Guðni vildi aðra en Framsóknarmenn á listann Kjartan Atli Kjartansson skrifar 26. apríl 2014 20:07 Guðni segir að þrátt fyrir að hann sé hættur við framboðið, hafi samstarfið við kjördæmisráð gengið vel. „Ég vildi ekki fara fram. Það eru nokkrar ástæður sem ég vil eiga með mér,“ segir Guðni Ágústsson, um ástæður fyrir því að hann hætti við framboð til borgarstjórnarkosninganna í næsta mánuði. Hann heldur áfram: „Ein af þeim ástæðum er að ég taldi sterkara að opna framboðið sérstaklega með flugvallarsinnum en það varð ekki niðurstaða sem fékkst fram og þar með varð framboðið bundið við flokksbundna menn. En þetta er aðeins ein af ástæðunum fyrir því að ég gaf þetta frá mér.“ Fyrr í dag sendi formaður Kjördæmissambands Framsóknar í Reykjavík, Þórir Ingþórsson, frá sér tilkynningu þar sem hann sagði frétt Morgunblaðsins, um ástæður þess að Guðni hafi ekki farið fram, ekki vera rétta. Í fréttinni kom fram að Guðni hafi viljað hleypa fleirum en Framsóknarmönnum á framboðslista flokksins. Þórir sagði meðal annars: „Full eining var milli stjórnar kjördæmissambands Framsóknar í Reykjavík og Guðna Ágústssonar um framboð hans og sátt um skipan í önnur sæti listans.“ Einnig sagði Þórir þetta í tilkynningunni: „Allar fullyrðingar í fjölmiðlum um að stjórn KFR hafi á einhvern hátt staðið skipulega í vegi fyrir hugmyndum Guðna Ágústssonar um skipan listans eru því einfaldlega rangar.“ Guðni staðfestir aftur á móti að meginatriði fréttarinnar séu sönn en tekur þó fram að samstarfið við stjórn kjördæmissambandsins hafi gengið vel. „Mér sýnist að frétt Morgunblaðsins sé í meginatriðum rétt. Ég vann ágætlega með stjórn kjördæmissambandsins þennan hálfa sólarhring þegar ég hafði fengið umboðið. Efstu sætu listans lágu ekki fyrir. Við stóðum ekki í neinum deilum en ég kaus, af nokkrum ástæðum, að gefa málið frá mér.“ Guðni heldur áfram að fjalla um ástæður þess að hann fór ekki fram. „Margt fólk - sem ég hafði nefnt til sögunnar sem hugsanlega frambjóðendur - vildi ekki gefa kost á sér og hvarf frá því að vera með eftir að ákveðið var listinn yrði ekki kallaður Framboð Framsóknarmanna og flugvallarsinna. En ég ítreka samt að ég átti ágætis samstarf við stjórn kjördæmissambandsins.“ Mikið hefur verið rætt um viðbrögð margra í netheimum við hugsanlegu framboði Guðna. Mörgum þótti umræðan ósmekkleg og lítið gert úr Guðna.Hafði umræðan á netinu áhrif á ákvörðun þína?„Nei, það gerði hún ekki. Ég er vanur pólitík og menn sem hafa verið lengi í stjórnmálum fá sigg á sálina.“ Einhverjir hafa fleygt því fram að ein af ástæðunum fyrir því að Guðni hafi hætt við framboðið væru niðurstöður könnunar sem hefðu komið illa út fyrir hann. Guðni segir þetta einfaldlega ekki vera rétt. „Nei, nei, nei engin könnun gerð svo ég viti til. En viðbrögðin voru gríðarlega góð frá fólki í ólíkustu áttum – héðan og þaðan úr samfélaginu. Þetta vakti mikla og góða athygli og ég fékk hvatningu víða að,“ segir Guðni að lokum. Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Innlent Fleiri fréttir 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira
„Ég vildi ekki fara fram. Það eru nokkrar ástæður sem ég vil eiga með mér,“ segir Guðni Ágústsson, um ástæður fyrir því að hann hætti við framboð til borgarstjórnarkosninganna í næsta mánuði. Hann heldur áfram: „Ein af þeim ástæðum er að ég taldi sterkara að opna framboðið sérstaklega með flugvallarsinnum en það varð ekki niðurstaða sem fékkst fram og þar með varð framboðið bundið við flokksbundna menn. En þetta er aðeins ein af ástæðunum fyrir því að ég gaf þetta frá mér.“ Fyrr í dag sendi formaður Kjördæmissambands Framsóknar í Reykjavík, Þórir Ingþórsson, frá sér tilkynningu þar sem hann sagði frétt Morgunblaðsins, um ástæður þess að Guðni hafi ekki farið fram, ekki vera rétta. Í fréttinni kom fram að Guðni hafi viljað hleypa fleirum en Framsóknarmönnum á framboðslista flokksins. Þórir sagði meðal annars: „Full eining var milli stjórnar kjördæmissambands Framsóknar í Reykjavík og Guðna Ágústssonar um framboð hans og sátt um skipan í önnur sæti listans.“ Einnig sagði Þórir þetta í tilkynningunni: „Allar fullyrðingar í fjölmiðlum um að stjórn KFR hafi á einhvern hátt staðið skipulega í vegi fyrir hugmyndum Guðna Ágústssonar um skipan listans eru því einfaldlega rangar.“ Guðni staðfestir aftur á móti að meginatriði fréttarinnar séu sönn en tekur þó fram að samstarfið við stjórn kjördæmissambandsins hafi gengið vel. „Mér sýnist að frétt Morgunblaðsins sé í meginatriðum rétt. Ég vann ágætlega með stjórn kjördæmissambandsins þennan hálfa sólarhring þegar ég hafði fengið umboðið. Efstu sætu listans lágu ekki fyrir. Við stóðum ekki í neinum deilum en ég kaus, af nokkrum ástæðum, að gefa málið frá mér.“ Guðni heldur áfram að fjalla um ástæður þess að hann fór ekki fram. „Margt fólk - sem ég hafði nefnt til sögunnar sem hugsanlega frambjóðendur - vildi ekki gefa kost á sér og hvarf frá því að vera með eftir að ákveðið var listinn yrði ekki kallaður Framboð Framsóknarmanna og flugvallarsinna. En ég ítreka samt að ég átti ágætis samstarf við stjórn kjördæmissambandsins.“ Mikið hefur verið rætt um viðbrögð margra í netheimum við hugsanlegu framboði Guðna. Mörgum þótti umræðan ósmekkleg og lítið gert úr Guðna.Hafði umræðan á netinu áhrif á ákvörðun þína?„Nei, það gerði hún ekki. Ég er vanur pólitík og menn sem hafa verið lengi í stjórnmálum fá sigg á sálina.“ Einhverjir hafa fleygt því fram að ein af ástæðunum fyrir því að Guðni hafi hætt við framboðið væru niðurstöður könnunar sem hefðu komið illa út fyrir hann. Guðni segir þetta einfaldlega ekki vera rétt. „Nei, nei, nei engin könnun gerð svo ég viti til. En viðbrögðin voru gríðarlega góð frá fólki í ólíkustu áttum – héðan og þaðan úr samfélaginu. Þetta vakti mikla og góða athygli og ég fékk hvatningu víða að,“ segir Guðni að lokum.
Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Innlent Fleiri fréttir 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira