Þúsund kílómetra bíltúr til að heimsækja nágranna á Vestfjörðum Kristján Már Unnarsson skrifar 29. febrúar 2012 18:45 Formaður bæjarráðs Ísafjarðar segir ástand samgöngumála á Vestfjörðum ömurlegt og ríkisstjórnin geti ekki skýlt sér á bak við hrunið þegar loforð um úrbætur séu svikin. Hann nefnir dæmi um starfsmenn fiskeldisstöðvar sem þurfa að aka yfir þúsund kílómetra milli tveggja fjarða þótt aðeins þrjátíu kílómetra loftlína sé þar á milli. Eftir átak síðustu ára í vegagerð teljast samgöngur orðnar þokkalegar milli Reykjavíkur og Ísafjarðar um Djúp. Framundan á næstu árum er að tengja byggðir á sunnanverðum Vestfjörðum við hringveginn. Eftir stendur hins vegar ótrúlegt gap innan Vestfjarða, leiðin milli Ísafjarðar og Patreksfjarðar. Þar eru Dynjandisheiði og Hrafnseyrarheiði helstu farartálmar en þær hafa meira og minna verið lokaðar frá því í nóvember og alfarið frá 12. desember og ekki er á dagskrá að moka fyrr en eftir 20. mars, samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar. Formaður bæjarráðs Ísafjarðar, Eiríkur Finnur Greipssson, segir tómt mál að tala um endurreisn atvinnulífs án samgöngubóta. Það segi sig sjálft að Vestfirðir muni ekki komast í gegnum núverandi erfiðleika nema samgöngur verði bættar. Eiríkur er jafnframt fjármálastjóri Dýrfisks, sem er að byggja upp fiskeldi, og líður fyrir þessa stöðu en fyrirtækið er með seiðaeldi í Tálknafirði, eldiskvíar á Dýrafirði og fiskvinnslu á Flateyri. 115 kílómetra vegalengd er milli starfsstöðva á Tálknafirði og Þingeyri en með heiðarnar lokaðar, eins og verið hefur undanfarna þrjá mánuði, hafa starfsmenn neyðst til að aka um alla Barðarstrandarsýslu, um Þröskulda, Hólmavík og Steingrímsfjarðarheiði, Djúpveg og Ísafjörð, alls 519 kílómetra vegalengd, eða yfir þúsund kílómetra fram og til baka. Að þurfa að senda starfsmenn á annað þúsund kílómetra í akstur á milli staða, sem annars ætti ekki að taka nema innan við tvo tíma að keyra á milli, er ömurleg staða fyrir það atvinnulíf sem verið er að reyna að byggja upp, segir Eiríkur. Sú langtímaáætlun sem ríkisstjórnin hefur nú kynnt gerir ekki ráð fyrir að heilsárvegur komi þarna á milli næsta áratuginn. „Það er bara verið að svíkja áður útgefin loforð. Og það þarf ekkert að skýla sér á bak við að hér hafi orðið efnahagslegt hrun," segir Eiríkur Finnur og segir samgöngurnar ekki bjóðandi nútíma samfélagi. Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
Formaður bæjarráðs Ísafjarðar segir ástand samgöngumála á Vestfjörðum ömurlegt og ríkisstjórnin geti ekki skýlt sér á bak við hrunið þegar loforð um úrbætur séu svikin. Hann nefnir dæmi um starfsmenn fiskeldisstöðvar sem þurfa að aka yfir þúsund kílómetra milli tveggja fjarða þótt aðeins þrjátíu kílómetra loftlína sé þar á milli. Eftir átak síðustu ára í vegagerð teljast samgöngur orðnar þokkalegar milli Reykjavíkur og Ísafjarðar um Djúp. Framundan á næstu árum er að tengja byggðir á sunnanverðum Vestfjörðum við hringveginn. Eftir stendur hins vegar ótrúlegt gap innan Vestfjarða, leiðin milli Ísafjarðar og Patreksfjarðar. Þar eru Dynjandisheiði og Hrafnseyrarheiði helstu farartálmar en þær hafa meira og minna verið lokaðar frá því í nóvember og alfarið frá 12. desember og ekki er á dagskrá að moka fyrr en eftir 20. mars, samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar. Formaður bæjarráðs Ísafjarðar, Eiríkur Finnur Greipssson, segir tómt mál að tala um endurreisn atvinnulífs án samgöngubóta. Það segi sig sjálft að Vestfirðir muni ekki komast í gegnum núverandi erfiðleika nema samgöngur verði bættar. Eiríkur er jafnframt fjármálastjóri Dýrfisks, sem er að byggja upp fiskeldi, og líður fyrir þessa stöðu en fyrirtækið er með seiðaeldi í Tálknafirði, eldiskvíar á Dýrafirði og fiskvinnslu á Flateyri. 115 kílómetra vegalengd er milli starfsstöðva á Tálknafirði og Þingeyri en með heiðarnar lokaðar, eins og verið hefur undanfarna þrjá mánuði, hafa starfsmenn neyðst til að aka um alla Barðarstrandarsýslu, um Þröskulda, Hólmavík og Steingrímsfjarðarheiði, Djúpveg og Ísafjörð, alls 519 kílómetra vegalengd, eða yfir þúsund kílómetra fram og til baka. Að þurfa að senda starfsmenn á annað þúsund kílómetra í akstur á milli staða, sem annars ætti ekki að taka nema innan við tvo tíma að keyra á milli, er ömurleg staða fyrir það atvinnulíf sem verið er að reyna að byggja upp, segir Eiríkur. Sú langtímaáætlun sem ríkisstjórnin hefur nú kynnt gerir ekki ráð fyrir að heilsárvegur komi þarna á milli næsta áratuginn. „Það er bara verið að svíkja áður útgefin loforð. Og það þarf ekkert að skýla sér á bak við að hér hafi orðið efnahagslegt hrun," segir Eiríkur Finnur og segir samgöngurnar ekki bjóðandi nútíma samfélagi.
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira