Hart sótt að Framsókn vegna matarskatts Heimir Már Pétursson skrifar 3. desember 2014 13:58 Þingmenn ræddu tekjuöflunarfrumvörp ríkisstjórnarinnar langt fram á kvöld í gær. Stjórnarandstaðan gagnrýndi harðlega hækkun á neðra þrepi virðisaukaskatts og þá sérstaklega að þingmenn Framsóknarflokksins skuli hafa látið af andstöðu sinni við hækkun skattsins á matvæli. Til stóð að ljúka umræðum um tekjuöflunarfrumvörp ríkisstjórnarinnar á Alþingi í gær og hefja síðan aðra umræðu um fjárlög. Þingmenn höfðu hins vegar mikið að segja um tekjuöflunarfrumvörpin og þá sérstaklega breytingarnar á virðisaukaskattlögunum sem fela í sér hækkun neðra þrepsins úr 7 prósentum í 11 og lækkun efra þrepsins úr 25,5 prósentum í 24 prósent. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þingmaður Samfylkingarinnar minnti á að Framsóknarflokkurinn hafi eindregið lagst gegn áætlunum fjármálaráðherra um að hækka virðisaukaskatt á matvæli í 12 prósent. Lilja Rafney Magnúsdóttir þingmaður Vinstri grænna tók í svipaðan streng. „Hæstvirtur forsætisráðherra hafði uppi stór orð á síðasta kjörtímabili um að aldrei kæmi til greina að hans hálfu að hækka matarskattinn svo kallaða. Þess vegna er það ekki skrýtið að maður furði sig á þessum viðsnúningi hjá Framsóknarflokknum og að hann láti sér nægja eitt prósent lækkun frá því sem áætlað var að hækka matarskattinn upp í 12 prósent,“ sagði Lilja Rafney. Hún teldi að þessi ráðstöfun ætti eftir að valda ólgu og reiði í þjóðfélaginu og gera kjarasamninga erfiðari. Þá vakti hún athygli á því að sala og leiga á fiskveiðiheimildum væri undanþegin virðisaukaskatti. „Sú hugmynd sem háttvirtur þingmaður varpaði hér fram um að setja virðisaukaskatt á sölu kvóta og leigu á kvóta, er hreint út sagt stórkostlegasta hugmynd ekki bara kvöldsins heldur síðustu mánaða. Ég tel að þetta sé ákaflega skarplega athugað hjá háttvirtum þingmanni,“ sagði Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar. Með þessari aðgerð mætti að minnsta kosti draga úr hækkun neðra þrepsins. Pétur H. Blöndal þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði vandamálið með að ná samstöðu á Alþingi að frumvörðin kæmu utanfrá inn í þingið. Hann hefði marg sinnis lagt til að nefndir þingsins semdu lagafrumvörpin. „Þá væru allir nefndarmenn inni í málinu og mundu t.d. skilja það af hverju ég vil fá 12 prósent virðisaukaskatt á mat en ekki 11 prósent. Af hverju vil ég það? Af því að þá minkar bilið (milli skattþrepa) og þá minka möguleikarnir til að hagræða og svindla. Þannig að það er ákveðin hugsun í þessu frumvarpi sem við erum að ræða og hún er ekki alveg út í bláinn.Alls ekki,“ sagði Pétur H. Blöndal á Alþingi í gærkvöldi. Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Fleiri fréttir Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Sjá meira
Þingmenn ræddu tekjuöflunarfrumvörp ríkisstjórnarinnar langt fram á kvöld í gær. Stjórnarandstaðan gagnrýndi harðlega hækkun á neðra þrepi virðisaukaskatts og þá sérstaklega að þingmenn Framsóknarflokksins skuli hafa látið af andstöðu sinni við hækkun skattsins á matvæli. Til stóð að ljúka umræðum um tekjuöflunarfrumvörp ríkisstjórnarinnar á Alþingi í gær og hefja síðan aðra umræðu um fjárlög. Þingmenn höfðu hins vegar mikið að segja um tekjuöflunarfrumvörpin og þá sérstaklega breytingarnar á virðisaukaskattlögunum sem fela í sér hækkun neðra þrepsins úr 7 prósentum í 11 og lækkun efra þrepsins úr 25,5 prósentum í 24 prósent. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þingmaður Samfylkingarinnar minnti á að Framsóknarflokkurinn hafi eindregið lagst gegn áætlunum fjármálaráðherra um að hækka virðisaukaskatt á matvæli í 12 prósent. Lilja Rafney Magnúsdóttir þingmaður Vinstri grænna tók í svipaðan streng. „Hæstvirtur forsætisráðherra hafði uppi stór orð á síðasta kjörtímabili um að aldrei kæmi til greina að hans hálfu að hækka matarskattinn svo kallaða. Þess vegna er það ekki skrýtið að maður furði sig á þessum viðsnúningi hjá Framsóknarflokknum og að hann láti sér nægja eitt prósent lækkun frá því sem áætlað var að hækka matarskattinn upp í 12 prósent,“ sagði Lilja Rafney. Hún teldi að þessi ráðstöfun ætti eftir að valda ólgu og reiði í þjóðfélaginu og gera kjarasamninga erfiðari. Þá vakti hún athygli á því að sala og leiga á fiskveiðiheimildum væri undanþegin virðisaukaskatti. „Sú hugmynd sem háttvirtur þingmaður varpaði hér fram um að setja virðisaukaskatt á sölu kvóta og leigu á kvóta, er hreint út sagt stórkostlegasta hugmynd ekki bara kvöldsins heldur síðustu mánaða. Ég tel að þetta sé ákaflega skarplega athugað hjá háttvirtum þingmanni,“ sagði Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar. Með þessari aðgerð mætti að minnsta kosti draga úr hækkun neðra þrepsins. Pétur H. Blöndal þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði vandamálið með að ná samstöðu á Alþingi að frumvörðin kæmu utanfrá inn í þingið. Hann hefði marg sinnis lagt til að nefndir þingsins semdu lagafrumvörpin. „Þá væru allir nefndarmenn inni í málinu og mundu t.d. skilja það af hverju ég vil fá 12 prósent virðisaukaskatt á mat en ekki 11 prósent. Af hverju vil ég það? Af því að þá minkar bilið (milli skattþrepa) og þá minka möguleikarnir til að hagræða og svindla. Þannig að það er ákveðin hugsun í þessu frumvarpi sem við erum að ræða og hún er ekki alveg út í bláinn.Alls ekki,“ sagði Pétur H. Blöndal á Alþingi í gærkvöldi.
Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Fleiri fréttir Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Sjá meira