonbrigði, þú getur rétt ímyndað þér. Þetta er eins og að hafa fengið vilyrði frá pabba um að vinur manns megi gista og svo segir mamma nei,“ segir Ómar. „Þetta er alveg sama tilfinningin.“ Þar sem ágreiningur var um málið í bæjarráði þurfti bæjarstjórn að samþykkja. „Það vekur athygli að sjálfstæðismennirnir, Ármann Kr. Ólafsson og Gunnar Birgisson, vilja alls ekki fá samflokksmann sinn og fyrrverandi borgarfulltrúann í heimsókn. „Þeir nánast féllust í faðma þegar tillagan var felld.“Fór fyrir brjóstið á Kópavogsbúum Ummæli Gísla um Kópavog fóru fyrir brjóstið á mörgum. Ummælin komu fram í erindi hans á ferðamálaráðstefnu Landsbankans. „Ég bið til guðs að einhver túristi lendi ekki í því að vera á einhverju glötuðu hóteli í Kópavogi, fyrirgefið þið. Vegna þess að hann verður bara brenndur af því. Það er ekki gaman þar,“ sagði Gísli meðal annars. „Þau eru sett fram til að gera lítið úr okkar frábæra bæjarfélagi. Þessi ummæli eru Gísla Marteini til skammar og bera vott af hroka og fáfræði ásamt því augljósa að vera kolröng,“ sagði Sigurjón Jónsson, framsóknarmaður í Kópavogi um ummælin. Tillaga Ómars var svohljóðandi: „Bæjarráð felur bæjarstjóra að bjóða Gísla Marteini og fjölskyldu í helgarferð til Kópavogs og kynna fyrir honum unaðsreiti Kópavogs og staði sem gætu haft aðdráttarafl fyrir ferðamenn úr 101 og öðrum heimsborgum.“Ætluðu að gera vel við strákinn „Við ætluðum að „tríta“ hann, gera vel við strákinn og sýna honum unaðsreiti Kópavogs,“ segir Ómar. Aðspurður hverjir þessir unaðsreitir séu nefnir hann Fossvogsdal og Kópavogsdal en í báðum dölunum séu tjarnir. Þá nefnir hann Guðmundarlund og bætir við léttur í bragði að honum megi nánast líkja við Central Park í New York. „Svo er Þríhnúkagígur í landi Kópavogs og hér er hægt að rennda fyrir fisk í Elliðaárvatni. Við hefðum getað boðið honum á tónleika með bæjarlistamanninum fyrrverandi Stefáni Hilmarssyni í Salnum. En það er nú svipað og að fara á tónleika með Justin Timberlake, sem spilar einmitt í Kópavogi næsta sumar.“ „Þetta var kannski meira til gamans gert að bjóða honum yfir og jú til þess að sýna fram á að Kópavogur hefur upp á margt að bjóða,“ segir Ómar.
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Sjá meira