Innlent

Bátadagar á Breiðafirði

Ingvar Haraldsson skrifar
Vísir/Pjetur
Bátadagar á á Breiðafirði verða haldnir á Reykhólum í sjötta sinn helgina 4. til 6. júlí. Líkt og síðustu ár verður hátíðin tileinkuð súðbyrtum trébátum.

Á laugardeginum er stefnt að því að sýna bátana og kenna yngstu kynslóðinni að róa. Deginum lýkur með því að grillað verður ofan í hátíðargesti.

Á sunnudaginn verður sex til átta tíma sigling á trébátum um næsta nágrenni Reykhóla. Þar verður siglt inn í Þorska-, Gufu- og Djúpafjörð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×