Sendi jólakort með mynd af kókflöskum í stað fjölskyldumeðlima Atli Ísleifsson skrifar 4. desember 2014 15:45 Illa hafði gengið að koma öllum fjölskyldumeðlimum saman síðustu tvö árin til að taka jólamyndina. Mynd/Arna Ósk Arna Ósk Harðardóttir, bóndi á Hornafirði, brá á það að ráð að taka „fjölskyldumynd“ af kókflöskum með nöfnum allra fjölskyldumeðlima eftir að hafa mistekist að koma þeim öllum saman í jólamyndatöku síðustu tvö ár. Börnin þrjú og tengdabörnin búa í ólíkum landshlutum og koma sjaldnast öll saman nema á sjálfum jólunum, en þá er að sjálfsögðu orðið of seint að taka mynd. Arna Ósk byrjaði í vor að kaupa kókflöskur með nöfnum fjölskyldumeðlimanna átta. Arna Ósk keypti þær flestar á Hornafirði en einhverjar á Reyðarfirði og í Reykjavík. Hún segist hafa þurft að umstafla dálítið í búðunum til að leita að réttu flöskunum og hafi oft farið í fýluferðir. „Fólk hefur eflaust haldið að ég væri starfsmaður í þessum verslunum. Ég reyndi að gramsa þegar enginn var nálægt mér en ég gerði það helst þegar ég var stödd í Reykjavík þar sem enginn þekkti mig og þar sem ég kippti mér ekki upp við ef ég var litin hornauga fyrir að róta í goskælinum.“ Fyrstu flöskuna keypti Arna Ósk í maí en þá síðustu í október. „Þegar ég var komin með allar flöskurnar hugsaði ég, hvað á ég að gera við þetta? Þá fékk ég hugmyndina að því að stilla flöskunum upp í myndatöku. Við fjölskyldan hittumst eiginlega aldrei, við erum svo mörg og búum í ólíkum landshlutum og mig hefur í dálítinn tíma langað að senda fjölskyldumynd með jólakortunum. Ég hringdi í son minn í Reykjavík og bar hugmyndina undir hann og honum fannst hún frábær. Svo var myndin tekin í byrjun nóvember í Húsafelli,“ segir Arna Ósk. Arna Ósk sendi starfsmönnum Vífilfells póst um þessa óhefðbundnu leið sem hún fór við fjölskyldumyndatökuna og ákváðu þeir í kjölfarið að senda henni smá jólaglaðning fyrir hugmyndina. Arna Ósk fékk gjöfina afhenta nýverið og sagði við það tilefni að hún hefði ekki verið að vonast eftir neinu slíku heldur vildi hún einfaldlega sýna hvernig hægt væri að nota nafnmerktar kókflöskur með skemmtilegum hætti.Starfsmenn Vífilfells sendu Örnu Ósk smá jólaglaðning fyrir hugmyndina.Mynd/Vífilfell. Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Stöðvaði líkamsárásina við Aktu taktu Innlent Fleiri fréttir Stöðvaði líkamsárásina við Aktu taktu Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Sjá meira
Arna Ósk Harðardóttir, bóndi á Hornafirði, brá á það að ráð að taka „fjölskyldumynd“ af kókflöskum með nöfnum allra fjölskyldumeðlima eftir að hafa mistekist að koma þeim öllum saman í jólamyndatöku síðustu tvö ár. Börnin þrjú og tengdabörnin búa í ólíkum landshlutum og koma sjaldnast öll saman nema á sjálfum jólunum, en þá er að sjálfsögðu orðið of seint að taka mynd. Arna Ósk byrjaði í vor að kaupa kókflöskur með nöfnum fjölskyldumeðlimanna átta. Arna Ósk keypti þær flestar á Hornafirði en einhverjar á Reyðarfirði og í Reykjavík. Hún segist hafa þurft að umstafla dálítið í búðunum til að leita að réttu flöskunum og hafi oft farið í fýluferðir. „Fólk hefur eflaust haldið að ég væri starfsmaður í þessum verslunum. Ég reyndi að gramsa þegar enginn var nálægt mér en ég gerði það helst þegar ég var stödd í Reykjavík þar sem enginn þekkti mig og þar sem ég kippti mér ekki upp við ef ég var litin hornauga fyrir að róta í goskælinum.“ Fyrstu flöskuna keypti Arna Ósk í maí en þá síðustu í október. „Þegar ég var komin með allar flöskurnar hugsaði ég, hvað á ég að gera við þetta? Þá fékk ég hugmyndina að því að stilla flöskunum upp í myndatöku. Við fjölskyldan hittumst eiginlega aldrei, við erum svo mörg og búum í ólíkum landshlutum og mig hefur í dálítinn tíma langað að senda fjölskyldumynd með jólakortunum. Ég hringdi í son minn í Reykjavík og bar hugmyndina undir hann og honum fannst hún frábær. Svo var myndin tekin í byrjun nóvember í Húsafelli,“ segir Arna Ósk. Arna Ósk sendi starfsmönnum Vífilfells póst um þessa óhefðbundnu leið sem hún fór við fjölskyldumyndatökuna og ákváðu þeir í kjölfarið að senda henni smá jólaglaðning fyrir hugmyndina. Arna Ósk fékk gjöfina afhenta nýverið og sagði við það tilefni að hún hefði ekki verið að vonast eftir neinu slíku heldur vildi hún einfaldlega sýna hvernig hægt væri að nota nafnmerktar kókflöskur með skemmtilegum hætti.Starfsmenn Vífilfells sendu Örnu Ósk smá jólaglaðning fyrir hugmyndina.Mynd/Vífilfell.
Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Stöðvaði líkamsárásina við Aktu taktu Innlent Fleiri fréttir Stöðvaði líkamsárásina við Aktu taktu Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Sjá meira