Örn verpir við þjóðveg og virðist laðast að fólki Kristján Már Unnarsson skrifar 20. júní 2014 17:30 Arnarhreiðrið. Annað foreldrið með bráð í hægri kló en hitt foreldrið virðist sitja vinstra megin. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Hafarnarpar á ónefndum stað á Vestfjörðum virðist óvenju gæft og hefur nú valið að gera sér hreiður aðeins 250 metra frá þjóðvegi. Þegar Stöð 2 var að mynda örninn á dögunum lét hann sér hvergi bregða og sat rólegur í mestu makindum skammt frá veginum. Að höfðu samráði við Náttúrufræðistofnun og Umhverfisstofnun munum við þó ekki geta þess hvar á Vestfjörðum myndirnar voru teknar að öðru leyti en því að myndatökumaðurinn, Baldur Hrafnkell Jónsson, stóð við þjóðveginn þegar hann myndaði örninn. Myndskeiðin voru sýnd í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. „Hann er náttúrlega bara til þess að heilla. En sem betur fer vita kannski ekki margir hvar hann er því það getur orðið svolítið ónæði af fólki ef fólk fer að nálgast hann of mikið,” segir Dagný Bryndís Sigurjónsdóttir, landvörður á Vestfjörðum hjá Umhverfisstofnun.Dagný Bryndís Sigurjónsdóttir, landvörður hjá Umhverfisstofnun.Stöð 2/Baldur Hrafnkell JónssonÞarna urðum við vitni að því þegar annað foreldrið kom með vænan bita í hreiðrið. Hitt foreldrið virtist sitja við hreiðrið. Hér háttar svo til að örninn hefur valið sér varpsstað aðeins um 250 metra frá þjóðvegi. Reglur segja að mönnum sé óheimilt að koma nær arnarhreiðrum en 500 metra. En hvernig vegnar erninum með hreiðrið svona nálægt veginum? „Mér sýnist þetta líta bara vel út. Það er kominn ungi,” segir Dagný Bryndís og segist fylgjast spennt með. Þarna sjáum við unga bregða fyrir en það er talið hugsanlegt að ungarnir séu tveir í þessu hreiðri. Að sögn Kristins Hauks Skarphéðinssonar hjá Náttúrufræðistofnun virðist sem 48 hafarnarpör hafi orpið á landinu í ár en hann segir of snemmt að segja til um árangur varpsins. Tíðarfar hafi þó verið hagstætt. Kristinn segir að hafernir séu venjulega styggir og viðkvæmir gagnvart umgengni manna en þetta par sé mjög óvenjulegt, og undir það tekur landvörðurinn. „Hann virðist bara laðast að fólki hérna. Þegar Vegagerðin var að vinna þá fikraði sig hann bara nær þeim frekar en hitt og bara leið vel í návist þeirra,” sagði Dagný Bryndís. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Hafarnarpar á ónefndum stað á Vestfjörðum virðist óvenju gæft og hefur nú valið að gera sér hreiður aðeins 250 metra frá þjóðvegi. Þegar Stöð 2 var að mynda örninn á dögunum lét hann sér hvergi bregða og sat rólegur í mestu makindum skammt frá veginum. Að höfðu samráði við Náttúrufræðistofnun og Umhverfisstofnun munum við þó ekki geta þess hvar á Vestfjörðum myndirnar voru teknar að öðru leyti en því að myndatökumaðurinn, Baldur Hrafnkell Jónsson, stóð við þjóðveginn þegar hann myndaði örninn. Myndskeiðin voru sýnd í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. „Hann er náttúrlega bara til þess að heilla. En sem betur fer vita kannski ekki margir hvar hann er því það getur orðið svolítið ónæði af fólki ef fólk fer að nálgast hann of mikið,” segir Dagný Bryndís Sigurjónsdóttir, landvörður á Vestfjörðum hjá Umhverfisstofnun.Dagný Bryndís Sigurjónsdóttir, landvörður hjá Umhverfisstofnun.Stöð 2/Baldur Hrafnkell JónssonÞarna urðum við vitni að því þegar annað foreldrið kom með vænan bita í hreiðrið. Hitt foreldrið virtist sitja við hreiðrið. Hér háttar svo til að örninn hefur valið sér varpsstað aðeins um 250 metra frá þjóðvegi. Reglur segja að mönnum sé óheimilt að koma nær arnarhreiðrum en 500 metra. En hvernig vegnar erninum með hreiðrið svona nálægt veginum? „Mér sýnist þetta líta bara vel út. Það er kominn ungi,” segir Dagný Bryndís og segist fylgjast spennt með. Þarna sjáum við unga bregða fyrir en það er talið hugsanlegt að ungarnir séu tveir í þessu hreiðri. Að sögn Kristins Hauks Skarphéðinssonar hjá Náttúrufræðistofnun virðist sem 48 hafarnarpör hafi orpið á landinu í ár en hann segir of snemmt að segja til um árangur varpsins. Tíðarfar hafi þó verið hagstætt. Kristinn segir að hafernir séu venjulega styggir og viðkvæmir gagnvart umgengni manna en þetta par sé mjög óvenjulegt, og undir það tekur landvörðurinn. „Hann virðist bara laðast að fólki hérna. Þegar Vegagerðin var að vinna þá fikraði sig hann bara nær þeim frekar en hitt og bara leið vel í návist þeirra,” sagði Dagný Bryndís.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira