Kennari í Verzló gantast með nemendur sína á Facebook Kjartan Atli Kjartansson skrifar 12. maí 2014 17:31 Sigurður Eggertsson er raungreinakennari við Verzlunarskóla Íslands. vísir/gva Sigurður Eggertsson, raungreinakennari við Verzlunarskóla Íslands, hefur undanfarna daga birt svör nemenda sinna við spurningum á prófum á opinni Facebook-síðu sinni. Svörin hafa vakið mikla athygli og töluverður fjöldi hefur skilið eftir athugasemdir þar sem gert er lítið úr svörum nemenda Sigurðar.Ingi Ólafsson, skólameistari Verzlunarskólans, segir þetta framtak Sigurðar vera einstaklega barnalegt og kjánalegt. Hann hafði ekki heyrt af þessu framtaki Sigurðar, fyrr en blaðamaður benti honum á málið. „Ég mun sko fara beint í að ræða við manninn. Ég skil hreinlega ekki hvað vakir fyrir honum að gera svona. Þetta er mjög illa gert gagnvart þeim nemendum sem verða fyrir barðinu á þessu.“Opin Facebook-síða Nöfn nemenda fylgja ekki með birtingu svaranna, en lítið mál er fyrir nemendurna að sjá hvað kennaranum finnst um svör þeirra, því þau eru birt á opinni Facebook-síðu. Mikill fjöldi manns hefur smellt á „like-hnappinn“ fræga, við færslur Sigurðar. Meðal þeirra eru nemendur Verzlunarskólans. Níutíu og tveimur líkar við eina færsluna og ein athugasemdin hljóðar svo: „ Ertu farinn að kenna 2.bekk?“Algjör aulahúmor Ingi skólameistari er afar ósáttur við Sigurð. „Ég veit eiginlega ekki hvað vakir fyrir honum. Þetta er algjör aulahúmor. Þetta er algjörlega fáránlegt,“ segir hann. Alls hefur Sigurður birt fjögur svör nemenda sinna á Facebook-síðu sinni. Við eina færsluna spyr Facebook-vinur Sigurðar: „Hvaða kennari er eiginlega að kenna þessi fræði þarna.....?“ Svar Sigurðar við þeirri spurningu var vinsælt, ellefu manns hafa líkað við það. Svarið var svo: „Ég vil setja þetta alfarið á foreldrana.“Uppfært kl. 18:52 Sigurður hefur fjarlægt umræddar færslur af Facebook-síðu sinni. Í kjölfar ábendinga frá lesendum hefur Vísir einnig ákveðið að fjarlægja þær úr fréttinni. Í athugasemdakerfi Vísis biðst Sigurður afsökunar og segist harma það ef einhverjum er misboðið. Hann vildi ekki tjá sig um málið við fréttamann Vísis. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
Sigurður Eggertsson, raungreinakennari við Verzlunarskóla Íslands, hefur undanfarna daga birt svör nemenda sinna við spurningum á prófum á opinni Facebook-síðu sinni. Svörin hafa vakið mikla athygli og töluverður fjöldi hefur skilið eftir athugasemdir þar sem gert er lítið úr svörum nemenda Sigurðar.Ingi Ólafsson, skólameistari Verzlunarskólans, segir þetta framtak Sigurðar vera einstaklega barnalegt og kjánalegt. Hann hafði ekki heyrt af þessu framtaki Sigurðar, fyrr en blaðamaður benti honum á málið. „Ég mun sko fara beint í að ræða við manninn. Ég skil hreinlega ekki hvað vakir fyrir honum að gera svona. Þetta er mjög illa gert gagnvart þeim nemendum sem verða fyrir barðinu á þessu.“Opin Facebook-síða Nöfn nemenda fylgja ekki með birtingu svaranna, en lítið mál er fyrir nemendurna að sjá hvað kennaranum finnst um svör þeirra, því þau eru birt á opinni Facebook-síðu. Mikill fjöldi manns hefur smellt á „like-hnappinn“ fræga, við færslur Sigurðar. Meðal þeirra eru nemendur Verzlunarskólans. Níutíu og tveimur líkar við eina færsluna og ein athugasemdin hljóðar svo: „ Ertu farinn að kenna 2.bekk?“Algjör aulahúmor Ingi skólameistari er afar ósáttur við Sigurð. „Ég veit eiginlega ekki hvað vakir fyrir honum. Þetta er algjör aulahúmor. Þetta er algjörlega fáránlegt,“ segir hann. Alls hefur Sigurður birt fjögur svör nemenda sinna á Facebook-síðu sinni. Við eina færsluna spyr Facebook-vinur Sigurðar: „Hvaða kennari er eiginlega að kenna þessi fræði þarna.....?“ Svar Sigurðar við þeirri spurningu var vinsælt, ellefu manns hafa líkað við það. Svarið var svo: „Ég vil setja þetta alfarið á foreldrana.“Uppfært kl. 18:52 Sigurður hefur fjarlægt umræddar færslur af Facebook-síðu sinni. Í kjölfar ábendinga frá lesendum hefur Vísir einnig ákveðið að fjarlægja þær úr fréttinni. Í athugasemdakerfi Vísis biðst Sigurður afsökunar og segist harma það ef einhverjum er misboðið. Hann vildi ekki tjá sig um málið við fréttamann Vísis.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira