Guðni vildi aðra en Framsóknarmenn á listann Kjartan Atli Kjartansson skrifar 26. apríl 2014 20:07 Guðni segir að þrátt fyrir að hann sé hættur við framboðið, hafi samstarfið við kjördæmisráð gengið vel. „Ég vildi ekki fara fram. Það eru nokkrar ástæður sem ég vil eiga með mér,“ segir Guðni Ágústsson, um ástæður fyrir því að hann hætti við framboð til borgarstjórnarkosninganna í næsta mánuði. Hann heldur áfram: „Ein af þeim ástæðum er að ég taldi sterkara að opna framboðið sérstaklega með flugvallarsinnum en það varð ekki niðurstaða sem fékkst fram og þar með varð framboðið bundið við flokksbundna menn. En þetta er aðeins ein af ástæðunum fyrir því að ég gaf þetta frá mér.“ Fyrr í dag sendi formaður Kjördæmissambands Framsóknar í Reykjavík, Þórir Ingþórsson, frá sér tilkynningu þar sem hann sagði frétt Morgunblaðsins, um ástæður þess að Guðni hafi ekki farið fram, ekki vera rétta. Í fréttinni kom fram að Guðni hafi viljað hleypa fleirum en Framsóknarmönnum á framboðslista flokksins. Þórir sagði meðal annars: „Full eining var milli stjórnar kjördæmissambands Framsóknar í Reykjavík og Guðna Ágústssonar um framboð hans og sátt um skipan í önnur sæti listans.“ Einnig sagði Þórir þetta í tilkynningunni: „Allar fullyrðingar í fjölmiðlum um að stjórn KFR hafi á einhvern hátt staðið skipulega í vegi fyrir hugmyndum Guðna Ágústssonar um skipan listans eru því einfaldlega rangar.“ Guðni staðfestir aftur á móti að meginatriði fréttarinnar séu sönn en tekur þó fram að samstarfið við stjórn kjördæmissambandsins hafi gengið vel. „Mér sýnist að frétt Morgunblaðsins sé í meginatriðum rétt. Ég vann ágætlega með stjórn kjördæmissambandsins þennan hálfa sólarhring þegar ég hafði fengið umboðið. Efstu sætu listans lágu ekki fyrir. Við stóðum ekki í neinum deilum en ég kaus, af nokkrum ástæðum, að gefa málið frá mér.“ Guðni heldur áfram að fjalla um ástæður þess að hann fór ekki fram. „Margt fólk - sem ég hafði nefnt til sögunnar sem hugsanlega frambjóðendur - vildi ekki gefa kost á sér og hvarf frá því að vera með eftir að ákveðið var listinn yrði ekki kallaður Framboð Framsóknarmanna og flugvallarsinna. En ég ítreka samt að ég átti ágætis samstarf við stjórn kjördæmissambandsins.“ Mikið hefur verið rætt um viðbrögð margra í netheimum við hugsanlegu framboði Guðna. Mörgum þótti umræðan ósmekkleg og lítið gert úr Guðna.Hafði umræðan á netinu áhrif á ákvörðun þína?„Nei, það gerði hún ekki. Ég er vanur pólitík og menn sem hafa verið lengi í stjórnmálum fá sigg á sálina.“ Einhverjir hafa fleygt því fram að ein af ástæðunum fyrir því að Guðni hafi hætt við framboðið væru niðurstöður könnunar sem hefðu komið illa út fyrir hann. Guðni segir þetta einfaldlega ekki vera rétt. „Nei, nei, nei engin könnun gerð svo ég viti til. En viðbrögðin voru gríðarlega góð frá fólki í ólíkustu áttum – héðan og þaðan úr samfélaginu. Þetta vakti mikla og góða athygli og ég fékk hvatningu víða að,“ segir Guðni að lokum. Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Sjá meira
„Ég vildi ekki fara fram. Það eru nokkrar ástæður sem ég vil eiga með mér,“ segir Guðni Ágústsson, um ástæður fyrir því að hann hætti við framboð til borgarstjórnarkosninganna í næsta mánuði. Hann heldur áfram: „Ein af þeim ástæðum er að ég taldi sterkara að opna framboðið sérstaklega með flugvallarsinnum en það varð ekki niðurstaða sem fékkst fram og þar með varð framboðið bundið við flokksbundna menn. En þetta er aðeins ein af ástæðunum fyrir því að ég gaf þetta frá mér.“ Fyrr í dag sendi formaður Kjördæmissambands Framsóknar í Reykjavík, Þórir Ingþórsson, frá sér tilkynningu þar sem hann sagði frétt Morgunblaðsins, um ástæður þess að Guðni hafi ekki farið fram, ekki vera rétta. Í fréttinni kom fram að Guðni hafi viljað hleypa fleirum en Framsóknarmönnum á framboðslista flokksins. Þórir sagði meðal annars: „Full eining var milli stjórnar kjördæmissambands Framsóknar í Reykjavík og Guðna Ágústssonar um framboð hans og sátt um skipan í önnur sæti listans.“ Einnig sagði Þórir þetta í tilkynningunni: „Allar fullyrðingar í fjölmiðlum um að stjórn KFR hafi á einhvern hátt staðið skipulega í vegi fyrir hugmyndum Guðna Ágústssonar um skipan listans eru því einfaldlega rangar.“ Guðni staðfestir aftur á móti að meginatriði fréttarinnar séu sönn en tekur þó fram að samstarfið við stjórn kjördæmissambandsins hafi gengið vel. „Mér sýnist að frétt Morgunblaðsins sé í meginatriðum rétt. Ég vann ágætlega með stjórn kjördæmissambandsins þennan hálfa sólarhring þegar ég hafði fengið umboðið. Efstu sætu listans lágu ekki fyrir. Við stóðum ekki í neinum deilum en ég kaus, af nokkrum ástæðum, að gefa málið frá mér.“ Guðni heldur áfram að fjalla um ástæður þess að hann fór ekki fram. „Margt fólk - sem ég hafði nefnt til sögunnar sem hugsanlega frambjóðendur - vildi ekki gefa kost á sér og hvarf frá því að vera með eftir að ákveðið var listinn yrði ekki kallaður Framboð Framsóknarmanna og flugvallarsinna. En ég ítreka samt að ég átti ágætis samstarf við stjórn kjördæmissambandsins.“ Mikið hefur verið rætt um viðbrögð margra í netheimum við hugsanlegu framboði Guðna. Mörgum þótti umræðan ósmekkleg og lítið gert úr Guðna.Hafði umræðan á netinu áhrif á ákvörðun þína?„Nei, það gerði hún ekki. Ég er vanur pólitík og menn sem hafa verið lengi í stjórnmálum fá sigg á sálina.“ Einhverjir hafa fleygt því fram að ein af ástæðunum fyrir því að Guðni hafi hætt við framboðið væru niðurstöður könnunar sem hefðu komið illa út fyrir hann. Guðni segir þetta einfaldlega ekki vera rétt. „Nei, nei, nei engin könnun gerð svo ég viti til. En viðbrögðin voru gríðarlega góð frá fólki í ólíkustu áttum – héðan og þaðan úr samfélaginu. Þetta vakti mikla og góða athygli og ég fékk hvatningu víða að,“ segir Guðni að lokum.
Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Sjá meira