Kennari í Verzló gantast með nemendur sína á Facebook Kjartan Atli Kjartansson skrifar 12. maí 2014 17:31 Sigurður Eggertsson er raungreinakennari við Verzlunarskóla Íslands. vísir/gva Sigurður Eggertsson, raungreinakennari við Verzlunarskóla Íslands, hefur undanfarna daga birt svör nemenda sinna við spurningum á prófum á opinni Facebook-síðu sinni. Svörin hafa vakið mikla athygli og töluverður fjöldi hefur skilið eftir athugasemdir þar sem gert er lítið úr svörum nemenda Sigurðar.Ingi Ólafsson, skólameistari Verzlunarskólans, segir þetta framtak Sigurðar vera einstaklega barnalegt og kjánalegt. Hann hafði ekki heyrt af þessu framtaki Sigurðar, fyrr en blaðamaður benti honum á málið. „Ég mun sko fara beint í að ræða við manninn. Ég skil hreinlega ekki hvað vakir fyrir honum að gera svona. Þetta er mjög illa gert gagnvart þeim nemendum sem verða fyrir barðinu á þessu.“Opin Facebook-síða Nöfn nemenda fylgja ekki með birtingu svaranna, en lítið mál er fyrir nemendurna að sjá hvað kennaranum finnst um svör þeirra, því þau eru birt á opinni Facebook-síðu. Mikill fjöldi manns hefur smellt á „like-hnappinn“ fræga, við færslur Sigurðar. Meðal þeirra eru nemendur Verzlunarskólans. Níutíu og tveimur líkar við eina færsluna og ein athugasemdin hljóðar svo: „ Ertu farinn að kenna 2.bekk?“Algjör aulahúmor Ingi skólameistari er afar ósáttur við Sigurð. „Ég veit eiginlega ekki hvað vakir fyrir honum. Þetta er algjör aulahúmor. Þetta er algjörlega fáránlegt,“ segir hann. Alls hefur Sigurður birt fjögur svör nemenda sinna á Facebook-síðu sinni. Við eina færsluna spyr Facebook-vinur Sigurðar: „Hvaða kennari er eiginlega að kenna þessi fræði þarna.....?“ Svar Sigurðar við þeirri spurningu var vinsælt, ellefu manns hafa líkað við það. Svarið var svo: „Ég vil setja þetta alfarið á foreldrana.“Uppfært kl. 18:52 Sigurður hefur fjarlægt umræddar færslur af Facebook-síðu sinni. Í kjölfar ábendinga frá lesendum hefur Vísir einnig ákveðið að fjarlægja þær úr fréttinni. Í athugasemdakerfi Vísis biðst Sigurður afsökunar og segist harma það ef einhverjum er misboðið. Hann vildi ekki tjá sig um málið við fréttamann Vísis. Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fleiri fréttir Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Sjá meira
Sigurður Eggertsson, raungreinakennari við Verzlunarskóla Íslands, hefur undanfarna daga birt svör nemenda sinna við spurningum á prófum á opinni Facebook-síðu sinni. Svörin hafa vakið mikla athygli og töluverður fjöldi hefur skilið eftir athugasemdir þar sem gert er lítið úr svörum nemenda Sigurðar.Ingi Ólafsson, skólameistari Verzlunarskólans, segir þetta framtak Sigurðar vera einstaklega barnalegt og kjánalegt. Hann hafði ekki heyrt af þessu framtaki Sigurðar, fyrr en blaðamaður benti honum á málið. „Ég mun sko fara beint í að ræða við manninn. Ég skil hreinlega ekki hvað vakir fyrir honum að gera svona. Þetta er mjög illa gert gagnvart þeim nemendum sem verða fyrir barðinu á þessu.“Opin Facebook-síða Nöfn nemenda fylgja ekki með birtingu svaranna, en lítið mál er fyrir nemendurna að sjá hvað kennaranum finnst um svör þeirra, því þau eru birt á opinni Facebook-síðu. Mikill fjöldi manns hefur smellt á „like-hnappinn“ fræga, við færslur Sigurðar. Meðal þeirra eru nemendur Verzlunarskólans. Níutíu og tveimur líkar við eina færsluna og ein athugasemdin hljóðar svo: „ Ertu farinn að kenna 2.bekk?“Algjör aulahúmor Ingi skólameistari er afar ósáttur við Sigurð. „Ég veit eiginlega ekki hvað vakir fyrir honum. Þetta er algjör aulahúmor. Þetta er algjörlega fáránlegt,“ segir hann. Alls hefur Sigurður birt fjögur svör nemenda sinna á Facebook-síðu sinni. Við eina færsluna spyr Facebook-vinur Sigurðar: „Hvaða kennari er eiginlega að kenna þessi fræði þarna.....?“ Svar Sigurðar við þeirri spurningu var vinsælt, ellefu manns hafa líkað við það. Svarið var svo: „Ég vil setja þetta alfarið á foreldrana.“Uppfært kl. 18:52 Sigurður hefur fjarlægt umræddar færslur af Facebook-síðu sinni. Í kjölfar ábendinga frá lesendum hefur Vísir einnig ákveðið að fjarlægja þær úr fréttinni. Í athugasemdakerfi Vísis biðst Sigurður afsökunar og segist harma það ef einhverjum er misboðið. Hann vildi ekki tjá sig um málið við fréttamann Vísis.
Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fleiri fréttir Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Sjá meira