Umfjöllun um áfangaskýrslu stjórnarskrárnefndar: Þjóðaratkvæði, náttúruvernd og framsal valds Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 24. júní 2014 12:58 visir/gva Stjórnarskrárnefnd undir forystu Sigurðar Líndal, prófessors, kallar eftir opinberri umræðu um efni fyrstu áfangaskýrslunnar sem gefin var út í morgun. „Athugasemdafrestur er til 1. október 2014. Hægt er senda athugasemdir á netfangið postur@for.is (merkt Áfangaskýrsla stjórnarskrárnefndar) og í gegnum vefsvæðið stjornarskra.is,“ segir í skýrslunni. Nefndin leggur ekki áherslur á útfærslur einstakra efnisatriða heldur er hún lögð á meginatriði umræðunnar. Í lok hvers kafla setur nefndin fram spurningar og álitaefni sem landsmenn geta velt upp og sent niðurstöður sínar á fyrrnefnt netfang. Kaflarnir eru fjórir: þjóðaratkvæðagreiðslur á grundvelli undirskrifta, framsal valdheimilda í þágu alþjóðasamvinnu, auðlindir og umhverfisvernd.Skiptar skoðanir í nefndinni um lágmarksfjölda undirskrifta og aðild þingsinsNefndin vísaði í skýrslunni til þeirrar breiðu samstöðu sem ríkir meðal allra stjórnmálaflokka á Alþingi um að mótuð verði heimild til þjóðaratkvæðagreiðslna um mikilvæg málefni. „Sú skoðun kom fram að undanskilji beri lög um ákveðin málefni, svo sem skatta og þjóðréttarlegar skulbindingar, og jafnframt árétta að fjárlög verði ekki borin undir þjóðaratkvæði,“ segir í skýrslunni. Allir í nefndinni voru sammála um það ef koma á til rýmkunar heimildar til þjóðaratkvæðagreiðslna þá þurfi trygg vernd grundvallarmannréttinda að koma til athugunar. Þrátt fyrir þetta veltir nefndin upp þeirri hugsun að sé um mikið af undanþágum að ræða gæti það endað þannig að mikilvæg mál fari ekki til þjóðarinnar. „Einnig valda þær erfiðleikum í framkvæmd og geta leitt til ágreinings sem erfitt getur reynst að skera úr.“ Nefndin komst ekki að frekari niðurstöðu um málefnið. Skiptar skoðanir voru um fjölda undirskrifta og nánari framkvæmd. Umræður fóru fram um lágmarksþátttöku og aðild þingsins. Hins vegar var samstaða um að miðlun upplýsinga sé með góðum hætti þegar þjóðaratkvæðisgreiðsla hefur verið ákveðin. Bæði um málefni hverju sinni og almenna framkvæmd. Ósammála um hvort aðild að ESB feli í sér framsal umfram „afmarkað svið“ Mikil eining virðist hafa ríkt meðal nefndarinnar í umræðu um framsal ríkisvalds. Þannig var nefndin sammála um að slíkt framsal hlyti alltaf að vera afturkræft, þetta væri stórvægileg ákvörðun og að baki hennar þyrftu að vera ríkir hagsmunir, heimildina hætti að einskorða við afmarkað svið og að ákvörðun um framsal ætti að styðjast við aukinn meirihluta alþingismanna, þá 2/3 þeirra eða jafnvel 3/4. „Fram komu efasemdir um að unnt væri að gera greinarmun á „verulegu framsali“ og „óverulegu framsali“ valds,“ segir í skýrslunni en nefndin telur að taka verði af tvímæli um þá venjubundnu heimild sem nú er fyrir hendi í stjórnarskránni. En óverulegt framsal valds er heimilað í stjórnarskránni eins og hún er í dag. Ólikar skoðanir ríktu innan nefndar varðandi það hvort aðild íslenska ríkisins að Evrópusambandinu „myndi fela í sér framsal umfram „afmarkað svið“ þannig að slík aðild þyrfti þá að styðjast við sérstaka stjórnskipulega heimild,“ eins og segir í skýrslunni. „Nefndin er sammála um að ástæða væri til að taka skýra afstöðu til þess við undirbúning stjórnarskrárákvæðis hvort því væri ætlað að ná til ESB eða ekki.“Háð pólitísku mati hvernig nýting einstakra auðlinda er háttaðÍ þriðja flokki sem fjallar um auðlindir Íslands er tekið fram að eðlilegt sé að stjórnarskráin hafi að geyma meginreglur um það efni. „Til grundvallar þjóðareignahugtakinu liggur sú meginhugsun að nýting náttúruauðlinda sé í þágu þjóðarinnar allrar en þjóni ekki sérhagsmunum,“ segir í skýrslunni. Nefndin er einhuga um að erfitt væri að segja fram ítarlegar reglur um nýtingu einstakra auðlinda í stjórnarskrá enda er það háð pólitísku mati að verulegu leyti hvernig þær verði best nýttar. „Nefndin telur því að efnisleg þýðing auðlindaákvæðis felist fyrst og fremst í því að þessi grunnatriði séu áréttuð og meginreglur um auðlindanýtingu settar fram.“ Þá er átt við meðal annars að hugtakið auðlind sé skilgreint á skýran hátt. Ítarlegt mat á áhrifum á gildandi löggjöf og auðlindastýringu er nauðsynlegt að mati nefndarinnar við útfærslu á ákvæði stjórnarskrár um þjóðareign á auðlindum. „Svo stórt verkefni kallar á að nefndin fái liðsinni sérfræðingahóps sem myndi leggja faglegt mat á mismunandi tillögur í þessu efni og aðstoða við útfærslu.“Náttúran njóti vafans„Nefndin telur ljóst að greina þarf nánar þau gildi sem tengjast vernd umhverfisins,“ segir í skýrslunni undir kaflanum um umhverfisvernd. Helstu gildi sem nefndin týndi til sem koma ættu til skoðunar eru sjálfbærni, líffræðileg fjölbreytni og varúðarreglu sem felur í sér að ákvarðanir séu teknar á grundvelli fullnægjandi upplýsinga og náttúran njóti þar vafans. Nefndin setti fram tvær hugmyndir að leiðum til að setja fram grunnreglu um málefnið. „Annars vegar sem skyldu almannavaldsins til þess að tryggja þá hagsmuni sem tengjast umhverfinu. Hins vegar sem rétt almennings til heilnæms umhverfis sem felur í sér víðtækari ákvæði þar sem ýmsir aðrir aðilar en almannavaldið geta haft áhrif á umhverfisgæði með aðgerðum sínum.“ Eins og fyrr segir biður stjórnarskrárnefnd almenning um ábendingar og hefur í þeim tilgangi sett fram spurningar í lok hvers kafla. Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Sjá meira
Stjórnarskrárnefnd undir forystu Sigurðar Líndal, prófessors, kallar eftir opinberri umræðu um efni fyrstu áfangaskýrslunnar sem gefin var út í morgun. „Athugasemdafrestur er til 1. október 2014. Hægt er senda athugasemdir á netfangið postur@for.is (merkt Áfangaskýrsla stjórnarskrárnefndar) og í gegnum vefsvæðið stjornarskra.is,“ segir í skýrslunni. Nefndin leggur ekki áherslur á útfærslur einstakra efnisatriða heldur er hún lögð á meginatriði umræðunnar. Í lok hvers kafla setur nefndin fram spurningar og álitaefni sem landsmenn geta velt upp og sent niðurstöður sínar á fyrrnefnt netfang. Kaflarnir eru fjórir: þjóðaratkvæðagreiðslur á grundvelli undirskrifta, framsal valdheimilda í þágu alþjóðasamvinnu, auðlindir og umhverfisvernd.Skiptar skoðanir í nefndinni um lágmarksfjölda undirskrifta og aðild þingsinsNefndin vísaði í skýrslunni til þeirrar breiðu samstöðu sem ríkir meðal allra stjórnmálaflokka á Alþingi um að mótuð verði heimild til þjóðaratkvæðagreiðslna um mikilvæg málefni. „Sú skoðun kom fram að undanskilji beri lög um ákveðin málefni, svo sem skatta og þjóðréttarlegar skulbindingar, og jafnframt árétta að fjárlög verði ekki borin undir þjóðaratkvæði,“ segir í skýrslunni. Allir í nefndinni voru sammála um það ef koma á til rýmkunar heimildar til þjóðaratkvæðagreiðslna þá þurfi trygg vernd grundvallarmannréttinda að koma til athugunar. Þrátt fyrir þetta veltir nefndin upp þeirri hugsun að sé um mikið af undanþágum að ræða gæti það endað þannig að mikilvæg mál fari ekki til þjóðarinnar. „Einnig valda þær erfiðleikum í framkvæmd og geta leitt til ágreinings sem erfitt getur reynst að skera úr.“ Nefndin komst ekki að frekari niðurstöðu um málefnið. Skiptar skoðanir voru um fjölda undirskrifta og nánari framkvæmd. Umræður fóru fram um lágmarksþátttöku og aðild þingsins. Hins vegar var samstaða um að miðlun upplýsinga sé með góðum hætti þegar þjóðaratkvæðisgreiðsla hefur verið ákveðin. Bæði um málefni hverju sinni og almenna framkvæmd. Ósammála um hvort aðild að ESB feli í sér framsal umfram „afmarkað svið“ Mikil eining virðist hafa ríkt meðal nefndarinnar í umræðu um framsal ríkisvalds. Þannig var nefndin sammála um að slíkt framsal hlyti alltaf að vera afturkræft, þetta væri stórvægileg ákvörðun og að baki hennar þyrftu að vera ríkir hagsmunir, heimildina hætti að einskorða við afmarkað svið og að ákvörðun um framsal ætti að styðjast við aukinn meirihluta alþingismanna, þá 2/3 þeirra eða jafnvel 3/4. „Fram komu efasemdir um að unnt væri að gera greinarmun á „verulegu framsali“ og „óverulegu framsali“ valds,“ segir í skýrslunni en nefndin telur að taka verði af tvímæli um þá venjubundnu heimild sem nú er fyrir hendi í stjórnarskránni. En óverulegt framsal valds er heimilað í stjórnarskránni eins og hún er í dag. Ólikar skoðanir ríktu innan nefndar varðandi það hvort aðild íslenska ríkisins að Evrópusambandinu „myndi fela í sér framsal umfram „afmarkað svið“ þannig að slík aðild þyrfti þá að styðjast við sérstaka stjórnskipulega heimild,“ eins og segir í skýrslunni. „Nefndin er sammála um að ástæða væri til að taka skýra afstöðu til þess við undirbúning stjórnarskrárákvæðis hvort því væri ætlað að ná til ESB eða ekki.“Háð pólitísku mati hvernig nýting einstakra auðlinda er háttaðÍ þriðja flokki sem fjallar um auðlindir Íslands er tekið fram að eðlilegt sé að stjórnarskráin hafi að geyma meginreglur um það efni. „Til grundvallar þjóðareignahugtakinu liggur sú meginhugsun að nýting náttúruauðlinda sé í þágu þjóðarinnar allrar en þjóni ekki sérhagsmunum,“ segir í skýrslunni. Nefndin er einhuga um að erfitt væri að segja fram ítarlegar reglur um nýtingu einstakra auðlinda í stjórnarskrá enda er það háð pólitísku mati að verulegu leyti hvernig þær verði best nýttar. „Nefndin telur því að efnisleg þýðing auðlindaákvæðis felist fyrst og fremst í því að þessi grunnatriði séu áréttuð og meginreglur um auðlindanýtingu settar fram.“ Þá er átt við meðal annars að hugtakið auðlind sé skilgreint á skýran hátt. Ítarlegt mat á áhrifum á gildandi löggjöf og auðlindastýringu er nauðsynlegt að mati nefndarinnar við útfærslu á ákvæði stjórnarskrár um þjóðareign á auðlindum. „Svo stórt verkefni kallar á að nefndin fái liðsinni sérfræðingahóps sem myndi leggja faglegt mat á mismunandi tillögur í þessu efni og aðstoða við útfærslu.“Náttúran njóti vafans„Nefndin telur ljóst að greina þarf nánar þau gildi sem tengjast vernd umhverfisins,“ segir í skýrslunni undir kaflanum um umhverfisvernd. Helstu gildi sem nefndin týndi til sem koma ættu til skoðunar eru sjálfbærni, líffræðileg fjölbreytni og varúðarreglu sem felur í sér að ákvarðanir séu teknar á grundvelli fullnægjandi upplýsinga og náttúran njóti þar vafans. Nefndin setti fram tvær hugmyndir að leiðum til að setja fram grunnreglu um málefnið. „Annars vegar sem skyldu almannavaldsins til þess að tryggja þá hagsmuni sem tengjast umhverfinu. Hins vegar sem rétt almennings til heilnæms umhverfis sem felur í sér víðtækari ákvæði þar sem ýmsir aðrir aðilar en almannavaldið geta haft áhrif á umhverfisgæði með aðgerðum sínum.“ Eins og fyrr segir biður stjórnarskrárnefnd almenning um ábendingar og hefur í þeim tilgangi sett fram spurningar í lok hvers kafla.
Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Sjá meira