Flýgur til Reykjavíkur til að komast milli byggða á Vestfjörðum Kristján Már Unnarsson skrifar 17. mars 2014 22:31 Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, oddviti Tálknafjarðar. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Hvernig ætli Reykvíkingum þætti það ef þeir kæmust ekki til Suðurlands nema aka fyrst norður til Blönduóss og þaðan suður yfir Kjöl? Þetta er sú staða sem uppi er á Vestfjörðum alla vetur og Vestfirðingar þurfa að glíma við í sínum daglegum störfum. Þessum samgönguerfiðleikum var lýst á myndrænan hátt í frétt Stöðvar 2 í kvöld. Starfsmenn Orkubús Vestfjarða í Mjólkárvirkjun eru meðal þeirra sem eiga hvað erfiðast með að komast til vinnu. Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði eru ófærar mánuðum saman og eina leiðin í virkjunina þessar vikurnar er að starfsmennirnir sigli á báti frá Bíldudal, segir Kristján Haraldsson orkubússtjóri. Það virkar kannski einfalt að aka frá Þingeyri 33 kílómetra í botn Arnarfjarðar en þegar vegirnir eru ófærir, eins og verið hefur frá áramótum, þarf að taka 500 kílómetra aukakrók; um Djúp, Hólmavík, suðurfirðina og til Bíldudals og sigla svo 20 kílómetra með báti. Ástæðan er fannfergi á Dynjandisheiði og Hrafnseyrarheiði, sem þýðir að þær gætu verið lokaðar fram á vor.Stundum er ekki hægt að opna heiðarnar fyrr en komið er fram á vor, eins og þegar þessi mynd var tekin af snjóblásara á Dynjandisheiði í maímánuði árið 1995.Mynd/Stöð 2.Starfsmenn Dýrfisks eru annað dæmi en þeir neyðast til að taka samskonar aukakrók milli starfsstöðva í Tálknafirði og Dýrafirði. Oddviti Tálknafjarðar, Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sem við hittum á Ísafirði á leið á fund, er enn eitt dæmið um þessar ótrúlega erfiðu samgöngur innan Vestfjarða. Í stað þess að aka þjóðveginn beint til Ísafjarðar varð hún að taka áætlunarflug frá Bíldudal til Reykjavíkur og fljúga síðan þaðan til Ísafjarðar. „Ég fer að heiman á hádegi á sunnudegi til Reykjavíkur. Þaðan tek ég flug í morgun, á mánudagsmorgni, og sit fundinn. Flýg til Reykjavíkur í kvöld og svo aftur heim á þriðjudegi. Þannig að það fara þrír dagar í þennan eina fund hjá mér,” sagði Eyrún. Jarðgöng milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar og vetrarvegur um Dynjandisheiði, er það sem Vestfirðingar hrópa á. Kristján orkubússtjóri er farinn að gera sér vonir um að hægt verði að aka í gegn árið 2018. Eyrún segir samgöngunar hafa versnað. Þegar hún flutti á Tálknafjörð fyrir 22 árum hafi samgöngurnar verið mun betri. Bæði var áætlunarflug milli Bíldudals og Ísafjarðar og einnig var hægt að fá far með strandferðaskipum milli fjarða. Tengdar fréttir Bílferja yfir Arnarfjörð tengi Vestfirði saman Ferja yfir Arnarfjörð, sem sigldi nokkrum sinnum á dag milli Hrafnseyrar og Bíldudals, er skjótasta lausnin til að tengja saman atvinnusvæði norður- og suðurhluta Vestfjarða. 30. júní 2013 18:45 Fiskeldismenn kalla eftir vegabótum á Vestfjörðum Milljarðauppbygging fiskeldis á Vestfjörðum kallar á stórfelldar vegabætur strax, segir framkvæmdastjóri Arnarlax. Vegirnir á Vestfjörðum séu einfaldlega ónýtir. Norskt fiskeldis- og matvinnslufyrirtæki er að flytja alla starfsemi sína frá Norður-Noregi til sunnaverðra Vestfjarða og hyggst byggja þar seiðaeldisstöð, laxasláturhús og fiskréttaverksmiðju í nafni Arnarlax. Náttúrulegar aðstæður í Arnarfirði þykja ákjósanlegar en annað gildir um innviði eins og vegi sem ráðamenn félagsins segja að verði að bæta. "Þetta er mjög einfalt mál. Vegirnir eru ónýtir. 16. mars 2013 21:23 Þúsund kílómetra bíltúr til að heimsækja nágranna á Vestfjörðum Formaður bæjarráðs Ísafjarðar segir ástand samgöngumála á Vestfjörðum ömurlegt og ríkisstjórnin geti ekki skýlt sér á bak við hrunið þegar loforð um úrbætur séu svikin. Hann nefnir dæmi um starfsmenn fiskeldisstöðvar sem þurfa að aka yfir þúsund kílómetra milli tveggja fjarða þótt aðeins þrjátíu kílómetra loftlína sé þar á milli. 29. febrúar 2012 18:45 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira
Hvernig ætli Reykvíkingum þætti það ef þeir kæmust ekki til Suðurlands nema aka fyrst norður til Blönduóss og þaðan suður yfir Kjöl? Þetta er sú staða sem uppi er á Vestfjörðum alla vetur og Vestfirðingar þurfa að glíma við í sínum daglegum störfum. Þessum samgönguerfiðleikum var lýst á myndrænan hátt í frétt Stöðvar 2 í kvöld. Starfsmenn Orkubús Vestfjarða í Mjólkárvirkjun eru meðal þeirra sem eiga hvað erfiðast með að komast til vinnu. Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði eru ófærar mánuðum saman og eina leiðin í virkjunina þessar vikurnar er að starfsmennirnir sigli á báti frá Bíldudal, segir Kristján Haraldsson orkubússtjóri. Það virkar kannski einfalt að aka frá Þingeyri 33 kílómetra í botn Arnarfjarðar en þegar vegirnir eru ófærir, eins og verið hefur frá áramótum, þarf að taka 500 kílómetra aukakrók; um Djúp, Hólmavík, suðurfirðina og til Bíldudals og sigla svo 20 kílómetra með báti. Ástæðan er fannfergi á Dynjandisheiði og Hrafnseyrarheiði, sem þýðir að þær gætu verið lokaðar fram á vor.Stundum er ekki hægt að opna heiðarnar fyrr en komið er fram á vor, eins og þegar þessi mynd var tekin af snjóblásara á Dynjandisheiði í maímánuði árið 1995.Mynd/Stöð 2.Starfsmenn Dýrfisks eru annað dæmi en þeir neyðast til að taka samskonar aukakrók milli starfsstöðva í Tálknafirði og Dýrafirði. Oddviti Tálknafjarðar, Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sem við hittum á Ísafirði á leið á fund, er enn eitt dæmið um þessar ótrúlega erfiðu samgöngur innan Vestfjarða. Í stað þess að aka þjóðveginn beint til Ísafjarðar varð hún að taka áætlunarflug frá Bíldudal til Reykjavíkur og fljúga síðan þaðan til Ísafjarðar. „Ég fer að heiman á hádegi á sunnudegi til Reykjavíkur. Þaðan tek ég flug í morgun, á mánudagsmorgni, og sit fundinn. Flýg til Reykjavíkur í kvöld og svo aftur heim á þriðjudegi. Þannig að það fara þrír dagar í þennan eina fund hjá mér,” sagði Eyrún. Jarðgöng milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar og vetrarvegur um Dynjandisheiði, er það sem Vestfirðingar hrópa á. Kristján orkubússtjóri er farinn að gera sér vonir um að hægt verði að aka í gegn árið 2018. Eyrún segir samgöngunar hafa versnað. Þegar hún flutti á Tálknafjörð fyrir 22 árum hafi samgöngurnar verið mun betri. Bæði var áætlunarflug milli Bíldudals og Ísafjarðar og einnig var hægt að fá far með strandferðaskipum milli fjarða.
Tengdar fréttir Bílferja yfir Arnarfjörð tengi Vestfirði saman Ferja yfir Arnarfjörð, sem sigldi nokkrum sinnum á dag milli Hrafnseyrar og Bíldudals, er skjótasta lausnin til að tengja saman atvinnusvæði norður- og suðurhluta Vestfjarða. 30. júní 2013 18:45 Fiskeldismenn kalla eftir vegabótum á Vestfjörðum Milljarðauppbygging fiskeldis á Vestfjörðum kallar á stórfelldar vegabætur strax, segir framkvæmdastjóri Arnarlax. Vegirnir á Vestfjörðum séu einfaldlega ónýtir. Norskt fiskeldis- og matvinnslufyrirtæki er að flytja alla starfsemi sína frá Norður-Noregi til sunnaverðra Vestfjarða og hyggst byggja þar seiðaeldisstöð, laxasláturhús og fiskréttaverksmiðju í nafni Arnarlax. Náttúrulegar aðstæður í Arnarfirði þykja ákjósanlegar en annað gildir um innviði eins og vegi sem ráðamenn félagsins segja að verði að bæta. "Þetta er mjög einfalt mál. Vegirnir eru ónýtir. 16. mars 2013 21:23 Þúsund kílómetra bíltúr til að heimsækja nágranna á Vestfjörðum Formaður bæjarráðs Ísafjarðar segir ástand samgöngumála á Vestfjörðum ömurlegt og ríkisstjórnin geti ekki skýlt sér á bak við hrunið þegar loforð um úrbætur séu svikin. Hann nefnir dæmi um starfsmenn fiskeldisstöðvar sem þurfa að aka yfir þúsund kílómetra milli tveggja fjarða þótt aðeins þrjátíu kílómetra loftlína sé þar á milli. 29. febrúar 2012 18:45 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira
Bílferja yfir Arnarfjörð tengi Vestfirði saman Ferja yfir Arnarfjörð, sem sigldi nokkrum sinnum á dag milli Hrafnseyrar og Bíldudals, er skjótasta lausnin til að tengja saman atvinnusvæði norður- og suðurhluta Vestfjarða. 30. júní 2013 18:45
Fiskeldismenn kalla eftir vegabótum á Vestfjörðum Milljarðauppbygging fiskeldis á Vestfjörðum kallar á stórfelldar vegabætur strax, segir framkvæmdastjóri Arnarlax. Vegirnir á Vestfjörðum séu einfaldlega ónýtir. Norskt fiskeldis- og matvinnslufyrirtæki er að flytja alla starfsemi sína frá Norður-Noregi til sunnaverðra Vestfjarða og hyggst byggja þar seiðaeldisstöð, laxasláturhús og fiskréttaverksmiðju í nafni Arnarlax. Náttúrulegar aðstæður í Arnarfirði þykja ákjósanlegar en annað gildir um innviði eins og vegi sem ráðamenn félagsins segja að verði að bæta. "Þetta er mjög einfalt mál. Vegirnir eru ónýtir. 16. mars 2013 21:23
Þúsund kílómetra bíltúr til að heimsækja nágranna á Vestfjörðum Formaður bæjarráðs Ísafjarðar segir ástand samgöngumála á Vestfjörðum ömurlegt og ríkisstjórnin geti ekki skýlt sér á bak við hrunið þegar loforð um úrbætur séu svikin. Hann nefnir dæmi um starfsmenn fiskeldisstöðvar sem þurfa að aka yfir þúsund kílómetra milli tveggja fjarða þótt aðeins þrjátíu kílómetra loftlína sé þar á milli. 29. febrúar 2012 18:45