Innlent

Spyr hvort ráðherrar og þingmenn njóti forgangs í heilbrigðiskerfinu

Atli Ísleifsson skrifar
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata.
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata. Vísir/Valli
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, hefur beint fyrirspurn til heilbrigðisráðherra þar sem hann spyr hvort ráðherrar og þingmenn njóti forgangs í heilbrigðiskerfinu.

„Ef svo er, í hverju er hann fólginn? Ef ekki, mun ráðherra láta rannsaka hvort svo sé, og þá sér í lagi vegna eftirfarandi orða fyrrverandi landlæknis, Ólafs Ólafssonar, í viðtali við Fréttatímann 28. nóvember sl. um heilbrigðismál: „Einhvern veginn er það líka þannig að ráðherrar og þingmenn lenda ekki á biðlistum.““

Þá spyr Jón Þór: „Ef það reynist rétt að ráðherrar og þingmenn hafi forgang í heilbrigðiskerfinu, mun ráðherra sjá til þess að sá forgangur sé lagður af?“

Þingmaðurinn fer fram á skriflegt svar af hálfu ráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×