Sakar hvalaverndunarsinna um lygar Jón Júlíus Karlsson skrifar 24. mars 2014 20:43 Formaður atvinnuveganefndar Alþingis sakar fulltrúa Alþjóða dýraverndunarsjóðinn um að ljúga vísvitandi um hvalveiðar Íslendinga til að auka andstöðu við veiðarnar. Fulltrúi sjóðsins á Íslandi vísar alfarið á bug.Ameríska matvælafyrirtækið Higer Liner Foods tilkynnti fyrir helgi að fyrirtækið væri hætt viðskiptum við HB Granda vegna aðkomu fyrirtækisins að hvalveiðum. Kristján Loftsson stjórnarformaður HB Granda er eigandi Hvals hf sem hefur stundað hvalveiðar um árabil. Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, segir mikilvægt fyrir Íslendinga að veiða hval og óttast ekki hótanir. „Við höfum séð þessar hótanir áður og hef engar áhyggjur af þeim. Við þurfum að standa í lappirnar þegar kemur að þessum málum eins og öðrum þegar við höfum staðið á rétti okkar að nýta náttúruauðlindir landsins,“ segir Jón. Hann er nokkuð harðorður í garð Alþjóða dýraverndunarsjóðsins sem hefur fordæmt hvalveiðar Íslendinga. „Þessi samtök þau hika ekki við að beita óhróðri og fara rangt með vísvitandi með rangt mál til að afla málstað sínum atkvæði. Ég tel þetta jaðra við hryðjuverkastarfsemi þegar samtök berjast fyrir málstað sínum á röngum forsendum og hika ekki við að koma fram með villandi upplýsingar og afla sér þannig fylgis,“ segir Jón. Sigursteinn Másson, fulltrúi Alþjóða dýraverndunarsjóðsins, segir þingmann Sjálfstæðisflokksins neita að horfast í augu við raunveruleikann. „Ef menn vilja tala um hryðjuverk í þessu sambandi þá er alveg ljóst að það eru hvalveiðarnar sem eru að skaða íslenska hagsmuni. Nema að maðurinn haldi það að ég stjórni utanríkisstefnu Bandaríkjanna og Evrópusambandins,“ segir Sigursteinn. „Það hjálpar ekki til hvernig viðbrögðin hjá stjórnvöldum á Íslandi hafa verið. Þau hafa verið ofstækisfull á köflum.“ Barack Obama mun innan tíðar taka ákvörðun um það hvort hann muni beita Íslendinga þvingunum vegna hvalveiða. Tengdar fréttir Er nauðsynlegt að skjóta þá? 24. mars 2014 06:00 Flytja langreyðarkjöt til Japan Dýravelferðarsamtök ósátt við útflutning langreyðarkjöts. 20. mars 2014 21:58 High Liner Foods slítur samstarfi vegna tengingar við hvalveiðar Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, sér ekki ástæðu til að tjá sig í fjölmiðlum um viðskipti félagsins við bandaríska félagið High Liner. 23. mars 2014 18:13 Kjötið beint til Japan Fyrir dyrum er ákvörðun Bandaríkjaforseta vegna hvalveiða Íslendinga í viðskiptaskyni. Flutningaskipið Alma er á leið til Japan með um 2.000 tonn af hvalkjöti. Hvalur hf. hefur verið gerður afturreka með umskipun á hvalkjöti í evrópskum höfnum. 22. mars 2014 07:00 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Sjá meira
Formaður atvinnuveganefndar Alþingis sakar fulltrúa Alþjóða dýraverndunarsjóðinn um að ljúga vísvitandi um hvalveiðar Íslendinga til að auka andstöðu við veiðarnar. Fulltrúi sjóðsins á Íslandi vísar alfarið á bug.Ameríska matvælafyrirtækið Higer Liner Foods tilkynnti fyrir helgi að fyrirtækið væri hætt viðskiptum við HB Granda vegna aðkomu fyrirtækisins að hvalveiðum. Kristján Loftsson stjórnarformaður HB Granda er eigandi Hvals hf sem hefur stundað hvalveiðar um árabil. Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, segir mikilvægt fyrir Íslendinga að veiða hval og óttast ekki hótanir. „Við höfum séð þessar hótanir áður og hef engar áhyggjur af þeim. Við þurfum að standa í lappirnar þegar kemur að þessum málum eins og öðrum þegar við höfum staðið á rétti okkar að nýta náttúruauðlindir landsins,“ segir Jón. Hann er nokkuð harðorður í garð Alþjóða dýraverndunarsjóðsins sem hefur fordæmt hvalveiðar Íslendinga. „Þessi samtök þau hika ekki við að beita óhróðri og fara rangt með vísvitandi með rangt mál til að afla málstað sínum atkvæði. Ég tel þetta jaðra við hryðjuverkastarfsemi þegar samtök berjast fyrir málstað sínum á röngum forsendum og hika ekki við að koma fram með villandi upplýsingar og afla sér þannig fylgis,“ segir Jón. Sigursteinn Másson, fulltrúi Alþjóða dýraverndunarsjóðsins, segir þingmann Sjálfstæðisflokksins neita að horfast í augu við raunveruleikann. „Ef menn vilja tala um hryðjuverk í þessu sambandi þá er alveg ljóst að það eru hvalveiðarnar sem eru að skaða íslenska hagsmuni. Nema að maðurinn haldi það að ég stjórni utanríkisstefnu Bandaríkjanna og Evrópusambandins,“ segir Sigursteinn. „Það hjálpar ekki til hvernig viðbrögðin hjá stjórnvöldum á Íslandi hafa verið. Þau hafa verið ofstækisfull á köflum.“ Barack Obama mun innan tíðar taka ákvörðun um það hvort hann muni beita Íslendinga þvingunum vegna hvalveiða.
Tengdar fréttir Er nauðsynlegt að skjóta þá? 24. mars 2014 06:00 Flytja langreyðarkjöt til Japan Dýravelferðarsamtök ósátt við útflutning langreyðarkjöts. 20. mars 2014 21:58 High Liner Foods slítur samstarfi vegna tengingar við hvalveiðar Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, sér ekki ástæðu til að tjá sig í fjölmiðlum um viðskipti félagsins við bandaríska félagið High Liner. 23. mars 2014 18:13 Kjötið beint til Japan Fyrir dyrum er ákvörðun Bandaríkjaforseta vegna hvalveiða Íslendinga í viðskiptaskyni. Flutningaskipið Alma er á leið til Japan með um 2.000 tonn af hvalkjöti. Hvalur hf. hefur verið gerður afturreka með umskipun á hvalkjöti í evrópskum höfnum. 22. mars 2014 07:00 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Sjá meira
Flytja langreyðarkjöt til Japan Dýravelferðarsamtök ósátt við útflutning langreyðarkjöts. 20. mars 2014 21:58
High Liner Foods slítur samstarfi vegna tengingar við hvalveiðar Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, sér ekki ástæðu til að tjá sig í fjölmiðlum um viðskipti félagsins við bandaríska félagið High Liner. 23. mars 2014 18:13
Kjötið beint til Japan Fyrir dyrum er ákvörðun Bandaríkjaforseta vegna hvalveiða Íslendinga í viðskiptaskyni. Flutningaskipið Alma er á leið til Japan með um 2.000 tonn af hvalkjöti. Hvalur hf. hefur verið gerður afturreka með umskipun á hvalkjöti í evrópskum höfnum. 22. mars 2014 07:00