Innlent

Póstbíll þjónustar Sandgerði

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Póstbíll tekur við af pósthúsinu í Sandgerði.
Póstbíll tekur við af pósthúsinu í Sandgerði. vísir/arnþór
Póst- og fjarskiptastofnun hefur samþykkt beiðni Íslandspósts um heimild til að loka póstafgreiðslu í Sandgerði frá og með næstu áramótum. Þess í stað mun póstbíll sjá um að þjónusta íbúa bæjarfélagsins.

Allar sendingar munu fara frá pósthúsinu í Keflavík og er áætlað að fá fyrirtæki í bænum til að selja frímerki. Svipað fyrirkomulag sé á póstdreifingu á Flúðum, Stokkseyri, Hellissandi og Flateyri. Íbúar Sandgerðis eru tæplega 1.600 og 14 fyrirtæki eru á staðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×