Einn var handtekinn um klukkan fimm í umfangsmiklum lögregluaðgerðum við Strandasel í Breiðholti.
RÚV greinir frá og hefur það eftir sjónarvotti að svo virðist sem hinn handtekni hafi ekið upp á gras við götuna og merki séu um að lögregla hafi ekið utan í bíl mannsins til að stöðva hann.
Fjórir lögreglubílar voru á vettvangi og lá sá handtekni á maganum á götunni með lögreglumann ofan á sér.
Engar upplýsingar hafa fengist frá lögreglu um málið.
Einn handtekinn í umfangsmiklum lögregluaðgerðum í Breiðholti
Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
