„Við vitum ekki hvaða tegund þetta er, mig langar rosalega að vita hvort hún sé eitruð. Ég er nefnilega alveg rosalega pödduhrædd.“
Hanna Rún birti mynd af pöddunni á Facebook og sagði einn vinur hennar þar að þetta væri líklega jafnfætla.
Hún tók eftir pöddunni þegar hún kom heim. „Ég kom heim og sá stóran poka sem á stóð „Do Not Touch“. Þá var Nikita búinn að setja fiskbitann og pödduna í poka. Ég er svo forvitin að ég fór auðvitað og kíkti á þetta, án þess að vita hvað væri í pokanum og fannst þetta alveg ógeðslegt. Nikita sagðist líka vera með æluna í hálsinum.“
Þegar Hanna Rún er spurð hversu stór paddan er svarar hún: „Þetta er svona eins og löng kvenmannsnögl.“
Veist þú hvaða tegund af pöddu þetta er? Endilega láttu okkur vita með því að senda okkur póst á ritstjorn@visir.is, eða með því að rita tegundina hér í athugasemdakerfinu.