Maður skarst mikið í andliti eftir að hafa fengið glerglas í andlitið í Skeifunni í nótt. Maðurinn var fluttur til aðhlynningar á slysadeild en árásarmennirnir voru farnir af vettvangi þegar að lögreglan kom.
Þá var tilkynnt maður handtekinn í Lækjargötu grunaður um líkamsárás. Ekki var hægt að ræða við manninn sökum ástands hans og gistir hann fangageymslur.
Þá voru fjórir í viðbót handteknir vegna annarra mála, þar á meðal vopnaður maður sem ekið var á á Miklubraut, og tveir voru stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum.
Mikið skorinn í andliti eftir líkamsárás
Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar

Mest lesið






Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju
Viðskipti innlent


Hættir sem ritstjóri Kveiks
Innlent

