Miklar tilfinningar og togstreita Freyr Bjarnason skrifar 31. október 2014 11:00 Hluti þeirra sem koma listamanna fram í Eldborgarsalnum í kvöld. Fréttablaðið/Valli Föngulegur hópur íslenskra tónlistarmanna stígur á Eldborgarsvið Hörpu í kvöld og flytur tónlist Fleetwood Mac, einnar allra vinsælustu hljómsveitar rokksögunnar. Meistarastykki hennar, Rumours, verður flutt í heild sinni auk annarra þekktra laga. Kynnir verður Daddi Guðbergsson, sem er einn fárra Íslendinga sem hefur farið á tónleika með Fleetwood Mac. „Þau hafa ekki verið mjög dugleg í seinni tíð að spila „live“,“ segir Daddi, sem fór einnig í pílagrímsför þegar hann bjó í San Francisco og skoðaði hljóðverið þar sem Rumours var tekin upp. Sú plata hefur selst í meira en 45 milljónum eintaka enda inniheldur hún lög á borð við Don"t Stop, Dreams, Go Your Own Way og Songbird. „Það er ótrúlegt að þau hafi náð að gera þessa plötu. Togstreitan í kringum bandið var ótrúleg og tilfinningarnar líka. Við erum að tala um tvö pör úr hljómsveitinni sem eru nýskilin þegar farið er í vinnslu á plötunni. Einn gagnrýnandi sagði þegar hann var búinn að hlusta á plötuna að skilnaður hafi aldrei verið jafn yndislegur,“ segir Daddi. „Textarnir fjalla mikið um þá krísu sem fólk gengur í gegnum þegar það stendur frammi fyrir miklu tilfinningastríði. Í hljóðverinu mættu þau klukkan sjö um kvöldið og svo var drukkið og dópað til tvö um nóttina. Þá byrjuðu þau að rúlla teipinu og taka upp. Þetta fólk hefur þurft að deyfa sig vel til að höndla pressuna.“ Auk laganna af Rumours verða í kvöld flutt lög á borð við Little Lies, Albatross, Black Magic Woman, Hold Me, Seven Wonders, Gypsy og Big Love. Söngvarar verða Sigríður Thorlacius, Ragnheiður Gröndal, Friðrik Ómar, Sigga Beinteins og Magni. Hljómsveitina skipa Einar Scheving, Eiður Arnarsson, Sigurður Flosason, Kjartan Valdemarsson, Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson og Unnur Birna Björnsdóttir. Alma Rut og Gísli Magna sjá um bakraddir. „Þetta er einvalalið og það hefur verið ótrúlega gaman að fylgjast með þessu hæfileikaríka fólki rúlla þessu gjörsamlega upp,“ segir Daddi og bætir við að Fleetwood Mac sé ein langlífasta smellasveit heims. „Samt hefur hún alltaf haft svolítinn indístimpil á sér.“ Tónlist Mest lesið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Stórbrotnar íbúðir í Skipholtinu Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Föngulegur hópur íslenskra tónlistarmanna stígur á Eldborgarsvið Hörpu í kvöld og flytur tónlist Fleetwood Mac, einnar allra vinsælustu hljómsveitar rokksögunnar. Meistarastykki hennar, Rumours, verður flutt í heild sinni auk annarra þekktra laga. Kynnir verður Daddi Guðbergsson, sem er einn fárra Íslendinga sem hefur farið á tónleika með Fleetwood Mac. „Þau hafa ekki verið mjög dugleg í seinni tíð að spila „live“,“ segir Daddi, sem fór einnig í pílagrímsför þegar hann bjó í San Francisco og skoðaði hljóðverið þar sem Rumours var tekin upp. Sú plata hefur selst í meira en 45 milljónum eintaka enda inniheldur hún lög á borð við Don"t Stop, Dreams, Go Your Own Way og Songbird. „Það er ótrúlegt að þau hafi náð að gera þessa plötu. Togstreitan í kringum bandið var ótrúleg og tilfinningarnar líka. Við erum að tala um tvö pör úr hljómsveitinni sem eru nýskilin þegar farið er í vinnslu á plötunni. Einn gagnrýnandi sagði þegar hann var búinn að hlusta á plötuna að skilnaður hafi aldrei verið jafn yndislegur,“ segir Daddi. „Textarnir fjalla mikið um þá krísu sem fólk gengur í gegnum þegar það stendur frammi fyrir miklu tilfinningastríði. Í hljóðverinu mættu þau klukkan sjö um kvöldið og svo var drukkið og dópað til tvö um nóttina. Þá byrjuðu þau að rúlla teipinu og taka upp. Þetta fólk hefur þurft að deyfa sig vel til að höndla pressuna.“ Auk laganna af Rumours verða í kvöld flutt lög á borð við Little Lies, Albatross, Black Magic Woman, Hold Me, Seven Wonders, Gypsy og Big Love. Söngvarar verða Sigríður Thorlacius, Ragnheiður Gröndal, Friðrik Ómar, Sigga Beinteins og Magni. Hljómsveitina skipa Einar Scheving, Eiður Arnarsson, Sigurður Flosason, Kjartan Valdemarsson, Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson og Unnur Birna Björnsdóttir. Alma Rut og Gísli Magna sjá um bakraddir. „Þetta er einvalalið og það hefur verið ótrúlega gaman að fylgjast með þessu hæfileikaríka fólki rúlla þessu gjörsamlega upp,“ segir Daddi og bætir við að Fleetwood Mac sé ein langlífasta smellasveit heims. „Samt hefur hún alltaf haft svolítinn indístimpil á sér.“
Tónlist Mest lesið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Stórbrotnar íbúðir í Skipholtinu Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira